Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.04.1978, Qupperneq 2

Bjarmi - 01.04.1978, Qupperneq 2
„Kenning hinna tólf postula” Fyrir nokkru birtist í norska blaöinu „For Fattig og rikf‘ grein meö ofanskráöri fyrir- sögn eftir Oskar Skarsaune. Fer fyrri hluti peirrar grein- ar hér á eftir. Athyglisverður handritafundur Árið 1873 fann gríski biskupinn Theofilus Bryennios gamalt hand- rit í bókasafni í Konstantínópel (Istanbul). Vakti það mikla at- hygli, því að það var ritað árið 1056 e. Kr., og í því var m. a. bók, sem talin hafði verið glötuð fyrir fullt og allt. í fornkirkjunni var talað um ritið sem „kenning post- ulanna“, og nú kom í ljós, að það var einmitt ritið, sem Bryennios hafði fundið. Fyrsta prentaða út- gáfa gríska textans kom út árið 1883, og strax árið eftir var bæði gríski textinn og norsk þýðing á honum gefin út af C. P. Caspari, prófessor í Noregi. Kirkjuleg handbók Jafnskjótt og ritið hafði verið gefið út, hófust vísindalegar rök- ræður um, hve gamalt það væri, Efnisyfirlit Vakningar og vöxtur í Eþíópíu .... 1 „Kenning hinna tólf postula“ .... 2 Hót og námskeið................... 2 Góðar viðtökur ................... 3 Blessunarskúrir .................. 3 Hættuleg sundferð................. 4 Börn og foreldrar................. 6 Hamingjan er hjá Jesú ............ 6 Sælir eru friðflytjendur ......... 8 Gjafir ........................... 8 Biður þess, að Amin sjái að sér .. 10 Kristniboðarnir til Eþíópíu...... 11 Frá starfinu .................... 11 Starfað með ýmsu móti ........... 12 Sorpritaútgefandi tekur sinna- skiptum ...................... 12 Kænska í notkun fjármuna ........ 13 Til umhugsunar .................. 13 Einnig þú verður gamall.......... 14 Um víða veröld ........ 9, 10, 12, 16 Ot koma 12 tölublöð á ári, 1—2 tbl. I senn. Ritstjóri Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla Amtmannsstíg 2B, pósthólf 651, 121 Reykjavík. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 1.000. Gjalddagi 1. apríl. Prentað í Prentsm. Leiftri hf. hvort það væri ósvikið og um inni- hald þess. Smám saman hafa menn orðið nokkurn veginn sammála um mikilvægustu spurningamar. Það er orðið ljóst, að ritið er mjög gamalt, sennilega frá því um árið 100 e. Kr. Ásamt hinu svo- kallaða 1. Klemensarbréfi (frá 96 e. Kr.) er „Kenning hinna tólf postula" elzta kristna ritið fyrir utan Nýja testamentið. Sennilega er ritið komið frá Palestínu eða Sýrlandi og er úr umhverfi, þar sem meiri hlutinn var Gyðingar, sem orðnir voru kristnir. Titillinn merkir ekki það, að bók- in sé rituð af postulunum, ekki heldur að hún sé yfirlit yfir kenn- ing postulanna. Fremur má segja, að við höfum fyrir framan okkur „handbók" í kristilegu siðgæði og safnaðarstjórn. í fyrstu sex kapí- tulunum eru frumkristin „fræði“ (eða ,,kver“), sem skýra frá því, hvemig skírður maður á að lifa. Þessi fræði byggjast á gyðinglegri uppfræðslu heiðingja, sem komust til trúar, og inn í þessi gyðinglegu ,,fræði“ hefur höfundurinn bætt orðum Jesú, sem aðallega eru tek- in úr f jallræðunni. Hvernig á að skíra? í 7. kapítula er leiðbeining um það, hvernig fara eigi að, þegar skírt er. „Hvað skírnina snertir skuluð þér skíra þannig: Þegar þér hafið haft allt þetta yfir (þ. e. 1.—6. kapítula), skuluð þér skíra til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda í rennandi vatni. En hafir þú ekki aðgang að rennandi vatni, getur þú skírt í annars kon- ar vatni, og getir þú ekki skírt í köldu vatni, þá ger það í volgu vatni. En ef þú getur ekkert af þessu, skalt þú ausa vatninu á höf- uðið þrisvar sinnum í nafni föður- ins, sonarins og hins heilaga anda. Og á undan skírninni skal sá, sem skírir, og sá, sem skírður er, fasta og þeir aðrir, sem tækifæri hafa til þess. Og þeim, sem skíra á, skaltu fyrirskipa að fasta einn eða tvo daga á undan (skírninni).“ Þetta er elzti vitnisburður um það skírnarform, sem við notum enn í kirkju okkar: yfiraustur þrisvar sinnum í nafni hins þrí- eina Guðs. 1 8. kapítula kemur Faðir vor í sömu mynd og við notum það, og sagt er, að þannig skuli beðið þrisvar á dag. Það endurspeglar eflaust gyðinglegar bænavenjur. Tveir næstu kapítular hafa að geyma bænir á undan „bikarnum“ og Brauðinu, sennilega ætlaðar sem kvöldmáltíðarbænir, þó að til séu fræðimenn, sem telja, að hér sé um venjulegar borðbænir að ræða. Mót, námskeið Ráðgert er, að almenna kristilega mótið verði í Vatnaskógi dagana 30. júní til 2. júlí, fra föstudags- kvöldi til sunnudagskvölds. Eins og áður, er gert ráð fyrir að þátttakendur gisti að mestu í tjöldum. Nokkur herbergi í „Lauf- skálum" verða til afnota, en fyrir þau er greitt sérstakt umframgjald. Einnig verður pláss í svefnsölunum í gamla skálanum. Væntanlegir þátttakendur í mót- inu láti skrá sig á Aðalskrifstofunni, Amtmannsstíg 2 B, sem fyrst og greiði þátttökugjald. Matar- og far- miðar verða afgreiddir til miðviku- dags 28. júní. Þá er einnig ráðgert, að biblíu- og kristniboðsnámskeið verði í Vatnaskógi fljótlega eftir að sumar- starfinu í Vatnaskógi lýkur, en síð- asti drengjaflokkurinn fer úr skóg- inum föstudaginn 25. ágúst. Nánar verður auglýst síðar, hvenær biblíu- námskeiðið hefst. Munum eftir að biðja fyrir mót- inu og námskeiðinu, svo og fyrir starfinu í öllum sumarbúðunum, að Guð veiti ríkulega blessun sína og sendi vitjunartíma frá augliti sínu. 2

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.