Bjarmi - 01.03.1995, Page 30
AÐ UTAN
Fangelsanir og barsmíðar í Eþíópíu
Þab kostar átök
að vera kristinn
Alvarleg ásökun
Mörgum lesendum Bjarma mun kunnugt um þá
atburði sem gerðust í Eþíópíu á síðastliðnu sumri
þegar ráðist var með skothríð á bíl rétt fyrir utan
bæinn Arba Minch. Meðal þeirra, sem urðu fyrir
skotum, var yfirkennarinn í iðnskóla lúthersku
Fréttir um ófrið eru
stundum meira
áberandi en hinar
sem veita uppörvun
og gleði. Þó að
tekist sé á um mörg
mál í Eþíópíu halda
kristnir menn ótrauðir
áfram starfi sínu í
„þjónustu sáttar-
gjörðarinnar", kunn-
gjöra boðskapinn
um Jesú og veita
margs konar hjálp.
Ríki Guðs breiðist út
og fólkið nýtur bless-
unar þess. - Myndin
er af eþíópskri konu
sem á heima í
grennd við Bláu-NÍI.
kirkjunnar í bænum, Abraham að nafni, og beið
hann bana í árásinni. Barrisja Húnde, forseti
suðvesturumdæmis kirkjunnar, annaðist greftrun
Abrahams.
En stuttu síðar brá svo við að Barrisja var sakaður
um að hafa átt þátt í morðinu og var honum ásamt
hópi manna varpað í fangelsi. Þar hefur hann mátt
sitja þar til 23. fyrra mánaðar að hann var látinn
laus.
Því miður hefur augljós og dulinn rígur, sem bæði
virðist sprottinn af þjóðflokkahyggju og valdafíkn,
magnast í tengslum við mál þetta og má gera ráð
fyrir að það hafi átt sinn þátt í því að Barrisja var
sakaður um aðild að ódæðinu og látinn í fangelsi.
Togstreita milli þjóðflokkanna í Eþíópíu kemur
oft fram og fara kirkjurnar ekki varhluta af honum.
Fólkið í suðvesturumdæmi
lúthersku kirkjunnar er ekki
af einum og sama þjóðflokki
og sýnist sitt hverjum t.d.
þegar skipað er eða kosið í
stöður í kirkjunni. Málið í
Arba Minch er talið tengjast
slíkum deilum.
Barrisja Húnde hélt því
fram frá upphafi að hann
væri með góða samvisku,
hann hefði ekki komið
nálægt mannvíginu enda var
tekið fram þegar hann var
látinn laus að hann væri
hreinsaður af öllum ákærum
og hefði aldrei átt að fara í
fangelsi en það var 10. júlí
sem hann var tekinn höndum. Barrisja leitaðist við
að vera vottur Krists meðan hann var í fangelsinu.
Hefur var önnum kafinn við að vitna um trú sína og
kenna og halda kristilegar samkomur meðal
samfanga sinna. Hann hóf einnig að halda námskeið
fyrir menn sem vildu hljóta skírn. Höfðu hann og
félagar hans óskað þess að mega byggja kirkju á lóð
fangelsins. Barrisja hélt fljótlega heim lil Konsó
þegar dyr fangelsisins höfðu verið opnaðar.
Guðlaugur Gunnarsson kristniboði er einn nánasti
samstarfsmaður Barrisja eins og lesendum Bjarma
er kunnugt um. Hann vann að því eftir mætti ásamt
öðrum kirkjumönnum að forsetinn yrði leystur úr
fangelsinu. Sumir kunnu honum litlar þakkir fyrir.
Heiöinqjarnir vilja hreinsa
landiö
Kristni söfnuðurinn í Gisma í Voitó í Eþíópíu vex.
Einnig er mikið um að vera í Erbore sem er um 30
km neðar í dalnum. Þar hafa nokkrir menn gengið á
skírnarnámskeið.
Alls voru fyrr í vetur 34 þátttakendur í söfnuðinum
í Voitó, börn og fullorðnir. Guðlaugur skírði þar
fjögur ungmenni í haust. Fyrir skömmu sóttu
nokkrir tugir barna nýbyrjaðan sunnudagaskóla
sem kemur saman klukkan sjö á morgnana. Börnin
eru mjög áhugasöm. Prédikarar hafa verið sendir
ofar í dalinn, bæði til að vitna meðal Birralemanna
(sjötíu manna þjóðflokks) og verkamanna á
plantekru. Tækifærin til starfa eru mörg en fjárráðin
takmörkuð og verða kirkjan og kristniboðarnir að
sníða sér stakk eftir vexti.
Svo bar til fyrir nokkru að ungir, kristnir menn í
Voitó voru húðstrýktir. Nýr höfðingi átti að taka við
embætti meðal þjóðflokksins og ákváðu heið-
ingjarnir að landið skyldi „hreinsað" fyrir embættis-
tökuna. Ungu mennirnir voru barðir á bert bakið og
skipað að afneita trúnni á Jesú Krist. Kristni maður-
inn Dilló varð að flýja til Birralentanna enda var
honum hótað lífláti.
30