Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 27
fjölskyldu hans? Hvílík blessun að Jesús sagði að þann sem til hans kæmi mundi hann ekki burtu reka. Tegenje litli er nú dáinn. Honum var ekki langra lífdaga auðið. Hann lá þarna hjálparlaus og grátandi fyrir utan sjúkrahúsið. En hann fannst og var lagður í faðm Jesú í skírninni. Líf hans hefur ekki orðið árangurslaust. Það er stórkostlegt að sjá hvernig Guð tengir allt saman svo að úr verður ein heild. Við framgöngum í verkum sem hann hefur áður fyrirbúið. Tegenje litli varð óbein orsök þess að Sewaneh kom aftur til Jesú. Það var í sambandi við skírn Tegenjes að Jesús fékk talað til hans. Heiðurinn og þakkargjörðin tilheyrir Drottni og honum einum. hann. En nú var hjarta hans kalt og hart. Hann fann enga þrá í brjósti að hlusta á orð Guðs. Það er alvarlegt þegar svo er komið. Kæri vinur, þú sem lest þetta. Ef til vill varst þú einu sinni glaður, kristinn maður eins og Ketane en svo fórstu smám saman að fjarlægjast Jesúm. Hugurinn fór að snúast um þennan heim svo að þú hafðir ekki tíma til að nærast á lifandi orði Guðs sem á að styrkja okkur og varðveita hjá Jesú. Komdu aftur til Jesú áður en allt er um seinan! Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði heldur sérhverju því orði sem fram gengur af Guðs munni, sagði Jesús. Ketane dó eina nóttina. Enn fáum við að kunngjöra, öllum sem vilja hlusta, þennan óumræðilega boðskap frá Guði til mannkynsins að hann sætti okkur við sig í Kristi og gaf okkur þjónustu sáttargjörðarinnar. En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. Ég þakka ykkur fyrirbæn ykkar. Guð blessi ykkur ríkulega í þjónust- unni. Kærar kveðjur. Elsa Jacobsen Starflð á sjúkrahúsum er mikilvægt. Þar fær fólk bæði andlega og líkam- lega iijalp. Illgresið kæfir Ketane var annar sjúklingur. í æsku játaði hann trúna á Jesúm og var glað- ur í trúnni. Hann gekk í hjónaband og átti gott heimili. En svo fór veraldarhyggjan að ná tökum a honum. Hann hafði ekki tíma til að koma í hóp trúaðra manna til að styrkjast í trúnni á Jesúm. Það varð æ sjaldnar sem hann lét sjá sig í kirkjunni. Að lokum hætti hann alveg að koma. Nokkru seinna tók hann sér aðra konu. Hamingjusamt heimili var lagt í rúst. Hann hafði verið lasinn um tíma en fór þó ekki til sjúkrahússins að leita hjálpar. Einn daginn varð hann mjög veikur og þurfti að bera hann hingað. Hann var strax skorinn upp en hann hafði komið of seint. Ekkert var unnt að gera. Ketane lá hér nokkra mánuði. Predikarinn sem kunni mál hans tal- aði oft við hann og las orð Guðs fyrir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.