Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1987, Side 16

Bjarmi - 01.12.1987, Side 16
1 HORFT ÚT í HEIM ffv in/i \ Kll Dflltl/ICIF »ni eynngi lii emnqar krisl tniboði og boðun fagnaðarerindisins á grundvelli Biblíunnar" — segir Bent Reidar Eriksen um Lausanne-hreyfinguna Sr. Bent Reidar Eriksen er prestur í Tpnsberg i Nor- egi- Norrænu heimatrúboðsfélögin héidu ráöstefnu sína í Borkop í Dan- mörku 27.-29. september sl. Eitt af því sem þar var rætt var Lausanne- hreyfingin og afstaðan til hennar. Landssamband KFUM og KFUK er aðili að „Nordisk Indremissions rád“ og átti fulltrúa á ráðstefnunni. Blaða- maður Bjarma var á staðnum og for- vitnaðist nánar um Lausanne-hreyf- inguna með því að taka Bent Reidar Eríksen tali, en hann hefur verið framarlega í starfi Lausanne-nefndar- innar í Noregi í mörg ár. Hann var fyrst spurður nánar um hvað Lau- sanne-hreyfingin er. — Lausanne-hreyfingin er fyrst og fremst alþjóðleg hreyfing sem er ætlað að vera til hvatningar og eflingar kristniboði og boðun Guðs orðs á grundvelli Biblíunnar. Upphafið er fjölmenn alheimsráðstefna í Lau- sanne í Sviss sumarið 1974, en þar komu sman um 4000 kristniboðs- og kirkjuleiðtogar frá 150 löndum. Síðan hefur orðið til alheimskeðja leiðtoga í kirkju- og kristniboðsstarfi sem hefur þann tilgang að miðla upplýsingum, stuðla að fyrirbæn, hvetja til þess að ávinna nýja menn til kristinnar trúar og vekja kirkjur til meðvitundar um nauðsyn og mikilvægi kristniboðs. Hreyfingin byggir á Lausanne-sátt- málanum, sem flestir þátttakendur í Lausanne árið 1974 skrifuðu undir, en hann var saminn af enska kirkjuleið- toganum John Stott. í Singapore er lítil alþjóðaskrifstofa hreyfingarinnar með fáeinum starfsmönnum. Þar er áformað að halda nýja heimsráð- stefnu árið 1989. Lausanne-hreyfingin vill ekki sjálf stunda trúboð, heldur miðla upplýs- ingum og vera til hvatningar kirkjum og kristniboðsfélögum. Starfinu er stjórnað af 75 manna nefndfráólíkum löndum og kirkjudeildum. Hákon E. Andersen, biskup í Noregi á sæti í nefndinni. Formaður er Leighton Ford og Thomas Wang framkvæmda- stjóri. — Er þörf fyrir slíka hreyfingu? — Lausanne-hreyfingin varð til á tíma þegar margir drógu réttmæti kristniboðs í efa. Þessi neikvæðu áhrif fengu ekki síst rúm á vettvangi Al- kirkjuráðsins. Kristniboðar áttu að snúa heim og kristniboð einungis gert að samstarfi milli kirkjude-ilda eða pólitísku og félagslegu umbótastarfi. Þá var einnig þörf fyrir að styrkja ein- ingu og samband milli evangelískra kirkna og kristniboðshreyfinga sem vilja efla og styrkja kristniboð á grundvelli Biblíunnar um leið og þær vilja taka alvarlega viðfangsefni sam- tímans, bæði á sviði félagssiðfræði og varðandi samband „ungu kirknanna“ og hinna vestrænu og menningar- árekstra almennt. Lausanne-hreyf- ingin vildi ekki vera hreyfing sem sett væri andspænis Alkirkjuráðinu, held- ur jákvæð hreyfing allra þeirra sem vilja starfa á grundvelli Lausanne- sáttmálans. Þörfin fyrir upplýsingamiðlun og samband milli kirkjudeilda, sem þráðu vakningu, endurnýjun og að ná til nýrra þjóðflokka, var mikil. í tengslum við Lausanne-hreyfinguna hafa því verið haldnar mikilvægar ráð- stefnur og fundir þar sem tekið hefur

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.