Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1995, Page 4

Bjarmi - 01.03.1995, Page 4
AÐALGREIN Gunnar J. Gunnarsson * Yfirskrift þessarar greinar kann að hljóma eins og lýsing á viðbrögðum fólks við útsölutilboðum byggingavöruverslana undanfarið eða foreldris með grátandi barn í fanginu sem segist hafa fengið í sig flísar úti á róluvelli. Hér er þó hvorki ætlunin að fjalla um flísar á útsölu eða flísar í holdi barna heldur ræða um annars konar flísar og jafnvel heilu bjálkana. Orð Jesú í Matteusarguðspjalli 7:1-5 koma upp í hugann og um leið sú óþægilega staðreynd að eitt af því sem einkennir oft samskipti okkar við annað fólk er hve fljót við erum að fella dóma yfir öðrum. Strax og við sjáum eitthvað athugavert í fari og framgöngu annarra erum við tilbúin til að hafa um það stór orð, jafnvel við flesta aðra en þann sem í hlut á. Eftir stendur sært fólk og spillt samband milli þess. Þá gleymist einnig að líta í eign barm og spyrja sig þeirrar spurningar hvort við séum þess umkomin að fella dóma yfir öðrum. Á móti má einnig spyrja hvort aldrei megi finna að hegðun og framkomu annarra. Fjölmiðlar hafa verið iðnir við það á seinni árum að draga misgerðir fólks fram í dagsljósið. Umræður um málið magnast síðan smám saman og oft hefur það reynst erfitt fyrir þá sem í hlut eiga að verja sig. Spyrja má þeirrar spurningar hvort þarna sé einungis verið draga fram staðreyndir máls eða hvort fjölmiðlar séu í raun að dæma fólk og hvort þeir hafi í raun eitthvert vald til að gera það. Gunnar J. Gunnarsson, lektor við KHÍ og ritstjóri Bjarma. Ef til vill finnst einhverjum þetta umræðuefni gat- slitið og tilgangslaust. Það verði einfaldlega litlu breytt. Fólk muni halda áfram að dæma hvert annað og fjölmiðlar að draga misgerðir fólks fram í dagsljósið í nafni aðhalds og sanngirni. Ef við tökum þá afstöðu erum við að flýja vand- ann og þorum ekki að horfast í augu við hann og líta í eigin barm í raun og veru. Gömul ræöa I Nýja testamentinu er ræða sem flestir kannast við undir nafninu Fjallræðan. Ræðan sú nýtur virðingar fólks og það telur hana sýna hve siðferðisboðskapur Jesú var háleitur. Það er hins vegar ekki víst að fólk þekki almennt til innihalds ræðunnar eða sé tilbúið að tileinka sér boðskap hennar enda eru kröfurnar miklar. „Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn" (Mt. 5:48). Fjallræðan flytur ekki almennan siðaboðskap. Boðskapur hennar á sér ákveðnar forsendur sem eru þær að „tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd.“ Kristur er kominn til að frelsa heiminn og hann kallar fólk til iðrunar og trúar og til eftirfylgdar við sig: „Gjörið iðrun og trúið fagnaðarerindinu" (Mk. 1:15). „Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða“ (Mt. 4:19). Ræðan er töluð til þeirra sem hafa tekið þessi orð alvarlega, þeirra sem hafa iðrast og trúa fagnaðarerindinu um fyrirgefningu syndanna, þeirra sem hafa snúið við blaði og vilja fylgja Jesú Kristi í alvöru. Þess vegna byrjar ræðan á því að lýsa áheyr- endurna sæla, því þótt þeir séu fátækir í anda, sorg- bitnir og ofsóttir eiga þeir himnaríki. Þeir eru hjarta- hreinir og réttlæti, miskunnsemi og friður einkennir líf þeirra. Af sömu ástæðu er lögð á það áhersla í upphafi ræðunnar að þeir sem fylgja Jesú Kristi séu salt jarðar og ljós heimsins. Þeir eru kallaðir til mikilvægs hlutverks í heiminum. Ræðan lýsir því síðan hvernig þeir eiga að fara að því að gegna því hlutverki svo að saltið dofni ekki og ljósið lendi ekki undir mælikeri. Jesús talar þar um lögmálið og uppfyllingu þess og beinir athyglinni að hugarfarinu að baki breytninni. Hann ræðir um ölmusugjafir, bæn og föstu og varar við allri sýndarmennsku og hræsni og loks fjallar hann um nokkrar hliðar lífsins, svo sem ágirnd og kvíða, dómsýki, bæn o.fl. Loks dregur hann saman með gullnureglunni sern hann segir að sé uppfylling lögmálsins og spámannanna: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra" (Mt. 7:12). 4

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.