Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Síða 4

Bjarmi - 01.04.1978, Síða 4
KRISTUR 06 ÆSIAM Hættuleg sundferð Seytján ára gömul kínversk stúlka vildi eignast Biblíuna - hvað sem það kostaði Grannvaxin, seytján ára gömul stúlkan, klædd í þunnan kjól, renn- vot af sjó, kom inn í skrifstofu þeirra, sem prenta Biblíur í Hong Kong og senda þær inn í Kína. Hún fór að hágráta og lét fall- ast niður á stól. Þar sat hún grátandi án þess að hún ætti einu sinni vasaklút til þess að þurrka burt nokkur tár af gul- um, þrútnum kinnum sínum. Hún fékk þurrt handklæði og hélt áfram að snökkta, þangað til henni varð rórra. Þá stóð hún á fætur og spurði stamandi og með slitróttum orð- um, hvort hún mætti fá að halda á Biblíu í höndunum. Sá, sem spurningunni var beint til, var í óvissu um, hverju svara skyldi, og undrandi á, hvað renn- vot stúlka ætlaði að gera við Biblíu — en svaraði þó dræmt með jái. En hve lengi mætti hún halda á henni ? „Eins lengi og þig langar til,“ var svarið. Þetta var fyrsti þáttur í harm- leik um kínverska Biblíu árið 1977. Daginn eftir, er hún hafði hvílzt sæmilega og var komin í þurr föt, hélt hún áfram á Biblíunni, hinum dýrmæta fjársjóði sínum, og hélt fast utan um hana með báðum grönnu stúlkuhöndunum sínum. Og síðan kom næsti þáttur: Hún átti heima uppi í sveit, langt inni í upplandahéraði á meginlandinu. Þar átti hún foreldra og hóp syst- kina. Einn af nágrönnunum var all- öldruð, einhleyp kona, sem í mörg ár hafði ekki trúað á neinn af guð- unum í musterunum, sem komm- únistar höfðu útrýmt fyrir mörg- um árum. Þessi kona hafði lært að lesa og átti heila bók, sem hún sat oft álút yfir. En þegar menningarbylting- in kom árið 1966 og skólaæskan rannsakaði hvert heimilið eftir annað og brenndi allar bækur, sem náðist til, ekki sízt þær kristilegu, tók hún þessa dýrmætu bók sína, vafði hana vel inn í plast og gróf hana djúpt í jörðu. Þar lá hún fólgin í átta ár, þang- að til mesta óróann hafði lægt. Þá náði hún aftur í skófluna og hak- ann sinn í von um að finna dýr- mæta fjársjóðinn sinn aftur. Og hún fann hann, sér til mikill- ar gleði, og komst að raun um, að hann hafði varðveitzt vel í gulri og rakri moldinni. Þá gladdist hún, fletti hverju blaðinu eftir annað til þess að viðra þau og settist við að lesa í sinni kæru, gömlu bók Guðs, sem menningaræska Maós hafði ekki fundið og brennt. Þannig hafði þessi vota skóla- stúlka fundið nágrannakonuna fyrir rúmu ári. Það eitt, að þetta var bók — ný og ókunnug bók — nægði til þess að laða dökkbrúnu augun hennar að blöðum hennar. Bók — bók, sem hafði lifað af — hafði mikið aðdráttarafl. Og svo var lesið, og konan út- skýrði Jóh. 3,16, um mikinn og hátt upphafinn Guð, sem hafði skapað þennan heim, haldið hon- um við og hafði sent son sinn til þess að líða og deyja fyrir syndir okkar. Allt var nýtt, og allt gagntók hana og laðaði hið unga hjarta hennar. Þetta var eitthvað annað en leirguðirnir mörgu, gerðir af manna höndum, sem áður stóðu á steingólfinu í musterinu. Þriðji þáttur: Fréttin um uppgröfnu Biblíuna hennar frú Lu barst hljóðlega frá munni til eyra meðal kjarklítilla og ofsóttra kristinna manna, sem gátu aðeins með leynd talað um allt hið góða, sem þeir hefðu not- ið, er þeir áttu samkomustað sinn, Fu-Yin-Tang, í byggðinni, með samkomusal og gistiherbergi, þeg- ar kristniboðinn kom í heimsókn. Sá tími kæmi víst aldrei aftur, en orðið, sem hann og aðrir höfðu sáð, hafði ekki gleymzt. Og nú hafði Lu gamla grafið upp földu Biblíuna sína. Kristnir vinir í byggðarlaginu og nágrannabyggðunum, sem höfðu lifað kyrrlátu lífi og þráð hið gamla samfélag um Guðs orð, komu hver á fætur öðrum með leynd til þess að fá að sjá Biblí- una, sem varðveitzt hafði, þreifa á blöðum hennar og renna augum yfir þekkt orð og fyrirheit, sem þeir höfðu verið að því komnir að gleyma. Ó, sá sem gæti aftur eignazt slíka bók! Löngunin jókst, — og eitt kvöld- 4

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.