Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 4
BREF FRA EÞIOPIU Elsa Jacobsen skrifar Vísum þeim veginn Irgalem, 20. 3. 1982. Kæru kristniboðsvinir. Nú orðið er langt síðan þið hafið heyrt frá mér. Ég hef margt fyrir að þakka, fyrir heilsu og öll gæði. Einkum þakka ég Guði fyrir, að ég má lifa dag hvem í fyrirgefn- ingu syndanna sakir Jesú Krists. búið þeim, er elska hann (1. Kor. 2,9). Vísum fólkinu veginn til Jesú, einu vonar heimsins, meðan enn heitir í dag. Fyrir skömmu lagði ég leið mína til fylkisins Gamu Gofa, og heim- sótti þá Arba Minch, Gidole og Konsó. Það var ánægjulegt að hitta vini og kunningja. I Arba Minch var kirkjan troö- full út úr dyrum á guðsþjónustu á sunnudegi. Á þessum tímum er það einkum æskufólkið, sem at- hyglin beinist að. Eldra fólkið skiptir ekki máli, segja menn, það deyr bráðum. Æskan er kölluð til alls konar verkefna, og því hefur verið fleygt, að ungt fólk megi ekki sækja samkomur til að hlusta á orð Guðs. Margir særðir. Hér á sjúkrahúsinu gengur allt sinn vanagang. Annimar eru mikl- ar. Yfirleitt er hér fullskipað. Rúm standa oft frammi á gangi, af því að þau komast ekki fyrir inni á sjúkrastofunum. Alltaf öðm hverju kemur hing- að fólk, sem hefur slasast í stríös- átökum, þar á meðal konur og börn, sem hafa orðið fyrir barð- inu á ræningjum, en þeir láta til sín taka hér fyrir austan okkur. Stríð eru alltaf fráleit og enn þá frekar, þegar landar berjast inn- byrðis. Hér era miklir kveinstafir, neyð og tár, hér í þessu landi og um víða veröld. Þegar syndin kom inn í heim- inn, hafði það hroðalegar afleið- ingar. Djúpt andvarp fer um heim- inn. Heimurinn skilur það ekki sjálfur, af því að hann þekkir ekki rót hins illa, syndina. En þú og ég, sem höfum komið auga á synd okkar og þekkjum hann, er kom niður í neyð okkar til þess að bera synd heimsins, við þekkjum líka þetta andvarp, og við ein vitum, hvar lausnina er að finna. Byrði syndarinnar þyngist, og heimur- inn gengur til móts við endalok sín. En þrátt fyrir allt, sem ger- ist, megum við benda á hann, lamb Enn er mikiS okurlendi óplœgt i Eþiópiu. Guðs, sem hefur borið synd heims- ins. Gleðiboðskapurinn frá Guði berst hverjum og einum, sem vill hlusta og taka á móti: Komdu! Allt er reiðubúið! Biblían talar um nýjan himin og nýja jörð, þar sem réttlætið býr. Þar verður enginn dauði, harmur né vein, engin kvöl framar. Guð verður allt í öllu. Enn kemur æskan. Þrátt fyrir þrengingar og mót- læti gefast hér í landinu meiri tækifœri til aö boöa fagnaöarer- indiö en nokkru sinni fyrr. Á erfið- um tímum fer fólk að leita að og þrá eilífðarverðmæti, sem vara lengur en þetta líf. Það eitt hefur eilíft gildi, sem Guð hefur sjálf- ur búið mönnunum, lífið í Kristi. Þetta líf felur í sér það, sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, það serri Gnð hefur fvrir- En ég sat þama í kirkjunni og horfði yfir þennan mikla skara æskufólks. Þakklætið steig upp til hans, sem er að verki, hvað sem líður mannlegum tilskipunum. Fel Drottni vegu þína. Uppi í Gidole heimsótti ég biblíukonuna Aster og Haile mann hennar og fjölskyldu þeirra. Aster hefur eignast fimmtán böm, og era fjórtán þeirra 4 lífi. Þau misstu þriggja ára dreng fyrir nokkrum áram. Haile fellur ekki verk úr hendi. Hann átti myllu og hænsnabú í félagi við aðra. Fyrir nokkram ár- um var það allt tekið af þeim. Það átti að tilheyra þjóðinni. Hann stóð uppi með stóra fjölskyldu a framfæri sínu. Hvað var nú til ráða? Aster og Hcdle létu ekki hug- fallast, heldur horfðu upp til hans, sem hjálpin kemur frá. Öll bömin 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.