Bjarmi - 01.03.1995, Side 19
AÐ UTAN
Fjöldamorb
Ákærurnar eru margar á hendur þeim sem voru
leiddir fyrir rétt í Addis Abeba. Herstjórnin tók að
sýna klærnar sama daginn og hún hrifsaði völdin
árið 1974. Aðfaranótt 23. nóvember 1974 var 60
mönnum úr stjórn Haile Selassie keisara raðað upp
við vegg og þeir skotnir. Líkunum var hent í
fjöldagröf innan múra keisarahallarinnar.
Keisaranum sjálfum var þyrmt þangað til árið
eftir. En þá er sagt að ofursti nokkur, Mengistú Haile
Mariam, hafi skipað svo fyrir að hann yrði telinn af
lífi. Að morgni 25. ágúst 1975 fannst keisarinn
dáinn rúmi sínu. Hann hafði verið kæfður með
kodda sem vættur var í eter.
Þegar Mengistú varð einráður í herstjóminni 1977
hófst nýr ógnartími í landinu. Hann hóf rækilegar
hreinsanir og lét fjarlægja alla þá sem hann taldi
ógna veldi sínu. Þegar honum var sjálfum velt úr
sessi 1991 höfðu á annað hundrað þúsund manns
verið drepnir.
Þúsundir manna höfðu verið teknar af lífi án dóms
og laga og jafnmargir „hurfu“ eftir að öryggissveitir
höfðu tekið þá höndum. Matur var notaður sem
vopn, sprengjum varpað á þorp og fangar pyndaðir
til dauða. Og mokað var yfir hverja fjöldagröfina af
annarri.
Löng sakaskrá
Ákæmmar hljóta ótvíræða staðfestingu í 309 þúsund
blaðsíðna skjölum úr safni sjálfrar herstjórnarinnar.
Ur fórum hennar fengust einnig myndbandsupptökur
af pyndingaþýjum að verki. Þá er talað um að segul-
bönd frá fundum herstjórnarinnar, þar sem skipað er
fyrir um aftökur, séu og meðal hinna margvíslegu
sönnunargagna sem líklegt er að verði lögð fram í
málaferlunum.
I þrjú ár hafa heimildir og gögn verið rannsökuð.
Lögnienn og sérfræðingar erlendis hafa veitt drjúga
aðstoð svo að unnt var að leggja fram langan lista
yfir afbrot ofbeldismannanna sem réðu yfir fólkinu.
Fyrstu daga málaferlanna átti að lesa 269 þétt-
skrifaðar blaðsíður, tengdar 1823 fórnarlömbum
herstjórnarinnar sem tekist hefur að bera kennsl á,
áður en réttarhöldin skyldu hafin.
Samkvæmt upplýsingum frá ákæruvaldinu má
gera ráð fyrir að þrjú þúsund manns verði ákærðir,
hermenn og óbreyttir borgarar. Af þeim sitja 1700 í
varðhaldi.
Yfirvöld í Eþíópíu hafa boðið fjölmörgum útlend-
ingum, m.a. frá mannréttindasamtökunum Amnesty
International og Alþjóðlegu lögmannanefndinni, til
að taka þátt í réttarhöldunum og hafa heitið því að
Þúsundir manna höfðu verið teknar aflífi án
dóms og laga og jafnmargir „hurfu“ eftir að
öryggissveitir höfðu tekið þá höndum. Matur
var notaður sem vopn, sprengjum varpað á
jtorp ogfangar pyndaðir til dauða. Og mokað
var yfir hverja fjöldagröfma afannarri.
draga allt fram í dagsljósið.
Margir kristnir menn voru í hópi þeirra sem áttu
erfiða daga og þoldu pyndingar í tíð einræðis-
herrans. Og kunnugt er að kommúnstar drápu einn
mikilhæfasta leiðtoga lúthersku kirkjunnar, Gúdína
Túmsa. Er ekki vafi á því að margir niunu leggja
eyrun við fréttum frá Addis Abeba á næstu vikum
og mánuðum.
(Heimild: Dagen.)
KÚBA:
S
Ovelkomnir
prédikarar
Greinahöfundurinn Dan Wooding, sem ritar í kristilega tímaritið
Christian Herald, hefur verið látinn vita að þess sé ekki óskað
að hann heimsæki Kúbu. En hann er ekki einn urn að hafa
fengið slík skilaboð. Stjórn Kúbu hefur samið lista yfir félagssamtök og
þekkta kristna leiðtoga sem eru óvelkomnir. í þeirra hópi eru Billy
Graham og Bill Bright, leiðtogi samtakanna Campus Crusade for
Christ. Sumum finnst kynlegt að Billy Graham skuli vera á listanum
enda hefur hann aldrei til Kúbu kornið hvað þá sótt um landvistarleyfi.
Eins og kunnugt er heldur Kastró einræðisherra Kúbverja fast við
kenningar sósíalismans í stjórn sinni á landsmönnum.
19