Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1995, Side 15

Bjarmi - 01.03.1995, Side 15
F - SIÐAN starskóla í framandi landi Rætt vib börn íslensku kristniboöanna í Kenýu - Hver eru áhugamál ykkar? H: - Mér finnst mjög gaman að spila á píanó, taka þátt í íþróttum og syngja. JM: - Heiðrún spilar mjög vel á píanó. ÓI: - Ég spila fótbolta og leik á píanó og síðan syng ég í kór. H: - Já, Ólöf Inger hefur stundum sungið einsöng með kórnum. JM: - Mitt aðaláhugamál er fótbolti. ÓI: - Hann er mjög duglegur, er alltaf að skora mörk. - Lœrið þið íslensku ískólanum? ÓI: - Já, við erum svo heppin að hafa haft íslenskan kennara, Kristínu Bjarnadóttur, og það er auðvitað mikill munur. JM: - Já, það er mjög gott að geta æft íslenskuna, bæði talað hana og lesið bækur. H: - Ég hef einn íslenskutíma á viku þar sem ég leysi verkefni sem Kristín lætur mig hafa. Ég skrifa líka heilmikið af bréfum til íslands og æfist þá í stafsetningu. - Nú flytjið þið heim til Islands í vor. Hvernig leggst það íykkur? H: - Ég fer líklega í Menntaskólann við Hamra- hlíð og það leggst ágætlega í mig. Ég veit að það verður erfitt að koma heim, við höfum verið hérna svo lengi og þurfurn að kveðja vini okkar hér. En við vitum að Guð er með okkur og margir biðja fyrir okkur. Við hvílum í trausti til Guðs að allt fari vel. ÓI: - Ég kvíði dálítið fyrir að koma heim, aðal- lega út af íslenskunni, en það hefur hjálpað mér mikið að Kristín kom hingað til að kenna okkur. Jón Magnús tekur undir það. - Viljið þið segja eitthvað að lokum? - Við viljum þakka innilega fyrir allar fyrirbænir. yið höfum sérstaklega fengið að finna það í haust og vetur að við höfum verið borin á bænarörmum. Allt hefur gengið miklu betur en við áttum von á. Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar! Munum eftir að biðja fyrir Heiðrúnu, Ólöfu Inger og Jóni Magnúsi. Það er mikil breyting framundan hjá fjölskyldunni og þau þurfa á bænum okkar að halda. R.Á. E.H. - Egfer líklega í Menntaskólann við Hamrahlíð og það leggst ágætlega í mig. / Eg veit að það verður erfitt að koma heim, við höfum verið hérna svo lengi og þurfum að heðja vini okkar hér. Jón Magnús 10 ára, Ólöf Inger 14 ára og Heiðrún 16 ára. 15

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.