Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1995, Page 26

Bjarmi - 01.03.1995, Page 26
 Á DÖFINNI Stundin er komin! ísland tekur þátt í alþjóðlegu krístniboðsátaki Billy Graham Dagana 16. - 18. mars næstkomandi standa samtök Billy Graham fyrir alþjóðlegu kristniboðsátaki undir yfirskriftinni: Stundin er komin! (The time is now). Átak þetta er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða samkomuröð svipaða þeirri sem var vorið 1993 og margir muna eftir. Hins vegar er um að ræða ráðstefnu ætlaða leiðtogum og starfsmönnum íkristilegu starfi. Reykjavík og í Glerárkirkju á Akureyri. Þær byrja kl. 20:00 og er áætlað að þær standi yfir í um tvær klukkustundir í senn. Ásamt Billy Graham munu koma frarn margir af fremstu flytjendum kristilegrar tón- listar. Predikunin frá Púertó Ríkó verður túlkuð á íslensku. Auk dagskrárinnar að utan verða samkomurnar prýddar innlendum dagskráratriðum. Samkomurnar eru fyrst og fremst miðaðar við að ná til fólks sem sækir sjaldan guðsþjónustur eða kristilegar samkomur og les lítið í Biblíunni. Margir hafa takmarkaða þekkingu á fagnaðarerindinu og hafa ekki tekið afstöðu til Guðs. Predikanir og fræðsla svo og önnur dagskrá samkomanna er ntiðuð við þetta fólk. I öllu boðunarstarfi sínu leggja sarntök Billy Graham höfðuáherslu á að kristið fólk noti svo- nefnda Andrésaraðferð. Hún byggir á því að menn biðji markvisst fyrir vinnufélögum, kunningjunt, vinum og venslafólki sem þeir síðan bjóða með sér á samkomurnar. Á samkomurnar eru allir hjartan- lega velkomnir og jafnframt hvattir til að bjóða með sér gestum. Samkomurnar Haldnar verða þrjár samkomur á Púertó Ríkó þar sem Billy Graham, hinn þekkti, bandaríski predikari, mun predika. Víðsvegar um heiminn eða í u.þ.b. 150 löndum verða samtímis haldnar sam- komur sem tengdar verða samkomunum á Púertó Ríkó með hjálp breiðtjalds og nýjustu gervihnatta- tækni. Hér á landi verða samkomurnar haldnar í nýju íþróttahúsi Knattspyrnufélagsins Fram í Safamýri í 26

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.