Bjarmi - 01.03.1995, Side 7
AÐALGREIN
ekki hafa iðrunar þörf‘ (Lk. 15:7). Við erum hvött
til að fara og leita hins týnda, leiðbeina þeim sem
villst hafa af leið en ekki lil að dærna þá (sbr. Mt.
18:10-20).
og beðist fyrirgefningar þá lærum við einnig að
horfa á aðra í sömu sporum, þ.e. undir krossi Krists
þiggjandi fyrirgefningu hans.
Flfsin og bjálkinn
Líkingin Jesú um flísina og bjálkann (Mt. 7:3-5)
dregur fram á svolítið ýktan hátt um hvað málið
snýst. Smæð flísarinnar og stærð bjálkans afhjúpar
blindu okkar á eigin galla á sama tíma og við erum
sífellt að leita að flísunum í auga náungans. Okkur
hættir til að sjá ekki eigin galla og brot en erum
ótrúlega glögg á bresti annarra. Hræsni okkar felst í
því að við leggjum annan mælikvarða á ávirðingar
annarra en okkar eigin. Við göngum jafnvel svo
langt að nota orð Jesú í Fjallræðunni til að afsaka
okkur sjálf þegar einhver finnur að okkar hegðun.
Boðskapur Jesú er sá að við eigum alltaf að byrja
á okkur sjálfum, líta fyrst í eign barm, viðurkenna
syndir okkar frammi fyrir Guði og mönnum og
biðjast fyrirgefningar. Þá fyrst erum við fær um að
„draga Uísina úr auga bróður okkar“ því þá höfum
við hlotið nýja sýn sem byggist á því að okkur hefur
verið fyrirgefið. Þá snýst það að draga flýsina úr
auga náungans ekki um það að fella yfir honum
dóm heldur um það að leiðbeina honum í kærleika,
fyrirgefa honum og boða honum fyrirgefningu
Guðs.
Páll postuli talar um svipaða hluti í upphafi 6.
kafla Galatabréfsins: „Ef einhver misgjörð kann að
henda mann, þá leiðréttið þér, setn andlegir eruð,
þann mann með hógværð. Og haf gát á sjálfum þér
að þú freistist ekki líka“ (v. 1). í framhaldinu hvetur
hann lesendur sína til að bera hver annars byrðar og
jafnframt að sérhver rannsaki breytni sjálfs sín.
Samhengið er því svipað og hjá Jesú. Aherslan er á
því að líta í eigin barm og leiðbeina síðan öðrutn af
hógværð undir formerkjum þess að bera hver annars
byrðar og uppfylla þannig lögmál Krists. Þar gæti
Páll hafa haft í huga nýja boðorðið sem Jesús gaf
lærisveinum sínum: „Eins og ég hef elskað yður,
skuluð þér einnig elska hver annan" (Jóh. 13:34).
Kærleikurinn er því í brennidepli og honum er
stillt upp gegn dómsýkinni og hræsninni. Dómsýkin
blindar okkur en kærleikurinn gerir okkur sjáandi.
Þegar við dæmum aðra erum við blind á okkar eigin
ávirðingar og sjáum ekki náðina sem gildir fyrir
aðra alveg eins og okkur. í Ijósi kærleika Krists
sjáum við aftur á rnóti synd okkar og sekt á nýjan
hátt og getum meðtekið náð hans. í kærleika sínum
gaf Jesús líf sitt fyrir okkur og tók þannig á sig sekt
okkar. Þegar við höfum staðnæmst undir krossi hans
Afleibingarnar
Nú má spyrja hvað þessi boðskapur hefur að segja
fyrir okkur? Ljóst er að Fjallræðan er töluð til þeirra
sem tilheyra Jesú Kristi. Boðskapur hennar á jafnt
erindi til þeirra sem fylgja honum nú á dögum eins
og þegar ræðan var flutt. Okkur sem trúum á hann
Kœrleikurinn er því í brennidepli og honum er
stillt upp gegn dómsýkinni og hmsninni.
Dómsýkin blindar okkur en kœrleikurinn gerir
okkur sjáandi.
hættir jafnmikið og öðrum til að fella dóma yfir
náunga okkar um leið og við lokum augunum fyrir
því sem kann að vera að hjá okkur sjálfum. Við
eruni í stöðugri leit að flísum í auga náungans en
látum sem bjálkinn í eigin auga sé ekki til. Sjálfs-
elska okkar birtist meðal annars í því að við leit-
umst við að upphefja okkur sjálf á kostnað annarra.
7