Bjarmi - 01.12.1987, Page 19
— Hvernig var að koma til Kólumb-
íu?
Helgi: Það var meiriháttar að kynn-
ast landi sem er allt öðruvísi en maður
á að venjast. Jafnvel, þó að maður
hafi komið til Suður-Evrópu, þar sem
málið og yfirbragðið er líkt, þá er það
ekki það sama. Þarna var allt önnur
menning, en við kynntumst henni
ekki svo mikið, við vorum mest í fjöl-
þjóðamenningu með félögum okkar á
heimsþinginu. Það var eitt sem hreif
mig, þeir tóku mjög vel á móti okkur
og maður sá þá aldrei þreytta á öllu
amstrinu.
Mér fannst gleði og umhyggja ein-
kenna þennan kristna hóp sem tók á
móti okkur.
Guðni: Fyrstu dagana gistum við í
klaustri, þá hittum við fólk sem var í
stúdentastarfinu en hafði ekki tekið
svo mikinn þátt í undirbúningnum
sem slíkum. Þau sögðu okkur ýmis-
legt af kjörum sínum og fólki almennt
í landinu.
Helgi: Það var dálítið merkilegt að
kvöldið, sem Kólumbíumenn sáu um
dagskrá og myndasýningu, sögðu þeir
hluti sem voru ekki beint fegrun á
þeirra land. Þeir reyndu að gefa sanna
mynd af því sem var að gerast, sumt
var jákvætt og annað neikvætt. Þeir
þögðu ekki um misréttið, skort á
menntun né ótta við skæruliða.
— Þetta ástand í landinu hlýtur að
hafa mikil áhrif á kristilega starfið,
tókuð þið eftir einhverjum merkjum
þess?
Helgi: Það virtust ekki vera augljós
áhrif. En það eru ekki nema 30 ár síð-
an evangelisk lútherskir menn bjuggu
við ofsóknir í landinu. Þau töluðu um
að í kringum 1950 hefðu verið skipu-
leg morð á kristnum mönnum. Það
eru um 20 ár síðan stúdentastarfið
byrjaði. En þau töluðu ekki um neina
mótspyrnu gegn því.
— Hefur verið mikill vöxtur í skóla-
starfinu í Kólumbíu og Suður-Amer-
íku?
Helgi: Mjög fljótlega eftir að send-
ur var maður til starfa í Kólumbíu
varð vöxtur í starfinu. Nú eru þeir í
Kólumbíu farnir að senda trúboða til,
t.d. Úrúgúai. Þannig er starfið skipu-
lagt, þeir senda einhvern sem byrjar á
því að safna saman litlum hópi, það
byggist á Andrésaraðferðinni, að ná
persónulegu sambandi við einstakl-
inga og leiða þá til Krists.
Guðni: Þeir voru mjög meðvitaðir
um kristniboðsköllun sína.
— Þið nefnduð áðan starf í Niquar-
agua, E1 Salvador og Kúbu. Maður
heyrir um þessa staði í fréttum, en veit
lítið um kristilegt starf á þessum
stöðum.
Guðni: Það var hrífandi að heyra þá
segja frá sínum aðstæðum í þessum
löndum. Kúba gekk á þessu þingi í
alþjóðasamtökin og það er fyrsta
marxiska ríkið sem gengur inn í hreyf-
inguna. En það var eldri maður frá
þeim, og það virtist vera gegnum
gangandi að erfitt væri að fá að senda
yngra fólkið frá slíkum löndum.
— Nú hefur maður heyrt að mikill
munur sé á fátækum og ríkum í Suður-
Ameríku. Hefur það áhrif á kristilegt
stúdentastarf?
Guðni: Maður sá muninn, þegar
húsin blöstu við manni. En á vissan
hátt var reynt að hlífa okkur við að sjá
fátæktina og menn voru ekki hrifnir af
því að við værum að þvælast í fátækra-
hverfunum. Á vissum stöðum var tal-
að um að það væri hættulegt. Og var
sagt að þar yrði maður örugglega
rændur.
Helgi: Það er hægt að gefa sér það
út frá tölum sem við fengum að aðeins
10% af hverjum árgangi fari í fram-
haldsskóla, að enn færri fara í
háskólanám, og það er þá efnameiri
hlutinn. Það hjálpar ekki til að sjá
ástandið eins og það er, vegna þess að
skólahreyfingin vinnur meðal skóla-
fólks.
— Gerir stúdentahreyfingin eitt-
hvað í þessum málum með þjónustu-
verkefnum eða öðru?
Guðni: Það var mjög áberandi rík
meðvitund um misréttið sem ríkir. En
vandi þeirra er líka ljós, þ.e. hvernig
er hægt að bregðast við þessu. Eftir
því sem þeir sögðu, er allt þjóðfélags-
kerfið byggt mikið á mútum. Svo að
spurningin brennur á þeim, að hvaða
leyti þeir eiga að berjast gegn þessu
kerfi og að hve miklu leytir þeir geta
unnið innan þess. Þetta getur orðið
mjög átakanlegt hjá háskólastúdent-
um. Það eru örfáar fjölskyldur sem
ráða í landinu. Og þeir sögðu okkur að
miklar ólgur væru í stúdentaheimin-
um og á tímabili hefðu 7 háskólakenn-
arar verið myrtir, vegna þess að þeir
héldu fram einhverjum kenningum,
sem stríddu gegn stefnu yfirvalda.
Stúdentar voru að mótmæla þessu á
meðan við vorum þarna og þá létu
nokkrir þeirra lífið.
Kristnir stúdentar eiga í erfiðleik-
um með að finna samstöðu með þess-
um átakahópum, vegna þess að and-
stæðurnar eru svo miklar.
Helgi: Eg sá einhverja kynningu á
veggspjaldi um félagsleg verkefni sem
þeir væru að vinna að. Til dæmis var
læknir sem við heyrðum um sem hafði
farið að vinna í verstu hverfum Boko-
ta, höfuðborgar Kólumbíu, og vann
þá hjá stjórninni. Þrátt fyrir það að
hann væri læknir, þá hafði hann léleg
laun. Svo að það er allt sem hjálpast
að við að viðhalda misréttinu. Um leið
og hann tók ákvörðun um að starfa á
meðal þessa fólks sem ekkert á, þá var
hann að setja sig í svipuð kjör og það
hafði.
— Þeir ræða sem sagt mikið um
Heimsþingið er aðalfundur IFES.
A þinginu í Kóiumbiu voru 250 fulltrúar frá 80 löndum.
19