Bjarmi - 01.12.1987, Qupperneq 8
Smásaqa eftir Petru Flagestad Larssen
Hvað nema Jesú
blessað blóð?"
liún var á leið heim íjólaleyfíð. Hún hafði eignast lifandi
trú á Jesúm lírist þá um haustið. En mundi hún þora að
segja frá þvíheima?
Hraðlestin stritaði upp í móti frá
láglendinu. Hún stefndi upp í fjall-
heima. Þeir höfðu rétt skipt um eim-
reið. Nýja vélin blés eins og hvalur í
brekkunum en dró taktfast og örugg-
lega langa vagnaröðina á eftir sér.
Já, jólin eru að koma. Allir vagnar
eru yfirfullir. Fólk stendur og hangir í
loftinu ígöngunum. Þegir. Þaðlíðurá
daginn.
Helga situr í klemmu í króknum við
dyrnar með kápuna fyrir andlitinu.
Hún er ein með hugsanir sínar.
Hvernig á hún að fá sagt það? Það er
breytnin sem á að sýna það, dettur
henni í hug, hegðunin á að leiða í ljós
að hún sé orðin ný manneskja. En
þegar hún megnar hvorki að sýna það
í breytni né í orðum?
Mamma og pabbi munu skilja hana
og fagna — en bræðurnir? Gunnar er
góður stóribróðir og það miklu eldri
en hún að hann hefur aldrei haft gam-
an af að stríða henni. Það er verra
með Leif. Við Leifur höfum alltaf ver-
ið að kankast á svo lengi sem ég man
eftir mér og hann hefur oftast haft
betur.
Hann er svo miklu sterkari en ég.
Ekki aðeins í höndunum. Ég óttast
mest orð hans þegar hann er að stríða,
því að þau eru þung og hvöss... þau
stingast inn í hjarta mér eins og ör,
sitja þar föst og særa... En enginn get-
ur verið eins góður og hann þegar
hann vill það við hafa.
Æ, það var orðið óþolandi heitt!
Hún losaði sig við kápuna og starði á
litla lampann sem gaf frá sér daufa
birtu... Það var Leifur sem hafði
kennt henni að dansa. Hann gat verið
góður. Og það var hann sem hjálpaði
henni út þegar foreldrar hennar vildu
ekki leyfa henni sem var ekki nema 16
ára að fara á skemmtun í æskulýðs-
húsinu. Nú skammaðist hún sín fyrir
þetta en þá var hún innilega þakklát.
Stundum var hann harður. Hún
mundi ekki betur en hún hefði alla tíð
verið hrædd um að hún gerði eitthvað
sem honum mislíkaði. Hún mundi öll
skiptin sem hún hafði grátið sig í svefn
þegar þau komu heim seint um nótt,
en það vissi Leifur ekki.
Það voru ekki heldur alltaf orð hans
sem fengu hana til að fella tár. Líklega
var það oftast vegna þess að hún var
sárþreytt — og af því að hún óttaðist
dauðann og að mamma og pabbi dæju
meðan hún væri að dansa ... hún sem
hafði lofað því hátíðlega að aldrei
skyldi hún yfirgefa Jesúm — hennar
vegna máttu foreldrar hennar aldrei
liggja vakandi á bæn á nóttunni.
Þessu hafði hún lofað Guði þegar
hún heyrði í hvílu sinni hversu þau
báðu fyrir bræðrunum — báðu þess að
þeir sneru frá viilu síns vegar og tækju
að spyrja um veginn sem lægi til
lífsins. Orðin höfðu grópast í sál
hennar. Þau rifjuðust upp í hvert sinn
sem hún kom seint heim því að hún
vissi: Nú eru mamma og pabbi að
biðja fyrir henni...
Stundum hafði hún spennt greipar
og grátbeðið Guð um að foreldar
hennar fengju að lifa þangað til hún
yrði kristin. Hún skyldi ekki dansa
framar, ekki daðra oftar við piltana...
Hún sat þarna og minntist þess einu
sinni þegar enn var komið laugardags-
kvöld. Þá var Leifur þar — og létti
undir með henni í fjósinu svo að hún
lyki sér fyrr af. Hvers vegna sótti hann
svo fast að hún færi með honum? Hún
fór með, alltaf. Og svo dansaði hún
aftur. Rausaði við hin á leiðinni.
Einu sinni hafði hún verið djörf og
sagt skrítlu um predikarann gamla sem
hafði gist heima hjá þeim. Þau laun-
uðu henni með hrossahlátri. Leifur
var sá eini sem hló ekki.
Þegar þau voru orðin ein sagði hann ,
reiður: — Þú gerir þig að fífli! Allir
vita að þú ert að þykjast... Hann hefði
getað slegið hana, það hefði ekki ver-
ið nærri því eins sársaukafullt. Þó
hafði hún sagt þetta hans vegna, til
þess að verða meiri í hans augum, til
að sýna að hún væri hugrökk ogfrjáls.
En allt var öðruvísi en það átti að
vera. Aldrei var hann ánægður með
hana. Ekki hún sjálf. Og ekki Guð.
Þetta síðasta hafði hvílt á henni eins
og dómur allt sumarið.
Þau sendu hana í kristilega
æskulýðsskólann í haust. Hún hafði
grátið af þrá fyrstu vikurnar, grátið og
fundið hversu víðsfjarri hún var öllu
þessu sem sumir nemendurnir höfðu
sungið um og vitnað um. Ó, hvað þeir
voru barnalegir. Samt óskaði hún þess
stundum að hún væri eins og þeir.
Ein þeirra sem kom inn í herbergið (.
til hennar eitt kvöldið þegar halda átti
samkomu: — Vertu með okkur á sam-
komunni, Helga! Þú mátt ekki loka
Jesúm lengur úti.
Ég reyndi að hlæj a en tókst ekki. Ég
dleði eg jó !
8