Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 11
MENNING
sem myndin segir, er hugljúf saga um samband og
ást tveggja einstaklinga er hún líka saga um þján-
ingu og ótímabæran dauða. Það vekur því athygli
hve illa er unnið úr þessurn þætti í þeim brotum úr
fyrirlestrum C. S. Lewis sem sýnd eru í kvikmynd-
inni. Nánast sömu orðin eru endurtekin aftur og
aftur, lausnirnar eru tiltölulega einfaldar og svo er
látið líta út sem áheyrendur hans hafi aðallega verið
miðaldra konur. Þessi framsetning vekur enn frekari
undrun þegar haft er í huga að C.S. Lewis skrifaði
athyglisverða bók um vandamál þjáningarinnar
(„The Problem of Pain“) árið 1940 og hefur hún,
eins og margar bóka hans, verið gefín út í mörgum
upplögum. Brot úr umsögn í Times gefur til kynna
að þar er ekki á ferð yfirborðsleg eða grunnhyggin
umfjöllun: „The Problem of Pain er skrifuð af
glöggskyggni og krafti og byggir á mikilli þekkingu
og reynslu.“ Þá fjallar hann einnig um þjáninguna
og sorgina í bókum og bréfum sem hann skrifar eftir
að Joy Gresham deyr og gefa þau skrif tilefni til
nánari úrvinnslu en raun ber vitni. Sem dæmi má
nefna bókina Þegar ástvinur deyr („A Grief
Observed") sem bókaútgáfan Bros gaf út árið 1987 í
íslenskri þýðingu sr. Gunnars Björnssonar.
Hagræbing á
raunveruleikanum
Það er augljóst að ýmsu er hagrætt í kvikmyndinni
Shadowlands í þágu hrífandi sögu. Dæini um slíkt
er hópurinn sem C. S. Lewis umgengst helst í Ox-
ford. í umfjöllun um kvikmyndina lýsir Morgun-
blaðið því svo að hann hafi lifað „hamingjusamur í
hálfgerðri einangrun lífi sem stjórnaðist af hörku
vitsmunalegra hefða og samneytis sem er nánast
eingöngu við starfsbræður hans í Oxford. Enginn
þeirra er jafnoki hans, og þeir reyna hvað þeir geta
til að misbjóða ekki einkalífi hans. Sannleikurinn er
sá að enginn þeirra þekkir hann í raun og veru.“
Þessi lýsing á vel við þá mynd sem dregin er upp
af C. S. Lewis og vinahópi hans í kvikntynd Atten-
borougs. En hæpið er að hún eigi við raunveru-
leikann. Það kemur t.d. hvergi fram í myndinni að
góður vinahópur hans, sem kallaði sig „The
Inklings“, kom saman tvisvar í viku til að rökræða
ýmis mál og til að lesa hver fyrir annan það sem þeir
voru að skrifa. í þeini hópi voru meðal annarra
góður vinur hans til margra ára, prófessor J. R. R
Tolkien, sem samdi Hobbit og Hringadróttinssögu
(„The Lord of the Rings") og Lewis tileinkaði bók
sína Með kveðju frá Kölska, og dulspekingurinn
Owen Barfield sem Lewis átti oft langar rökræður
við.
Myndin, sem sýnd er af C. S. Lewis sem fyrir-
lesara, er einng einfölduð. Minna má á að hann hélt
fjölda fyrirlestra um margvísleg efni fyrir ólíka
þjóðfélagshópa. Hann flutti einnig mörg erindi í
útvarp sem gefin voru út
í þrem bókum. Tvær
þeirra voru þýddar af
Andrési Björnssyni
fyrrum útvarpsstjóra og
gefnar út af Bókagerð-
inni Lilju skömmu fyrir
miðja öldina, Rétt og
rangt („Broadcast
Talks") 1946 og Guð og
menn („Beyond Person-
ality“) 1947.
Loks má geta þess að
Joy Gresham átti tvo syni
af fyrra hjónabandi en
ekki einn eins og myndin
gefur í skyn og þegar hún
og Lewis fóru saman í
ferðalag skömmu áður en
krabbamein hennar lagði
til lokaatlögu þá fóru þau
ekki í afskekktan dal á
Englandi heldur til Grikklands en menning þess
heillaði þau bæði.
Lokaorb
Þrátt fyrir það sem hér hefur verið sagt ber að fagna
því að virtur kvikmyndaleikstjóri skuli hafa tekið
sér fyrir hendur að kvikmynda brot úr ævi þess
merka manns sem C. S. Lewis var. Sagan, sem
kvikmyndir segir, er hrífandi og vekur til umhugs-
unar um ást, þjáningu og trú. En myndin af Lewis
er e.t.v. það takmörkuð og ósannfærandi að of lítið
sitji eftir hjá áhorfendum þegar frá líður. Hitt væri
þó óskandi að kvikmyndin næði að vekja áhuga
íslendinga á honum sem rithöfundi þannig að þeir
kynntu sér bækur hans og sá kristni boðskapur, sem
hvarvetna blasir við í þeim, næði eyrum þeirra.
Látum C. S. Lewis eiga síðasta orðið: „Ef kristin-
dómurinn væri einhver tilbúningur úr okkur, gætum
við auðvitað gert hann einfaldari. En það er hann
ekki. Um einfaldleika getum við ekki keppt við
fólk, sem er að finna upp trúarbrögð. Hvernig ættum
við að geta það? Við erurn að glírna við staðreyndir.
Þeir, sem þurfa ekki að hirða um neinar staðreyndir,
geta auðvitað gert mál sitt einfalt" (Guð og menn,
bls. 24-25).
GJG
í aðalhlutverkum eru
engir aukvisar í
kvikmyndaleik, m.a.
Antony Hopkins, sem
er þekktur fyrir leik
sinn í Lömbin þagna,
Howards End og
Dreggjar dagsins.
11