Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 23
Unga fólkiQ í félögunum á Akranesi hefur sýnt framkvœmdum viO félagshúsiQ mikinn áhuga. Við höfum notið góðrar aðstoðar Sambands ísl. kristniboðsfélaga við að halda vikur sem þessa og einn- ig við almennt samkomuhald á sunnudögum. Voru starfsmenn kristniboðssambandsins meðal ræðumanna og þeirra sem sáu um efni á vikunni. — Nú er stutt að fara í sumar- bútSirnar í Ölver. Hefur þdS ekki komið að góðum notum í starfinu? — Jú, vissulega. Eldri deildin hefur um langt árabil notfært sér það og farið í tvær til þrjár helg- arferðir þangað á vetri. Nú er hin góða aðstaða í Ölver einnig notuð af öðrum deildum félaganna og þarf enginn að efast um að þar er gott starfstæki innan seilingar. — Nú höfum við mest rætt um starfið í barna- og unglingadeild- um. Hvernig er með starfið í aðaldeildum ? — Á komandi hausti eru 20 ár liðin frá því að aðaldeildir félag- anna voru stofnaðar. Verður þess eflaust minnst á viðeigandi hátt. Starf þeirra hefur gengið misjafn- lega. Aðaldeild KFUK hefur stað- ið fyrir fundum fyrir konur u.þ.b. mánaðarlega yfir vetrarmánuðina og eru þeir vel sóttir. Aðaldeild KFUM hefur hins vegar þjáðst af svefninum langa á milli aðalfunda. — Hvernig standa félögin fjár- bagslega? — Það er ekki hægt að segja að þau standi sterkum fótum í því til- liti. En við höfum fengið stuðn- ing frá bæjarfélaginu og auk þess haft verulegar tekjur af sölu ferm- ingarskeyta á hverju vori. í trausti til þess að áframhald verði þar á var ráðist í að láta gera ný eyðu- blöð fyrir skeyti nú í vor. Eru þau tvö og að sjálfsögðu til sölu fyrir aðra, ef þeir þurfa slíks við. Mynd- imar á þeim eru úr Akraneskirkju. KFUK stóð einnig fyrir basar til fjáröflunar í haust og tókst hann vel. — Hvað kemur þér helst í hug þegar þú horfir til baka yfir lið- inn slarfsvetur? — Guð hefur á margan hátt ver- ið okkur góður. Starfsakurinn er stór og kallar á fleiri verkamenn. Við höfum góða starfsaðstöðu í húsi félaganna, sem stendur mið- svæðis í bænum. Reyndar eru veru- legur áhugi fyrir því meðal meðal unga fólksins að halda byggingar- framkvæmdunum við það áfram í sumar. Starfsmenn hefur Guð kall- að til starfa í hinum ýmsu deild- um og hann hefur gefið ávexti. Þegar þannig er stiklað á stóru i starfi vetrarins kemur margt i hugann sem Guði ber að þakka og margt sem þarfnast fyrirbænar. Eitt hinna mörgu fyrirbænarefna langar mig að draga fram og biðja þá sem lesa þetta spjall að samein- ast með okkur um, en það er bæn um að Guð sendi okkur fleiri verkamenn, því að bæði er að hin- ir gömlu lýjast og enn eru akrar hans' hér á Akranesi hvítir til upp- skeru. FRA STARFINU £ D8> STAIIFSMAÐUR UAADSSAMBAIVDS KFUM og K Gunnar J. Gunnarsson hefur verið i hlutastarfi hjá Landssambandi KFUM og K undanfarna mánuöi. Á þeim tíma hefur hann m.a. terö- ast um og heimsótt aðildarfélögin. Fyrstu helgina í mars tók hann þátt i helgarmóti sem eldri deild KFUM og K á Akranesi hafði í Ölveri. Var það mót n.k. inngangur að æskulýðs- og kristniboðsviku á Akranesi. Um miðjan mánuðinn fór hann siðan til Akureyrar ásamt sönghópnum SALTKORN og tók þátt i fundum og samkomum þar um eina helgi. Siðustu helgina i mars voru Vestmannaeyjar heim- sóttar og talaði Gunnar á samkomu i KFUM-húsinu þar. Auk þessara ferðalaga tók hann þátt i starfs- mannanámskeiði félaganna i Reykjavik og hefur unnið að gerð fræðslu- og hjálparefnis fyrir starfs- menn i barna- og unglingastarfi. KRISTIUEG SKÚLAMÓT Kristileg skólasamtök gengst að venju fyrir skólamótum um bæna- dagana. Voru haldin mót i Vatna- skógi og Vindáshlið dagana 7.-10. apríl sl. Þátttakendur voru alls um 130 og þóttu mótin takast vel. Yfir- skritt þeirra var ,,Komið til min". Að venju voru samverustundir um Guös orð á mótunum, en þess á milli var brgðið á leik. Hápunktur mótanna var án efa vitnisburðar- stundirnar að kvöldi föstudagsins langa. Fjölmargir stóðu upp og vitnuðu um trú sina. Var ánægju- legt að heyra hve margir nýir sögðu frá reynslu sinni af Jesú sem frels- ara sinum. Megi Guð blessa þá og varðveita í samfélaginu við sig. I 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.