Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1995, Side 9

Bjarmi - 01.03.1995, Side 9
MENNING Undanfarið hefur Háskólabíó sýnt myndina Skuggalendur („Shadowlands"). Myndin tjallar um samband breska rithöfundarins Clive S. Lewis og bandarísku skáldkon- unnar Joy Gresham. Leikstjóri rnyndar- innar er margverðlaunaður afreksmaður á sviði kvikmyndagerðar, Richard Attenborough. í aðal- hlutverkum eru engir aukvisar í kvikmyndaleik, þau Antony Hopkins, sem m.a. er þekktur fyrir leik sinn í Lömbin þagna, Howards End og Dreggjar dagsins, og Debra Winger sem sló fyrst í gegn í myndinni Urban Cowboy. Það er ekki á hverjum degi sem á fjörurnar rekur kvikmynd um mann á borð við C.S. Lewis með því- líku afburðafólki í leikstjórn og aðalhlutverkum eins og hér er raunin. C. S. Lewis er ef til vill ekki rnjög þekktur hér á landi. Þó hafa nokkrar bóka hans verið þýddar og gefnar út á íslensku, þar á meðal barna- bækurnar sjö um ævintýralandið Narníu, en C. S. Lewis skrifaði þá fyrstu þeirra, Ljóiiið, nornin og skápurinn, árið 1950. Hrífandi saga Kvikmyndin hefur vakið ntikla athygli og þykir gerð af mikilli natni og vandvirkni, enda var handritið að myndinni lengi í smíðum. Höfundur þess er William Nicholsson og skrifaði hann það fyrst sem útvarpsleikrit sem flutt var í breska út- 9

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.