Bjarmi - 01.03.1995, Síða 29
ORÐIÐ
Kristín Sverrisdóttir
Ljós á veginn
Jesús sagði: „Ég er Ijós heimsins. Sci sem jylgir
mér, mun ekld ganga í myrkri, heldur hafa Ijós
lífsins“ (Jóh.8.12).
Orð þessi voru sögð á laufskálahátíðinni
miklu. Það er sagt að ljósastikurnar, sem
kveikt var á við musterissvæðið í tilefni
hátíðarinnar, gætu verið jafnháar og hús og við
bjarmann af þessum ljósum stóð Jesús upp og
hrópaði: „Ég er Ijós heimsins.“
Ljósin á musterissvæðinu náðu ekki svo langt.
Þegar hátíðinni var lokið og fólkið sneri til síns
heima fylgdu ljósin ekki með. Fólkið þarfnaðist
Ijóss sem gæti verið með því á leiðinni heirn, í
hvunndeginum, í lífinu. Og Jesús stendur upp og
hrópar: „Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í
myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“
Við þekkjum vel ljósið og myrkrið hér á landi.
Mesta hátíð ljóssins er liðin. Skemmstur sólar-
gangur þessa vetrar er liðinn en samt ræður myrkrið
ríkjum meira en birtan. Þrátt fyrir það hefur þessi
árstími sína töfra. Undarleg er oft skammdegisbirtan
í öllum sínum margbreytileika og sýnir okkur nýjar
hliðar á lífinu.
I Biblíunni er myrkur meðal annars mynd af hinu
þunga og erfiða. Ljósið er hins vegar mynd gleði
og lífs. í Orðskviðunum 15.13 segir svo: „Glatt
hjarta gjörir andlitið hýrlegt.“
Saga segir frá því þegar Thomas Jefferson, sern
var forseti Bandaríkjanna, kom ríðandi með lið sitt
að straumharðri á. Við árbakkann sat einmana
förumaður og beið eftir að einhver færi framhjá á
hesti svo hann gæti fengið að sitja á yfir ána. Hann
sat og horfði á einn af öðrum úr liðinu fara yfir ána.
Fyrst þegar einn af þeim síðustu ætluðu að ríða út í
ána bað hann um að fá að sitja á. „Sjálfsagt,“
svaraði reiðmaðurinn og færði sig til í hnakknum.
Þegar komið var yfir ána spurðu hinir skelkaðir:
„Hvers vegna spurðir þú ekki einhvern okkar?“
Maðurinn svaraði: „Ég vissi ekki að hann væri
forsetinn. Ég tók bara eftir því að á andlitum ykkar
flestra var skrifað stórt nei. En á andlit þessa manns
var skrifað já. Þess vegna þorði ég að spyrja hann.“
Jesús hafði svona „já-andlit“ ef við getum sagt
svo. Þess vegna þorði fólk að spyrja hann. Það fékk
að sjá ljósið, hið sanna ljós sem upplýsir hvern
mann og breytir bæði andlitum og lífi.
Hvaða andlit sér fólk á mér? spyr ég sjálfa mig.
Auðvitað veit ég að ljósið er ekki alltaf gott og
þægilegt vegna þess að það afhjúpar. Það lýsir upp
dimma króka í lífinu, afhjúpar ryk og skít og sjúk-
dóma. Ég man eftir óþægilegu ljósi tannlæknisins
sem skein beint í andlitið á rnér þegar ég sat í stóln-
urn og kveið því sem koma skyldi. Ég vissi að það
mundi afhjúpa einhverjar holur sem ég vissi ekki
um og ég vissi líka að það hefði óþægindi í för með
sér að hreinsa og bora í tönnina og fylla hana svo.
En svo eftir á þegar allt var afstaðið var það gott,
óendanlega gott. Enginn getur neitað því að það
getur verið óþægilegt að láta ljósið skína á líf okkar
af og til. Það eru hlutir sem þarf að viðurkenna, játa
og tjarlægja. En gott er það - eftir á.
Og svo flyst ljósið. En ljósin á musterissvæðinu
gátu ekki flust. Þau dugðu aðeins á hátíðinni en
Jesús vill fara með okkur aftur til baka til hvers-
dagsins og lýsa upp veginn sem liggur fyrir framan
okkur. Fyrir hvert skref sem ég tek flyst einnig
ljósið. Það þýðir ekki að ég sjái svo langt fram á
veginn en ég hef nægt ljós og birtu til að taka næsta
skrefog þaðernóg.
Þú þekkir e.t.v. söguna unt telpuna sem var í heim-
sókn hjá vinkonu sinni. Það var komið kvöld og hún
átti að fara heim en þá fór hún að gráta vegna þess
að það var orðið dimmt og hún sá ekki veginn.
Pabbi vinkonunnar sagði: „Ég skal aka þér heim.“
Hann startaði bílnum og kveikti ljósin. En þá
byrjaði hún aftur að gráta. „Ljósið nær bara að
beygjunni þarna. Hvernig getum við ratað heim?“
snökti hún. Það varð rnikil uppgötvun fyrir telpuna
þegar hún sá að ljósið fluttist til eftir því sem bíllinn
ók áfram.
Við viljum garnan sjá yfir allan veginn og sjá
allar lausnir. Jesús hefur aldrei lofað því. Oft lýsir
hann ekki lengra en eitt skref í einu. En þegar ég tek
þetta skref þá flyst ljósið. Ég veit ekki hvar ég geng
á morgun en ég veit hvar ég geng í dag. „Sá sem
fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa
ljós lífsins."
Kristín Sverrisdóttir
er kennari.
Við viljum
garnan sjá
yfir allan
veginn og
sjá allar
lausnír.
f)VÍ.
29