Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1982, Page 12

Bjarmi - 01.09.1982, Page 12
Trúin á Jesúm Krist felur ekki í sér, að maður losni undan öllum erfiðleikum. Jafnvel þótt Guðs bam líti á fagnaðarerindið sem sín æðstu gæði og Ritninguna sem dýrmæt- ustu eign sína, þá rennur aldrei upp sá tími í lífi þess, að spennan milli holds og anda hverfi. Liðlangt lífið er því skilyrði háð, að „holdið gim- ist gegn andanum og andinn gegn holdinu, því að þetta stendur hvort gegn öðru, svo að þér gjörið ekki það, sem þér viljið“ (Gal. 5, 17). Fastur í trúarlífinu Á tímabilum sálarangistar, erf- iðra prófrauna og freistinga, ytri þrenginga svo sem sjúkdóma eða efnahagserfiðleika, verður dagleg guðræknisstund í lífi kristinsmanns oft erfiðleikum bundin. Biblíulest- urinn og bænin verða auðveldlega alveg vélræn eða hann hættir fyrir fullt og allt að lesa og biðja. Ef til vill dregst hann langt aftur úr biblíulestraráætluninni, sem hann fylgir. Ef hann vill engu sleppa úr, verður sífellt erfiðara að komast yfir það, sem vanrækt hefur verið. Og þá er nærtækt að gefast upp. Á tímabilum sálarangistar, erfiðra próf- rauna og freistinga, ytri þrenginga svo sem sjúkdóma, verður dagleg guðraekn- isstund í lífi kristins manns oft erfið- leikum bundin. Eins er því farið með bænina. Hún virðist svo innantóm og vana- bundin. Það er beðið, af því að það á að biðja. Hvorki veitist gleði né lausn, þó að hjartanu sé úthellt fyr- ir Guði. — Eins og það er freisting að hætta biblíulestrinum, verður það einnig freisting að hætta að biðja. Við erfiðleikana að iðka daglega andakt bætist freistingin að hætta að sækja samkomur og guðsþjón- ustur. Ég verð að taka á mig rögg Hvað gerist síðan? — Á tímum efans og sálarangistarinnar, þegar biblíulestur og bæn veslast upp, skýtur þessari spurningu fljótlega upp í hugann: Ætli ég sé kristinn, þegar ástatt er um mig eins og raun ber vitni? Fyrstu og ótvíræðu viðbrögðin eru þessi: Ég verð að taka á mig rögg. Nú skal þetta verða öðru vísi. Þegar vandamál koma upp í trúar- lífinu, finnst öllum í fyrstu, að það sé nokkuð, sem þeir verða að beita öllum vilja sínum til að breyta. Það skal verða lesið í Biblíunni. Það skal verða beðið. Fyrst öðrum tekst að halda daglega guðræknisstund, hlýt ég að geta það líka. Samtímis því, að tekið er á öllum þeim vilja- styrk sem fyrir hendi er til þess að þetta takist, er Guð sárbeðinn um hjálp. Hvað gerist? Það gengur vel um tíma, en svo verður það örðugt á nýjan leik. Allt verður svo þung- bært, og guðsbarnið er aftur komið í sama farið og það var í skömmu áður. Þá er efinn og myrkrið og sálarangistin oft alveg yfirþyrm- andi fvrir slíkum manni. Er þá ekki eitthvað að í gnmdvallaratriðum í trú minni á Krist, fvrst ég á við þessi vandamál að stríða? — Ég er víst alls ekki frelsaður. Hvemig kemst ég út úr þessu ósældar ástandi? A8 verða kristinn hefuf ^ þar sem allt gengur a8 ° . haldið fram, að öll kristnir, og að lífið ver^' andlega sem almennt Ætli ég sé kristinn, þegar ástatt er um mig eins og raun ber vitni? Ef þú kannast við, að svona sé ástatt um þig, verð ég að segja þér í fyrsta lagi, að synd getur verið ástæða þess, að svo er komið fyrir þér. Ef þú lifir í einhverju efni á þann hátt, sem orð Guðs segir skýr- um stöfum, að sé synd, getur þú ekki vænst þess, að Guð blessi trú- arlíf þitt. Efinn og angistin eru þá heilbrigðismerki. 12

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.