Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.12.1987, Blaðsíða 18
HORFTÚTÍHEIM Rætt við Quðna Gunnarsson og Helga Qíslason: Á heimsþingi Alþióða kristilegu skólahrevfingarinnar í haust fóru starfsmenn Kristilegu skólahreyfingarinnar, Helgi Gíslason starfsmaður KSH og Guðni Gunnars- son stúdentaprestur, á heimsþing í Kólumbíu í Suður-Ameríku og kynntust þar alþjóðastarfi skólahreyf- ingarinnar. Alþjóðahreyfingin gengur undir skammstöfuninni IFES (Intern- ational Fellowship of Evangelical Students) og starfar sem vakningar- hreyfing og sendir kristniboða inn í skóla víða um heim, til að kalla skóla- fólk og stúdenta til trúar. — Hver eru tengsl skólahreyfingar- innar hér á landi við IFES? Guðni: Kristileg skólahreyfing á íslandi er aðili að þessari alþjóð- ahreyfingu síðan 1975. Heiminum er skipt upp í svæði, t.d. Evrópa eða Suður-Asía, og hvert svæði hefursinn starfsmann, sem reynir að tengja sam- an starfið í löndunum á sínu svæði. En félögin eru algjörlega sjálfstæð, svo að IFES getur ekki tekið neinar bind- andi ákvarðanir fyrir heildina, en aðstoðar með því að senda ýmis hjálp- argögn. Heimsþingið, sem við fórum á, er haldið fjórða hvert ár og að þessu sinni var það haldið í Suður-Ameríku. Það er fyrsta skipti sem það er haldið utan Evrópu og Norður-Ameríku. Ein af ástæðunum var sú að það eru 40 ár síðan hreyfingin var stofnuð, árið 1947. Þávoruþað9félögsemstóðu að því, flest frá Evrópu og Norður- Ameríku, en Kína var með líka. — Hvaða hlutverki gegnir þetta alþjóðaþing í þessari samvinnu félag- anna? Guðni: Heimsþingið er aðalfundur IFES. Á þinginu voru 250 fulltrúar frá 80 löndum. Það gefur nokkra hug- mynd um hversu stór hreyfingin er. Helgi: Á þessu þingi eru aðalfund- arstörf, valið er í framkvæmdastjórn og Iagðar línur fyrir starfið á næstu árum. Guðni: Það var ákveðið að ná til svæða þar sem starf er ekki fyrir. En einnig var talað um að vera ekki að til- kynna ákveðna staði, vegna þess að það hefur stundum lokað leiðum. Það var gaman að heyra um félag í ísrael, en á þinginu á undan hafði verið ákveðið að byrja starf þar. Þannig eru sett markmið og reynt að vinna að þeim. — Hvernig fer heimsþing í kristi- legri skólahreyfingu fram? Guðni: Tímanum er skipt í tvennt, fyrst var námskeið, þar sem menn gátu valið milli ýmissa efna. Helgi fór á námskeið fyrir framhaldsskóla. Ég tók nú ekki námskeiðið fyrir fram- kvæmdastjóra, vegna þess að það virt- ist fjalla mest um skipulagningu og hvernig ætti að stjórna öllum þessum undirmönnum. Mér fannst ekki ástæða til að sitja undir því og fór á námskeið um Biblíulestraraðferðir. En sjálft þingið hafði yfirskriftina „Jesús Kristur, ljós heimsins“, á spænsku er það “Jesu Cristo la luz del mundo“. Helgi: Það kom sér vel að Guðni kann dálítið í spænsku, annars hefð- um við oft verið illa staddir. Guðni: Þingið sjálft var vel undir- búið og gögnin voru send með góðum fyrirvara. Það stóð yfir í 10 daga. Mik- ið var unnið í hópum. Á kvöldin voru svo kynningar frá hinum ýmsu heims- álfum, hver heimsálfa fékk sitt kvöld, eitt kvöld var afmæliskvöld og eitt hafði heimalandið.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.