Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 21
piutt »éra á Kjaftir' toinui Trúfræðsla í léttum eftir Johan Wilhelm E dúr, tvik 7 Um þjónustu ogvon Kýrnar jórtruðu letilega í heitri síðdegissólinni. Blómin ilmuðu. Mild gola gáraði lygnuna þar sem áin var breiðust. Þetta hefði getað verið góðviðrismálverk eftir Freymóð ef ekki hefði verið vegna tveggja svörg- ulslegra karla, sem paufuðust gegnum kjarrið hvor úr sinni áttinni. Þeir höfðu mælt sér mót við fiskilega bugðu á ánni fjarri mannabyggð. Mikil leynd hvíldi yfir þessum leiðtogafundi, eins og jafnan þegar þessir for- sprakkar stríðandi fylkinga áttu með sér fundi. Þetta voru eins og leynilegir friðarfundir undir hvítum fána. Þessar samverustundir þeirra við ána voru meðal þeirra sælustu stunda þótt hvorugur vildi við það kannast. Pappínó kastaði línunni út í og hallaði sér makinda- lega upp að trjástofni. Larúsó beitti. Þeir töluðu saman án þess að grípa til hinna gamalkunnu fúkyrða. Síðdeg- issólin skein, flugurnar suðuðu og silungurinn kvikaði í ánni. — Nú er ég búinn að þjóna hér í tíu ár, eins og þú veist, mælti Pappínó. — Það verður kallað tíu ára stríðið í endurminning- um mínum! kímdi Larúsó góðlátlega. — Ég verð aldrei biskup, Larúsó, svo mikið er víst. — Nei, ég ætla að vona að kirkjuyfirvöld séu ekki svo vitlaus, svaraði Larúsó rólega. — Þú þarft nú ekki að minna á hvað þér finnst ég heimskur, sagði Pappínó dálítið stúrinn. — Hlustaðu betur, vinur. Það sem ég á við er að við munum grípa til gagnaðgerða ef þeir ætla að taka þig frá okkur. Við myndum sleppa á þá hænsnabúi Nóvítellos — tvöhundruð hvítum ítölum! — síðan sjö mannýgum tuddum frá Sótellí og loks myndum við hervæða „Sil- unga- og flugnaveiðifélagið“ með sleggjum og heykvísl- um. Við myndum sýna kirkjustjórninni fram á að slíkt væri heimska. Larúsó kastaði, svona eins og til að leggja áherslu á orð sín. — Ég fékk bréf frá dómprófasti. Þeim biskupi þykir, að ég sé búinn að vera nógu lengi hér á þessum útnára. Það er á þeim að skilja að ég sé enn í náðinni þrátt fyrir feilsporin. Þeir bjóða mér stöðu forstöðumanns á hvíld- arheimili fyrir uppgjafar presta. Kannski enginn topp- staða, en... Hann hætti í miðju kafi þegar Larúsó rak upp trölla- hlátur svo undirtók í klettunum í kring. — Þú, að stjórna hvíldarheimili, ho, ho, ho! Ég legg til að upptökuskilyrðin verði mjög ströng! Ha! — Þetta er alvara, Larúsó. Prófastur segir hreint út að ég eigi ekki von á frekari tilboðum um stöðuhækkanir ef ég afþakka þessa. Larúsó spurði sjálfan sig hvort hann ætti að hóta klerki barsmíðum, en ákvað svo að láta skynsemina ráða. Slíkt gerðist afar sjaldan, eins og þolgóðum les- anda mun nú ljóst vera. Svo óvenjulegt var það, að séra Pappínó mátti til að snúa sér við og líta á vininn, þegar Larúsó mætli af yfirvegun og skynsemi: — Ég skil það, Pappínó. Þú verður að huga að fram- tíðinni. En mikið mun ég sakna þín. Svo sagði hann ekki meira, en Pappínó þóttist vita, að síðar myndi hann aldrei kannast við að hafa látið sér þvílíkt og annað eins orðbragð um munn fara. Þeir kvöddust með nokkrum trega er halla tók af degi og gengu hvor til síns heima. Þeir spurðu fréttirnar nær samtímis. Hörmulegur atburður hafði gerst í næsta þorpi. Kviknað hafði í húsi apótekarans og það var brunnið til kaldra kola. Þar bjuggu auk apótekarans dóttir hans nýgift og maki hennar ásamt ungu barni, sem með undursamlegum hætti hafði fæðst fullburða enda þótt það væri í heiminn borið heilum sjö mánuðum fyrir tímann! Foreldrar barnsins voru í bæjarferð, apótekarinn í búðinni og kona hans úti að hengja, bleyjur á snúru. Þegar þau sáu eldtungur og reykbólstra leggja út um gluggana héldu menn að of seint væri að fara inn í húsið til að bjarga barninu. En þá gerðist það ótrúlega. Prest- urinn Lúðvík, sent bjó í næsta húsi, brunaði inn í húsið án þess að hugsa sig tvisvar unt. Hann braust með votan 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.