Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 20
1 r. m ðelm 1 Wm mLÉik , (ífcijmr'. b<T r ^Sk. 1 Wm ! 19 H|| 'm /íj Fulltrúar frá Suður-Ameríku. Á veggnum stendur yfirskrift þingsins: „Jesús Kristur, Ijós heimsins." þessi mál vegna þess að það er erfitt að lifa sem kristinn maður við þessar aðstæður. En er stúdentahreyfingin ekki fyrst og fremst boðunarstarf? Helgi: Það var einn á þinginu sem heitir Milton og er starfsmaður í borg í norðurhluta landsins. Hann dró upp merkilega mynd fyrir okkur. Hann vann fulla vinnu, var í kvöldháskóla og var svo formaður stúdentastarfsins á staðnum. Það hafði engan starfs- mann en vildi gjarnan fá einhvern sem gæti stutt starfið hjá þeim. Þá ákvað hann að segja upp góðri stöðu sem hann var í, gerðist starfsmaður stúd- entafélagsins og hann gerði það þannig, að hann fékk fjölskyldu sína og einhverja fleiri til að borga launin. Aðalstarf hans var tvenns konar, annars vegar fundarstarf og hins vegar var hann með sex pör, sem fóru klukkutíma í viku út á háskólasvæðið, beinlínis til að tala við fólk og ná til þess með fagnaðarerindið. Mikill tími hans fór í það að hitta fólkið og undir- búa það. Svo voru fundir á laugar- dagskvöldum, sem voru tvískiptir, þeir sem voru nýir voru sér, og þeir sem voru komnir lengra sér. Og þarna var mikil fræðsla, og svo samvera allra. Guðni: Við tókum eftir því að fund- irnar hjá þeim eru ekki bara skemmti- fundir, þar sem er komið saman til að hafa það notaiegt, heldur til þess að fræðast í Guðs orði. — Að lokum hvað var hápunktur- inn og minnistæðast við þessa ferð ykkar? Helgi: Fyrir mig þá er það tvennt sem stendur upp úr. Annars vegar er það námskeiðið, vegna þess að þar var verið að fást við hluti sem mér fannst koma mér til góða og eins kynntist maður mörgum. Við vorum tíu- fimmtán á þessu námskeiði og ég var eini Evrópubúinn, en það var merki- legt hvað margt var líkt og hvað mað- ur gat lært mikið af öðrum. Og hins vegar að sjóndeildarhringurinn stækkaði, maður kynntist mismun- andi aðstæðum sem fólk býr við. Og það sem brennur á mér eftir þessa ferð er, að starf IFES er unnið eftir And- résaraðferðinni, og það virðist skila árangri. Við gætum lært mikið af því, við erum með fundarstarf, en þyrftum að leggja miklu meira upp úr því að tengjast fólkinu sem er í kringum okkur. Guðni: Það var þetta sama að kynn- ast fólki, sérstaklega í litlu bæna- og umræðuhópunum, þar var einn frá Kenýu, Japan, ísrael og Noregi o.s.frv. Þar gátum við talað saman um persónuleg vandamál og erfiðleika, þar sem við fundum fyrir svipuðum vandamálum, t.d. varðandi tíma fyrir fjölskyldu og vinnu. Svo var það viss hápunktur, þegar 13 nýjar þjóðir gengu inn í alþjóðahreyfinguna. Guðm. G. ■> „Hreyfíng til eflingar... blaðið og með gjöfum fólks. Starfið er mest allt unnið í sjálfboðavinnu og því náum við aldrei lengra en áhuginn nær. Það er veikleiki okkar, en í því felst líklega einnig styrkur hreyfingar- innar. — Telurðu að ísland eigi að vera með og þá með hvaða hætti? — Ég þekki aðstæður á íslandi ekki vel og því væri ekki rétt af mér að koma með ákveðnar tillögur um hvernig ætti að standa að starfi Laus- anne-hreyfingarinnar á íslandi. Hér gilda engar fyrirfram mótaðar reglur. E.t.v. gætuð þið á Islandi skipulagt starfið með nýjum hætti og orðið öðr- um hvatning og fyrirmynd? Nokkur atriði vil ég þó nefna sem gætu orðið aðalverkefni: Miðlun upplýsinga um Lausanne-sáttmálann og það sem ger- ist á alþjóðavettvangi, samvinna leið- toga, samfélag og hvatning milli ólíkra kirkjudeilda og safnaða sem þó vilja standa á grundvelli Biblíunnar og Lausanne-sáttmálans. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni á íslandi og ég vonast til náins sam- bands milli landanna okkar. Við vænt- um hópa frá sem flestum Norðurland- anna á Danvik-ráðstefnuna okkar í Drammen haustið 1988. — Þú nefndir ráðstefnu í Singapore árið 1989. Hvernig er hún skipulögð? — Það er reiknað með 5.000 þátt- takendum víðsvegar að úr heiminum. Sérstök áhersla verður lögð á að fá marga unga þátttakendur og konur. Yfirskrift ráðstefnunnar verður „Proclaim Jesus Christ — The Lord, — the Hopeforthe World,“ (Predikið Jesúm Krist — Drottin — von heimsins). Minni undirbúningsráð- stefna fyrir Evrópu er ráðgerð í sept- ember 1988 í Stuttgart í Vestur- Þýskalandi. Þeir eru margir sem horfa með eftirvæntingu til ráðstefnunnar í Singapore árið 1989, en þá eru 15 ár síðan ráðstefnan í Lausanne var hald- in og kom öllu þessu af stað. Bjarmi þakkar Bent Reidar Eriks- en fyrir samtalið og hvetur lesendur sína til að fylgjast með Lausanne- hreyfingunni og biðja fyrir starfi hennar. GJG 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.