Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 6
Þröstur Eiríksson: Jólasálmar Brorsons Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma, segir prédikarinn. Þetta eru vissulega orð að sönnu sem fela í sér mikla speki. Að syngja jólasálma hef- ur vissulega sinn tíma, — og sá tími er jólatíminn. En í kirkjuárinu eiga jólin sér sinn undirbúningstíma, aðvent- una. Litur aðventunnar er fjólublár, litur iðrunar. Boðskapur aðventunnar er þessi: Sjá konungur þinn kemur til þín. Hann kom sem lítið barn, eins og spáð hafði verið, hann kemur til þín núna þar sem þú ert og hann mun koma aftur í mætti og mikilli dýrð. Um þetta syngjum við í sálmum aðventunnar og við þurfum að gefa þessum boðskap gaum og tíma til að ná til okkar. Aðventan má ekki fela það í sér að við tökum jólin fyrirfram þó efnishyggjan og það neyslusamfé- lag sem við lifum í hefji sitt jólahald þegar um miðjan nóvember. Annað orð yfir þetta tímabil sem aðventan spannar er orðið jólafasta. Hinn alvarlegi tónn seinni hluta aðventunn- ar var á árum áður undirstrikaður með föstu. Aðventan var því á svo marg- víslegan hátt andstaða jólatímans sem einkenndist af gleði, birtu og fögnuði. Hinn alvarlegi og dimmi tónn aðvent- unnar á þannig að gera gleði og birtu jólanna skýrari fyrir okkur. Danski biskupinn og sálmaskáldið Hans Adolf Brorson (1694-1764) var ennþá aðeins ungur prestur þegar hann ákvað að hrinda í verk þeirri fyrirætlun sinni að semja sálma um höfuðatriði kristindómsins og nota m.a. kirkjuárið sem ramma. Sú guð- fræðistefna sem einkenndi allt líf og starf Brorsons var píetisminn. Petta kemur líka glöggt fram í sálmum hans. Peir nutu mikilla vinsælda með- al fólks, bæði í Danmörku og Noregi, og áttu sinn þátt í að gera áhrif píet- ismans eins mikil og raun varð á. Jólasálmar Brorsons skipa sérstak- an sess í sálmakveðskap hans. Skömmu fyrir jólin 1732 var gefið út hefti með mörgum þeirra og gat að Titilblaðið á heftinu með jólasálmum Bror sons frá 1732, KOðíC 00 fftrifíne* 0i«le /1 far ftin i\* (fniflc 5J?ccnifl6rb íii Op* muntnng ?;ll tcn íorcftaacn&e 2&(«Delíðe@uU*®e(l €tnfo(Dlfl ofl 1 jp>a(l fatnoun> ffrcune af H. A* B. t a íi t it * n; í'tf 5louf Xitffcup 00 firbtí foí fðuntrn SiitifÉ 17 }t. lesa eftirfarandi á titilblaðinu: „Nogle Julesalmer, til den forestaaende Glædelige Jule-Fest Eenfoldig og í Hast sammenskrevne“. Af þessum orðum hafa menn jafnan dregið þá ályktun að Brorson hafi tekið sig til skömmu fyrir þessi umræddu jól og flýtt sér að setja saman nokkur erindi um efni jólanna til að gleðja söfnuð sinn. Nú hefur nýlega fundist bréf með hendi Brorsons þar sem hann læt- ur í ljós óánægju með orðalagið á titil- blaðinu. Það var komið frá útgefand- anum og gaf ekki rétta mynd af tilurð sálmanna en að þeim hafði Brorson unnið í langan tíma. Pað kemur enda glöggt fram í þessum sálmum, að á bak við þá stendur höfundur sem margt hefur reynt og lifað: Og þótt minn gegnum gleðisöng sér gráthljóð stundum þrengi skal aldrei krossins þungbær þröng minn þagga fögnuð lengi. Pá hjartað mest er harmifyllt skal harpan brátt til gleði stillt að hjaðni hryggðin bitur. Er hrelling sækir hugskot á það hœgast finnur gleði þá er Jesúfæðingflytur. (Sb. 1886, nr. 65, í þessum sálmi um jólagleðina dreg- ur Brorson upp mynd af þeim and- stæðum sem drepið var á í upphafi þessa greinarkorns á milli ljóssins og myrkursins, Krists og hins fallna heims. Því miður hafa ekki mjög margir af sálmum Brorsons verið þýddir á 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.