Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 18
BREF FRA KENYU Valdís og Kjartan skrifa Byggingaframkvæmdir „Rigning hefur svipuð áhrif á fólkið hér og sólin heima á íslandi, en hér eru langflestir bændur. Þeir glaðna allir við og fara að hugsa sér til hreyfings við að plægja akra sína og sá í þá, enda tala þeir um rigninguna sem blessun. í því sambandi dettur mér í hug, að ein nágrannakonan okk- ar sagði, að það væri mikið bless- unarmerki að fá sem mesta rign- ingu á brúðkaupsdaginn sinn í stað þess að fá sem mesta sól og heiðan mimin.“ Eldar. „Á kvöldin, þegar dimmt er orð- ið, sjást víða eldar í fjarska. í fyrstunni héldum við, að þetta stafaði af ófriði eða um skógar- elda væri að ræða, en okkur var sagt, að fólk væri bara að brenna maísstöngla frá síðustu uppskeru til að hreinsa akrana sína, eða undirbúa nýtt landsvæði til rækt- unar. Þótt undarlegt sé, slokkna eldarnir alltaf af sjálfu sér og fara sjaldan lengra en þeim er ætlað. Þó var nærri farið illa í Sekerr, kristniboðsstöð Norðmanna um 60 km héðan. Það var sunnudagur, og kristniboðarnir voru að leggja af stað til kirkju. Stöðin stendur mjög nálægt brúninni á háum fjallgarði, sem er skógivaxinn frá rótum og upp úr. Tóku kristniboðarnir þá eftir því, að geysimikill eldveggur, sem hafði hafist á sléttunni fyrir neð- an fjallið, færðist hratt upp eftir og stefndi að brúninni og kristni- boðsstöðinni. Öll húsin eru úr timbri. Nú voru góð ráð dýr. Kristniboðarnir kveiktu eld í kringum húsin á stöðinni. hann færðist síðan á móti eldhafinu, þannig að brennt svæði hafði myndast, þegar það kom. Slokkn- aði það rétt við aðalibúðarhúsið. Var það mikil Guðs mildi og varð- veisla, að ekki fór verr. Slíkir eld- ar geysa aðallega á nóttunni.“ Kjartan og Valdís gátu þess í síðasta bréfi, að íbúar „gamla“ Kachomogen hefðu boðið kristni- boðið velkomið að nýju og gefið lóð til starfsins. Farið var að vinna þar nú í ársbyrjun. Einnig er starfið í „nýja“ Kachomogen kom- ið vel af stað eftir nokkra deyfð fyrst eftir áramótin. Þess er beð- ið, að predikari fáist til starfa þar. Á báðum stöðum ríkir áhugi á þvi að reisa kirkjuhús. „Sá háttur er hafður á við að reisa kirkjubyggingar, að fólk- ið kemur með þau tré, sem til þarf, en kristniboðið leggur til bárujárn og sér um að reisa grind hússins og setja þakið á. Síðan sér fólkið um að setja „údongo", leirinn, á veggina." Rúmgóður bíll. Sebúlon heitir starfsmaðurinn í Chepkopegh. Hann heldur skírn- arnámskeið. Þarna eru margir ólæsir og fáfræði mikil og heiðin- dómur. Nýlega fréttist, að fólk þarna hefði vegið tvo menn og leitaði hins þriðja, vegna þess að þeir stunduðu svartagaldur og hefðu sjálfir skýrt frá því, að þeir hefðu sært þrjá menn til ólífis. Hreppstjórinn í Cliepkopegh hefur tekið trú og kemur reglu- lega á skímarnámskeið. Hann er virtur maður í héraðinu, og hann gerir sér Ijóst, að margar fram- farir koma í kjölfar kristniboðs- ins. Chepkopegh er smáþorp. Þar er haldinn markaður einu sinni í viku, sama dag og námskeiðið er. „Afar fáir bílar fara þangað, og margir vilja fá far með okkur og hjálp við að flytja maíssekki. Fólk hefur lítinn eða engan skilning á því, að takmörk séu fyrir því, hversu margir geta kom- ist í bilinn. Fyrir stuttu var ég að fara heim eftir námskeið og hafði fyllt bílinn vel. Komu þá fjórar konur til mín og spurðu, hvort þær gætu ekki fengið far, því að þær væru „ekki nema fjór- ar“. Að mati fólksins er alltaf pláss fyrir „bara einn“ í viðbót“! Daníel er annar þeirra, sem hafa starfað í Kongulai. Hann hefur nú sagt upp starfi og flust á brott með fjölskyldu sinni. Fyrir nokkru kom maður á fund Kjartans og kvaðst vera leiðtogi fólks, er kæmi saman vikulega á kristilegar samkomur. Þessi hóp- ur er ávöxtur af starfi kristniboða, sem voru að verki í Cheparería, áður en íslendingarnir komu þang- að, en höfðu lagt árar í bát. Fólkið óskaði eftir fræðslu og vildi ganga í lútherska söfnuðinn. Fór Kjartan til fundar við það. „Voru þá saman komnir um 70 manns, börn og fullorðnir, á sam- komu, sem haldin var af því til- efni. Líst okkur vel á þennan hóp og ætlum að reyna að hjálpa þeim. Þar sem staðurinn er á leiðinni til Kongulai, höfum við ákveðið að halda samkomur þarna einn laug- ardag í mánuði.“ Einnig er áform- að skírnarnámskeið. Þetta er fyrir- bænarefni. Fræðslumál. Höfuöstaður Pókothéraðs heitir Kapengúría. Þar eru allar helstu skrifstofur og embættismenn hér- aðsins. Þarna er 7,5 hektara lóð, sem kristniboðinu hefur verið gef- in, til að reistur verði þar biblíu- skóli. Kristniboði á að búa á lóð- inni. Nú er farið að girða. Er vænst mikils af þessum skóla. Þarna eiga leiðtogar, öldungar og predikarar að fá fræðslu. Kristni- boðsvinir ættu að biðja fyrir biblíu- skólanum í Kapengúría. Á stööinni í Cheparería mun vera lokið smíði skrifstofu- oQ 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.