Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1995, Qupperneq 20

Bjarmi - 01.03.1995, Qupperneq 20
AÐ UTAN Bestu vopnin: Bœnin og bók Guðs Smyglarinn er enn ab verki Það er oft vitnað til hans í erlendum, kristi- legum blöðum og sagt frá starfi hans. Hann varð heimsfrægur þegar bók hans, Smyglari Guðs, kom út. Þar lýsir hann því hvernig hann komst með Biblíur inn í lokuð lönd kommúnista. Hann kallar sig bróður Andrés. Bróðir Andrés Maðurinn er reyndar Hollendingur og heitir réttu nafni A Van der Bill. Fyrir hálfum fjórða áratug stofnaði hann kristilegu trúboðssamtökin „Opnar dyr“ (OD) og hóf að nefna sig bróður Andrés. í starfi sínu hefur hann viljað sýna og sanna að eng- inn megi setja lög til að stöðva útbreiðslu Biblíunnar og boðskap hennar og að sá kristinn maður, sem er viss um köllun sína, geti reitt sig á að dyr muni opnast honum. Þegar hann samdi bókina Smyglari Guðs barst orðstír hans um víða veröld. Bókin kom út fyrst 1968 en hefur síðan verið þýdd á mörg tungumál, m.a. íslensku. Þar eru sérstæðar frásögur af því hvernig honum tekst að komast með Biblíur inn í komúnistalöndin. Nú er járntjaldið horfið að mestu í Austur-Evrópu og þarf ekki lengur að smygla þangað Biblíum. En kommúnistar eru enn við völd í Kína. Þar heldur Andrés áfram að starfa. - Starfheilags anda í Kína nú um stundir er einstætt í allri sögu kristinnar kirkju. Kristnum mönnum hefur stórfjölgað þráttfyrir eflingu kommúnismans alltfrá árinu 1949. - Samtökum okkar tókst að smygla inn í Kína 200 þúsund Biblíum og 300 þúsund eintökum af öðrum kristilegum ritum árið 1993, segir bróðir Andrés. - Þrátt fyrir bann kínverskra yfirvalda halda starfsmenn OD oft námskeið í Kína til þess að styrkja og þjálfa kínverska prédikara og leiðtoga safnaða. Andrés lítur svo á að kristnir menn eigi að leggja mikið á sig fyrir Kína. Þar á margt fólk heima og Guð úthellir anda sínum til frelsunar rneðal Kín- verja. - Starf heilags anda í Kína nú um stundir er einstætt í allri sögu kristinnar kirkju. Kristnum mönnum hefur stórfjölgað þrátt fyrir eflingu kommúnismans alltfráárinu 1949. Eitt helsta verkefni OD í Kína um þessar mundir er að dreifa gífurlegum fjölda eintaka af biblíu- sögum handa börnum. í landinu eru a.m.k. 400 milljónir barna yngri en 17 ára. Bókum, sem dreift var í upphafi í tilraunask^ni, var afar vel tekið. Andrés álítur að miklar breytingar verði í Kína áður en langt um líður. Bambusteppið hefur ekki enn verið dregið frá en hann telur að að því komi og fólkið verði leyst undan pólitískri kúgun. Eins og sakir standa eru kristnir leiðtogar oft teknir höndum og dæmdir fyrir ólöglegt athæfi. Annað helsta verkefni OD er að leiða múslíma til trúar á Jesú Krist. - Það hefur ekki farið fram hjá leiðtogum múslíma að kommúnistar hafa inisst tökin og einnig að Vesturlandabúar hafa glatað andlegunt og siðferðilegum gildum. Framámenn meðal múhameðstrúarmanna koma því til skjalanna og bjóðast til að fylla tómarúmið. Menn leita að ein- hverju sem þeir geti trúað á og beina spurningum sínum til islams. Andrés bendir á vaxandi áhrif múslíma í heim- inum og hvetur kristna menn til að gefa í alvöru gaum að kristniboðsskipun Jesú. - Fréttum af öfgafullum múslímum á eftir að fjölga. Þeir óttast ekki dauðann. Sá sem lætur lífið í jihad, heilögu stríði, fer rakleiðis til himins. Við eigum að koma fram við þá í anda kærleika og friðþægingar Jesú. Það er eina rétta leiðin. Rödd Andrésar verður mild þegar hann talar urn kristniboð meðal múhameðstrúarmanna. Hann varar kristna menn við að sýna fjandskap í garð einstakl- inga, hópa eða þjóða meðal múslíma. - Ef við umgöngumst þá ekki með kærleika getur Guð ekki notað okkur, segir hann. Mikil áhersla er lögð á bænina í starfi OD. Samtökin hófu árið 1984 átta ára bænabaráttu fyrir kommúnistaríkjunum. Baráttunni var varla lokið 20

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.