Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1977, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.11.1977, Qupperneq 8
Hjónaskilnaður Flestar fjölskyldur grundvall- ast á hjónabandi. Farsæld hjóna- bandsins er fléttuð úr mörgum þáttum. Ef til vill reynir þó hvað mest á nærgætni og sjálfsaf- neitun makanna. Því er ekki að leyna, að æ fleiri heimili leysast upp, vegna þess að hjón skilja. Það er and- stætt vilja Guðs, enda eitthvert mesta böl mannlegs lífs. Víst er, að trúin á Drottin veitir undur- samlegan kraft og þolgæði, þeg- ar á reynir í sambúð hjóna. Þó ber það við, að kristin hjón fjar- lægjast svo hvort annað, að undirstaðan brestur og þau slíta samvistum. Hér á eftir fer kafli úr frá- sögn trúaðs manns, sem varð fyrir slíkri raun. Frásögnin er lærdómsrík. Hún er þýdd úr enska tímaritinu Outreach, en höfundar er ekki getið. DJÚP, ÓLÝSANLEG HRYGGÐ Það var fjallað um málið í miðlungsstórum, viðarklæddum réttarsal. Fyrir framan voru dóm- arinn, tveir eða þrír ritarar, fá- einir lögmenn með skjöl sín og einkennisyfirhafnir og nokkrar raðir af auðum bekkjum, og á bak við fimm eða sex manns, sem biðu hver um sig eftir þess- um fáu, sársaukafullu augna- blikum, þegar einkalíf þeirra yrði afhjúpað fyrir hverjum þeim, sem vildi skoða og skyggnast um. Þetta gekk allt fljótt og fágað. Inn í básinn, eiðurinn svarinn, og ekki mátti gleyma að ávarpa dómarann með tilhlýðilegri virð- ingu; allmörgum spurningum svarað, kinkað kolli til samþykk- is tillögum, sem höfðu áður verið lagðar fram varðandi börnin, ög svo var þetta búið. Skilnaður fenginn. Næsti, gjörið svo vel. Slakaðu nú á. Það hafði ekki verið nein ástæða til þess að vera eins og á nálum út af þessu. Hugurinn segir mér, að nú sé ég búinn að hnýta síðasta hnút- inn á gamla böggulinn og nú skuli ég snúa mér við og horfa fram. [ hjarta mér er djúp, ólýs- anleg hryggð, — og þó léttir: Þessu er lokið. Þessi koma mín í réttinn var eitthvað svo óraunveruleg. Þetta var hörmulegur, smánarlegur, lamandi endir á sambúð, sem hafði byrjað með svo miklum vonum, æsilegum ævintýrum, dillandi hlátrum og fyrirheitum. í huganum var ég aftur kominn í kirkjuna, þar sem við höfðum verið með öllum vinum okkar og ættingjum. Þá voru engir auðir bekkir, heldur blóm og tónlist og gleðin, sem fylgir samfélagi og vígslu. HVERS VEGNA? Af einhverjum vana spurði ég sjálfan mig, eins og ég hafði gert margsinnis áður, hvað hefði farið úr reipunum. Hafði þetta ekki verið kristi- legt hjónaband? Höfðum við bæði ekki byrjað alvarlega sam- búð, af einlægni hjartans frammi fyrir Guði? Höfðum við ekki hvort um sig helgað okkur Guði? Hvernig mátti það verða, að slík bönd brystu? Hvaða mistök höfðu mér orðið á? Hvers vegna hafði Guð eigin- lega leyft, að þetta ætti sér stað? Var það eitthvað, sem ég hafði vanrækt að gera, til þess að loku yrði fyrir það skotið, að allt færi út um þúfur? Heimilið og fjölskyldan - 6

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.