Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1987, Side 23

Bjarmi - 01.12.1987, Side 23
Pappínó var svo djúpt sokkinn í eigin hugsanir að hann gleymdi að loka á eftir sér hliðinu hjá Sótellí. Sótellí sá það, en dæsti bara lítilsháttar, gekk í hægðum sínum út og lokaði hliðinu sjálfur. Fleiri höfðu breyst upp á síð- kastið en Pappínó. Pappínó beygði kné sín í vinnustofunni. Lengi sagði hann ekki aukatekið orð. — Pappínó? — Já, Drottinn. Hvað var það? — Þú ert hugsi. — Já, Drottinn, ég var að spjalla við Lúðvík. Hann hefur mikið að kenna mér. — Já, Pappínó. Lúðvík hefur gengið í gegnum harð- an skóla, svaraði Kristur. — Æ, Drottinn, það er svo gott að hlusta á hann. Þrátt fyrir slysið sýnir hann í verki að trúin ber hann áfram. Vonin um að þú komir aftur veitir honum styrk. Ég hafði gleymt voninni, Drottinn. — Þú ert svo mannlegur, Pappínó minn. Þú stendur með báða fætur á jörðinni. Þess vegna áttu svona létt með að nálgast fólkið og það er gott. Þannig á það að vera. En ef þú gleymir voninni, þá gleymirðu að ég er ekki dáinn, Pappínó. Ég lifi og senn mun ég koma til baka og endurreisa réttlætið á jörðinni. Þessi von á að halda þér gangandi. En vonin má ekki verða til að þú hættir að þjóna mönnunum. — Það er nú ýmislegt annað en vonin sem er mér til trafala í þjónustunni, Drottinn, sagði Pappínó þurrlega. — Nú? hváði Kristur. — Það er einhver blanda af prófasti og prjálsemi. — En, Pappínó, heyrðu mig nú. Forstöðumannsstað- an á hvíldarheimilinu er nú líka þjónusta í mínu ríki. Heldurðu ekki að ég geti haft fingurinn með í ráðslagi prófasts? Kristur var ásakandi í málrómi. Pappínó hugs- aði með sjálfum sér, að það mætti vel vera, en það væri þá til að kenna honum eitthvað. En hann sagði það ekki. Honum hætti til að gleyma því að ekkert er hulið fyrir Drottni. — Drottinn, var ég búinn að segj a þér að það var ekki ég sem fann upp púðrið? — Já, Pappínó, það er einsogmigminni að við höfum minnst á það áður. — En nú fékk ég hugmynd, sem er ekki alveg svo frá- leit! — Hver er hún, Pappínó? Lát heyra! sagði Kristur ákafur. — Staðan þarna á hvíldarhælinu, manstu? — Já, hvað með hana? sagði Kristur óþolinmóður. — Hvernig litist þér á að fikta dálítið í forritinu á pró- fastinum og láta honum detta í hug að kalla Lúðvík til starfa þar? — Þetta er ágæt hugmynd, sagði Kristur, eins og hann hefði aldrei hugsað þetta fyrr. — En það er ekki alltaf, sem prófasturinn hlustar á mig. Það er reyndar veik- leikamerki á fleiri prestum! En ég skal athuga hvað ég get gert. —Þakka þér, Drottinn, þá var það ekki meir að sinni. Séra Pappínó stóð á fætur, dustaði rykið af knjánum og gekk út í garðinn. Hann leit yfir þorpið sitt og andvarpaði. Framabraut- in hvarf í þokumóðuna, bak við ásana þar sem hann hafði hitt Sótellí á dögunum. Pappínó var ekki svo heimspekilega þenkjandi að hann gæti greint nokkurt samhengi þar í milli. En þar sem hann leit yfir þorpið varð honum hugsað til þess að í Guðsríki leynist stærðin í því smáa. Meðan kvöldsólin sló roðaglóð á þök og glugga var sem hann sæi inn í himnaríki þar sem fátækir þorpsbúar og luralegir prestar verða bornir inn nagla- merktum höndum. En hann sá ekki Larúsó þar og ekki Perdes eða Sótellí. Pappínó hnykkti við hugsun sinni. En svo flýtti hann sér út um hliðið. Hann ætlaði að finna Larúsó og Perdes og eiga við þá nokkur orð. An þess að vita það gekk hann í ósýnileg spor yfir torgið. Það voru spor Krists. Spor hirðisins sem fór að leita að sauðnum sínum eina. En þetta skildi Pappínó ekki þótt hann gengi erinda hirðisins mikla. Hann var nefnilega líkari sauðnum en hirðinum. mælinn Við minnum þig á að kristni- boðið getur hagnýtt sér notuð frímerki frá öllum heimshorn- um, ekki síst íslensk, grænlensk og færeysk. Láttu þau ekki lenda í bréfakörfunni. Sendu þau Aðalskrifstofunni í Reykjavík, Jóni O. Guðmundssyni, Gler- árgötu 1, Akureyri eða einhverj- um starfsmannni Kristniboðssam- bandsins. 23

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.