Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1996, Page 20

Bjarmi - 01.12.1996, Page 20
KRISTNIBOÐ Benedikt Arnkelsson Konan með armhringina Frásaga af kristniboðsakrinum þar sem íslendingar starfa Jesús Kristur heitir lærisveinum sínum lífi í fullri gnægð. Það er hluti þessa nægtalífs að mega taka þátt í því stórfenglega verkefni að breiða ríki hans út um heiminn. Kristnir menn losna við tómleikann sem hrjáir margan nútímamanninn. Lífið verður nýtt við þá hugsun að fá að vera með í sigur- för Jesú meðal mannanna. Þess vegna segja kristniboðar og kristniboðsvinir: Kristniboðið er ekki byrði heldur blessun. Benedikt Arnkelsson er starfsmaöur Sambands íslenskra kristiboösfélaga. Menn sem vitna Fréttir um heiðingja, sem snúa sér af alhug til Jesú, vekja sífellt gleði. Söfnuðirnir úti á kristniboðsakrinum, þar sem íslendingar eru að verki, vaxa stöð- ugt. Dæmi: Tuttugu þúsund manns bættust við í lúthersku kirkjunni í Eþíópíu árið 1995. Og margir Eþíópar eru fúsir að bera vitni um trú sína. Ég átti þess kost að ferðast til Eþíópíu á liðnu sumri og heimsækja íslensku kristniboðana. Þegar ég var í Gídole komst ég til dæmis að þvi að ungir, kristnir Gídolemenn áformuðu að „húsvitja“ 1 grennd við kristniboðsstöðina og vitna fyrir fólki sem hefur ekki snúið sér til Jesú Krists þrátt fyrir nábýlið við stöðina. Á sama hátt hugsa söfnuðirnir til þjóðflokka sem enn sitja í myrkri heiðninnar. Lútherska kirkjan gerir ráðstafanir til að flytja þeim fagnaðarerindið. Og hún vill njóta liðveislu, þekkingar og reynslu kristniboðanna þegar hafist er handa á nýjum stöðum. Meðal þessara heiðnu þjóðflokka eru Dasenetsjmenn sem byggja svæði í Suðvestur-Eþíópíu, í Ómórate og raunar alveg suður fyrir landamæri Kenýu. Ég naut þeirrar gleði að komast þangað suður eftir í sumar. Leiðin er löng frá Addis Abeba, líklega um þúsund kíló- metrar, og vegimir ekki beinlínis hraðbrautir heldur jafn- vel sundurskornir eftir vatnsflóð á regntíma. Ríkissjóður Eþíópíu er engan veginn nógu gildur til að bæta úr öllum þörfum 50 milljón manna þjóðar sem er að rétta úr kútnum. Vegakerfið ber þess merki. Hvert sem litið er blasa við akrar eða einhvers konar trjágróður, allt upp á hæstu fjallatinda. Margvíslegir fuglar skjótast á milli greinanna og sums staðar teygja hvítmaurshraukarnir sig hátt upp í loftið, jafnvel tveggja mannhæða háir, en þar inni flatmagar myndarleg mauradrottning og verpir 30 eggjum á mínútu og hefur herskara af þjónum og þernum til að snyrta sig og snurfusa og sinna væntanlegum afkvæmum. Guð er óþekktur. Við höfum þegar heyrt ýmislegt um Dasenetsjþjóð- flokkinn enda hefur verið starfað hjá honum um nokkurt skeið og fáein hús hafa risið á starfstöðinni. Birna G. Jónsdóttir og Guðlaugur Gíslason dvöldust þar 1 hálft ár og eiga hugsanlega eftir að fara þangað aftur. Þeg arfœðing er í vœndum er stráð kaffi, salti og tóbaki kringum hlóðirnar í kofanum til aðfœla andana í burtu. Tvíburafœðing vehur ótta. Einungis annar tvíburinnfœr að lifa. 20

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.