Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.05.1982, Blaðsíða 5
að vel. Þrjú börnin eru enn undir skólaaldri. Það er eins og að koma í vin í eyðimörk að heimsækja þetta fólk. Engar áhyggjur. „Guð hefur hjálp- að okkur allt til þessa dags, og við treystum honum einum,“ segja Aster og Haile. Á heimilinu ríkir ólýsanlegur friður og eindrægni. Hver og einn lætur stjórnast af guðhræðslu og nægjusemi. María litla er tveggja ára gömul. Hún hoppaði og skoppaði um gólf- ið. Aster sat með Mörtu, tveggja ára gamla, í fanginu. Frá Aster stafar friði, þakklæti og öryggi. ..Okkur þykir vænst um,“ segir Aster, „að þau koma hvert á fæt- ur öðru og vilja tilheyra Jesú,“ og andlit hennar verður eitt sól- skinsbros. Aster er sem sé bilblíukona á spítalanum; auk þess sem hún sinnir störfum heimilisins, hefur hún tíma til að fara á milli sjúkra- stofanna og segja fólki frá hon- um, sem er henni lífið. — Ég verð glöð í bragði, þegar ég minnist þessara votta Krists og þakka fyrir þá. Jafnframt get ég ekki að því gert, að hugurinn leitar heim á leið, til Norðurlanda, þar sem orði Guðs hefur verið sáð í ríkum mæli öld eftir öld. Mörgum börnum er rutrt úr vegi, áður en þau sjá dags- ins ljós. Þó er þetta líf sem Guð hefur skapað. Hlutir þessa heims- ins eru látnir ganga fyrir, þó að þeir eyðist og geti ekki veitt sanna hamingju. Afleiðingin verður óánægja, kröfur, vanþakklæti, ör- yggisleysi, særð samviska, já, ohamingjusamt fólk. Sönn gæfa er fólgin í því að eiga frið Guðs, sem er ofar öllum skiln- ingi 0g getur varðveitt hjörtu okk- ar og hugsanir í Krisiti Jesú (Fil. 4,7). Jesús, sem hefur allt vald á himni og jörðu, hefur boðið okk- ur að vera ekki áhyggjufull, held- Ur leita fyrst Guðs og hans rétt- lætis, og þá muni allt þetta veit- ast okkur að auki (Matt. 6,33). Það er blessun Guðs, sem, auðgar! Sól og skuggar í Konsó. Það var yndislegt að hitta aftur marga vini í Konsó. Þó verð ég að Segja með hryggð, að ekki var allt eins og vera átti. Nokkur hópur kom í kirkju á sunnudeginum, en ég skyggndist arangurslaust eftir þeim, sem ég hafði búist við að hitta þama, en Krístnum mönnum í Eþíópíu fer fjölgandi, þrátt fyrir andstööu og erfiðleika. 1 Konsó voru á annaC þúsund manns skírCir til kristinnar trúar á árinu sem leiC, bœCi börn og fullorCnir. Myndin er af barni í Konsó. komu ekki. Margir þeirra sjást nú orðið sjaldan eöa aldrei í kirkju, eftir því sem mér var sagt á eftir. Þeir hafa verið tældir og hafa lát- ið guð þessa heims fá stjórntaum- ana. Áhyggjur og margt annað hefur náð tökum á þeim. í fyrstu höfðu þeir ekki tíma til að sækja styrk í orð Guðs. Síðan hvarf löngunin til að hlusta, smám sam- an, og þá stefnir í dauðann. Margir þeirra, sem játuðu trúna á Krist og héldu sig við samfélag- ið af trúfesti, eru famir að selja áfenga súpu á markaðsdögum sér til lífsviðurværis, að því er þeir segja. Neistinn er slokknaður. Það er óhugnanlegt, þegar börn Guðs fara að lifa að hætti þessa heims. Við, sem tilheyrum Drottni, er- um í heiminum, en ekki af heim- inum. Við erum aðgreind til að lifa hinu nýja lífi honum til dýrð- ar, sem kallaði okkur frá mykr- inu til síns undursamlega ljóss. Takmark h'fsins er ekki að lifa eins og heimurinn, heldur líkjast æ meir honum, sem kallaði okkur, svo að hann yrði vegsamaður í lífi okkar. Þegar við stefnum að takmarki lífs okkar, verðum við honum lík. Það getur því aðeins orðið, að við lifum i orðinu um Jesúm og í því, sem við eigum i honum, af einni saman náð. — Það er því ýmislegt sorglegt, sem gerist meðal safnaðarfólks í kringum stöðina. Barrisja Húnde sagði mér, að miíciö andlegt líf vceri í Gávada og Kolme og margir kæmu saman um orðið. Þökkum Guði fyrir það. Miklar annir hafa verið á sjúkra- skýlinu síðustu mánuðina. Misl- ingafaraldur fór um Konsóhérað, og dóu þúsundir manna, einkum böm. Sagt var, að maður einn hefði misst öll níu börnin sín og eiginkonuna. Öll dóu úr misling- um eða fylgikvillum. Mætti Guð tala einnig í þessu, sem hefur gerst. Ævin er stutt. Eftir dauð- ann er dómurinn, segir orð Guðs. Ver viðbúinn að mæta Guði þín- um. Eins og sakir standa, mega prestarnir og predikaramir ekki fara út í héraðið til þess að halda samkomur. Við skulum ekki bregðast í bænabaráttunni. Sann- arlega er tekist á um mannssál- irnar. Guð er megnugur þess að reisa upp aftur þá, sem fallið hafa. Biöjum um róttœka vakningu í Konsó. Svo óska ég ykkur friðar Guðs í starfinu í víngarði hans. Jesús kemur bráðum aftur. Ehn em þeir margir, sem hafa ekki látið frels- ast. Nú er dagurinn. Nú getum við starfað. Ó, að við verðum trúföst, hver á sínum stað, þangað til hann kemur. Ég þakka ykkur fyrirbæn ykkar. Kveðja í Jesú nafni, Elsa Jacobsen. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.