Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1996, Qupperneq 16

Bjarmi - 01.12.1996, Qupperneq 16
INNLITIÐ „Eq qet ekki lenqur þaqað um Krist“ segir ísak Harðarson skáld um nýútkomna bók sína, „Þú sem ert á himnum, þú ert hér. - Játningasaga“ Nú stendur yfir árlegur flóðatími bókaútgef- enda. Eins og mörg undanfarin ár mun bókaflóðið, sem kennt er við jólin, skola margri mannsævinni á land. Trúlega hefur um það bil eitt prósent núlifandi íslend- inga fært líf sitt i letur og gefið út á bók og hin níu tíu og níu prósentin verið dugleg að lesa. Að öðrum ævisögum ólöstuðum, sem koma út fyrir þessi jól er óhætt að fullyrða að ein þeirra, „Þú sem ert á himnum, þú ert hér - Játningasaga“, sker sig nokkuð úr. Ekki vegna þess að höfundurinn, sem skrifar um sjálfan sig, sé orðinn fjörgamall, landskunnur, muni tímana tvenna, hafi unnið ýmis störf til sjávar og sveita, þekki náttúru landsins eins og lófann á sér og hafi verið óperu- söngvari, kaupfélagsstjóri eða aflakló í ofanálag. Nei, þessi ævisaga er öðruvísi en hinar vegna þess að þó hún fjalli um ævi höfundarins, þá vitnar hún miklu fremur um höfund höfundarins, frelsara hans, Jesú Krist. Segja má að hægt sé að finna bókinni einkunnar- orð í orðum Ágústínusar kirkjuföður: Pessi íevisaga er öðruvísi en hinar veg na þess flð \ó húnfjalli um œvi höfundarins, þá vitnar hún miklufremur um höfund höfundarins, frelsara hansjesú Krist. „Ég vil rifja upp lýti liðinnar ævi og holdleg spjöll sálar minnar. Ekki sakir þess að ég unni þessu, heldur til þess að unna þér, Guð mimT'.1 Höfundur þessarar bókar, ísak Harðarson, hefur getið sér gott orð sem ljóðskáld og þegar gefið út átta ljóðabækur og eitt smásagnasafn en eins og gefur að skilja er þessi bók hans fyrsta sjálfsævisaga. Bjarmi tók hús á ísaki til að forvitnast ögn meira um þessa nýju bók og byrjaði á því að spyrja: „Hversvegna ertu að gefa út sjálfsœvisögu, rétt fertugur maðurinn? Hvað er svo sérstakt við lífshlaup pitt að pú gefir pað út á bók?“ „Það eitt að fá að kynnast Jesú Kristi sem persónulegum og kærleiksríkum, lifandi frelsara og vini. Þeir eru svo margir sem þyrftu að fá að kynnast honum en hafa enn ekki gert það. Þess vegna skrifa ég söguna mína ef vera mætti að hún fengi einhvem til að leita hans. Að öðru leyti er ævisaga mín sjálfsagt lítið frábrugðin sögu margra annarra. Ég fæddist á sjötta áratugnum og ólst upp hjá afa og ðmmu. Þau sögðu mér frá Guði og kenndu mér bænir þannig að segja má að sáðkorn trúarinnar hafi blundað í hjartanu allt frá bernsku. Afi og amma em af kynslóð sem er að hverfa. Sú kynslóð var mun guðræknari en feður og mæður fólks á mínum aldri og yngra. Jafnaldrar mínir, sem ólust upp hjá eldra fólki, vom svo heppnir að fá þessa hugmynd í arf að Guð sé til og hægt sé að hafa samskipti við hann. 16

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.