Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1995, Page 14

Bjarmi - 01.03.1995, Page 14
F - SÍÐAN Of.... ... til að trúa! Of lítil til að trúa á Guð Of ástfangin til að trúa á Guð Of töff til að trúa á Guð Of upptekin til að trúa á Guð Of gömul til að trúa á Guð I heimavi Fyrir nokkru voru gestir á ferð í Kenýu hjá kristniboðunum Valdísi Magnúsdóttur og Kjartani Jónssyni. Þau koma alkomin heim í sumar ásamt börnum sínum þremur. Gestirnir tóku börnin tali, þau Heiðrúnu 16 ára, Olöfu Inger 14 ára og Jón Magnús 10 ára, og ræddu við þau um döl þeirra í Kenýu og heim- komuna í sumar. -1 hvaða skóla eruð þið? H: - Ég er í bandarískum menntaskóla sem er rétt fyrir utan Nairóbí, höfuðborg Kenýu. 01: - Ég er í norska kristniboðsskólanum í Nairóbí. JM: - Ég er þar líka. - Hvernig er að vera ískóla íKenýu? H: - Báðir þessir skólar eru heimavistarskólar þar sem nemendurnir fara heim aðeins nokkrar vikur á ári. Við erum því þama eins og ein stór fjölskylda. Að vísu er menntaskólinn mun stærri en skólinn í Nairóbí en í menntaskólanum er mjög góður andi og mér líður vel. Það eina sem ég get sett út á er fæðið, kökur í hverri máltíð og allt of oft hamborgarar með frönskum kartöflum. 01: - Minn skóli er ágætur. Ég hef sérherbergi á heimavistinni og er komin í svonefnda unglinga- deild enda fermist ég í vor. Jón Magnús er aftur á móti með norskum strák í herbergi. í skólanum er gert margt skemmtilegt, m.a. hafðar kvöldvökur, sem líkjast KSS-fundum, fyrir eldri bekkina. Við höfum einnig samverur þar sem nemendur mega koma með ýmsar spurningar bæði varðandi trúna og lífið allmennt. JM: - Þegar ég var fimm ára fór ég í forskóla hjá innfæddum í Cheparería. Þá var kennt úti undir tré. Það var dálítið öðruvísi. Mér líður vel í skólanum en það er auðvitað alltaf gaman að fara heim í frí. 14

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.