Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 16
„Mér fannst ég nú ekki eiga neitt erindi á kristilegan kvennafund, en fór fyrir bænastað stúlkunnar. Þama hlustaði ég á Bjama Eyj- ólfsson í fyrsta sinn. Hann talaði um endurkomuna, að Jesús kæmi aftur í skýjum himins, hann mundi setjast í dómarasæti og skipa sauðunum sér til hægri hand- ar og höfrunum til vinstri. Ég gerði mér ljóst, að ef þetta væri satt, að þessi mikli dagur rynni upp — og ég efaðist um það — þá væri ég ekki viðbúin. Þrátt fyrir barnatrúna, var ég allsendis óviss um, hvort ég yrði réttu megin við hásætið á efsta degi. Jú, ég var raunar viss, ég mundi glatast." Og nú hófst áköf leit. Kristín keypti sér Biblíu og fór að lesa. Hún sótti guðsþjónustur, samkom- ur og kristilega fundi og hlustaði með athygli. Hún þráði að eignast trúarvissu. KFUM og KFUK í Reykjavík héldu æskulýðsviku skömmu síðar, og fór hún á allar alltaf frá því, sem mér bar þó í raun og veru að ræða um við hana, ef mér hafði orðið eitthvað á við störfin. Þetta fór nú að ónáða mig. Með trúnni á Jesúm vaknaði hjá mér mikil löngun til að vitna um hann fyrir öðrum. Einu sinni, þeg- ar ég var heima á Ferjubakka, fékk ég séra Magnús Runólfsson og séra Friðrik Friðriksson til að koma heim í átthagana ásamt fleira fólki, og við héldum kristi- lega samkomu á Brennistöðum í Borgarhreppi. Hún var vel sótt. En ræða séra Friðriks óróaði mig ákaflega mikið. Hann lagði áherslu á að hafa hreint hjarta og góða samvisku, svo að menn gætu borið höfuðið hátt. Nú þoldi ég ekki við lengur, svo að ég tók ákvörðun um að skrifa húsmóður minni, og gerði ég það um nóttina. Sagði ég henni sögu mína og hvað ég hefði fundið í trúnni á Jesúm Krist. Bréfið fór ar. Hún skrifaði: „Fyrst þú bið- ur mig að fyrirgefa þér, hversu mjög þyrfti ég þá að biðja Guð fyrirgefningar? Ef þú ert óróleg út af einhverju frá því þú varst hjá mér, þá skaltu vita, að það er úr sögunni." Mér þótti ákaflega vænt um að fá bréfið. Og nú hafði ég létt á mér og gert skyldu mína, og ég öðlaðist djörfung og gleði á ný.“ Kristín og Ingunn. Kristín Guðmundsdóttir er kristniboðsvinur. „Kristniboðið og KFUM og KFUK er eiginlega eitt og hið sama, finnst mér,“ segir hún, og má það til sanns vegar færa: Kristniboðið er beinri og óbeinn þáttur í fræðslu, fyrirbæn og starfi félaganna. Nær allir starfsmenn Kristniboðssambands- ins heima og úti á akrinum hafa verið félagar í KFUM eða KFUK. „Ólafur Ólafsson var í mínum -hOn stína samkomurnar. Órói hjartans var mikill. „Frá æskulýðsvikunrii minnist ég sérstaklega orða Ólafs Ólafs- sonar kristniboði á einni samkom- unni. Hann sagði: „Þegar þú ert komin heim, skaltu krjúpa við rúm- ið þitt og biðja Jesúm að taka við þér eins og þú ert.“ Ég gerði þetta — og þá fann ég það, sem ég leit- aði að. Ég öðlaðist hvíld og ró í trúnni á Jesúm Krist, frelsara minn.“ Bréf um nótt. í vakningunni hafði Kristínu þótt erfitt að játa syndir sínar fyrir Guði. Það var auðvelt að biðja um fyrirgefningu „almennt“, en hún vissi, að hún átti að nefna syndirnar á nafn. Það gerði hún kvöldið góða, og þá kom friður- inn. En stundum þarf líka að gera eitt og annað upp við menn. Og það getur kostað meiri átök að auðmýkja sig fyrir mönnum en fyrir Guði. „Þegar ég var á fyrsta heimil- inu hér í Reykjavík, varð ég kæru- laus og sagði húsmóður minni ekki með mjólkurbílnum morguninn eftir. Mér leið illa, þegar bréfið var farið. Hvað mundi konan eigin- lega halda um mig? Mundi hún skilja mig? Það liðu ekki nema þrír dagar. Þá kom bréf frá húsmóður minni. Það var mjög vinsamlegt. Reynd- ar fannst henni ástæðulaust, að ég væri að biðja hana fyrirgefning- Stundarhlé úti á eldhúströppunum viB gamla skála i Vatnaskógi. Þá var all- ur matur eldaöur á kolavél, og mjólk- in kom i brúsum. Nú er eldhúsiC vist- arvera fyrir starfsmenn. augum merkilegur maður. Hann hreif mig alltaf, bæði í predikun og frásögn frá kristniboðsakrin- um. Og Bjarna Eyjólfssyni kynnt- ist ég vel. Hann lagði áherslu á, að við starfsstúlkurnar í Vatna- skógi gætum notið sem best kennslunnar á Biblíu- og kristni- boðsnámskeiðum þeim, sem haldin voru á vegum „Bjarma" árum saman á haustin í Vatnaskógi. Og ég hef oftast verið viðstödd, þeg- ar íslensku kristniboðarnir voru vígðir.“ Viðmælandi Kristínar kveðst hafa heyrt Ingunni Gísladóttur kristniboða segja frá því, að það hafi verið Kristín, sem fékk hana til að koma á fyrstu kristilegu samkomuna — og þar hafi hún vaknað, er hún hlustaði á predik- unina. „Ég kynntist Ingunni hér í Reykjavík. Ég held, að Guð hafi íagt mér hana sérstaklega á hjarta, — að hún kæmi þangað, sem Guðs orð var boðað. Það voru fleiri en ég, sem báðu fyrir Ingunni — og loksins fékkst hún til að koma með mér á samkomu. Það var í Betaníu- Ræðumaður var Sigurbjörn Ein- arsson, síðar- biskup. Og boðskap- 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.