Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1996, Side 25

Bjarmi - 01.12.1996, Side 25
orðið vinir konungs allra konunga, hans sem mestur allra. Svo spennandi boðskap höfum við ekki leyfi til að gera leiðilegan, segir Kari Vinje. - Hvernig ferð þú að því að miðla svo erfiðu efni eins og dauða og endurkomu Jesú til bama? - Sumu kem ég til skila fyrir munn frú Finkel- topp. Sumt skapast í hugarheimi Palla þegar hann sér hlutina fyrir sér. Konungurinn, sem kemur á hvítum hesti í rauðri skikkju með gullslegið sverð, er t.d. mynd sem er upprunnin í Opin- berun Jóhannesar. Þetta fellur vel að hugarflugi lítils drengs eins og hann ímyndar sér þetta. Fagnaðarerindið er um dauða Jesú og ég segi börnum líka frá því - varfæmislega. Auðvitað vill Jesús að við séum góð hvert við annað og hjálp- um hvert öðru. En það er ekki nóg. Pað er dauði Jesú sem frelsar okkur. Við getum ekki boðað fagnaðarerindi án hans! segir hún. - Barnabækurnar þínar ná einnig til fullorð- inna? - Það vona ég! segir hún brosandi. - Fjögurra ára barn getur ekki lesið sjálft. Það era þeir full- orðnu sem verða að lesa fyrir það og á þann hátt fá þeir einnig að kynnast fagnaðarerindinu. Margir fullorðnir vita ekki hvers vegna Jesús dó. Fullorðið fólk heldur oft að kristin trú sé að maðurinn þurfi að gera eitthvað. Því fleiri góðverk, því nær himnaríki. Mér var það mikill léttir þegar ég uppgvötaði frelsið 1 fagnaðarerindinu. Jesús lifði réttlátu lífi fyrir mig. Það eina sem ég þurfti að gera var að hleypa honum að i lifi minu í stað þess að telja upp allt það góða sem ég hafði gert. Ég þurfti ekki lengur að standa mig sjálf, segir Kari Vinje. Hún fær mörg bréf frá bömum og fullorðnum. Sumir skrifa og segja frá því hvemig þeir kynntust Jesú fyrir lestur bóka hennar og eignuðust trú á hann. Þetta yljar henni um hjartarætur og það heyrist á málrómi hennar hve henni þykir vænt um þetta. - Þetta er eiginlega sérkennilegt, hugsar hún upphátt. - Ég sem bók og sendi út í heim og þar lifir hún sínu lífi. Við og við frétti ég að bækurnar mínar hafi Eitt sinnfékk ég bréffrá konu srn fifl/ði setið við dánarbeð barn s og lesið Víð Guð erum vinir. Súbókfjallar m.a. um dauðann, eilífðina og himin- inn. Húnsagðiað barnið hefðifundið til öryggis sem hefði hjálpað því á dauðastundinni. VIÐTAL ávöxt. Ég fæ oft bréf frá foreldrum, skólabörnum og fleirum. Bæði unglingar og foreldrar segjast hafa eignast trú eftir að hafa lesið bækurnar mínar. Það gleður mig mjög. Eitt sinn fékk ég bréf frá konu sem hafði setið við dánarbeð barns og lesið Við Guð erum vinir. Sú bók fjallar m.a. um dauðann, eilífðina og himininn. Hún sagði að barnið hefði fundið til öryggis sem hefði hjálpað því á dauðastundinni. Það er mikil barátta að skrifa, segir hún. - Það er ekki auðvelt en ég á fyrirbiðjendur sem ég sný mér til þegar ekkert miðar áfram. Ég verð einnig að vera sátt við menn, verð að hafa gert upp ef eitthvað hefur komið fyrir. Ég verð að biðja fyrirgefningar ef ég hef komið illa fram við ein- hvern. Aðeins þannig get ég skrifað. Á skrifstofu minni hef ég rúm svo að ég get farið framúr á nóttunni án þess að trufla aðra ef ég þarf að skrifa. Oft koma orðin á nóttunni. Ég á skriftartímabil og hvíldartíma. Þegar ég skrifa lifi ég 1 bókinni, sef lítið og geng framhjá vinum án þess að sjá þá. - Nú er Kari að skrifa, því hún sá okkur ekki, segja vinir mínir. Á þessu tímabili get ég gengið inn í járnvöruverslun til að kaupa tvinna, segir hún hlæjandi og viðurkennir að hún gangi með hugmynd að nýrri bók. - Mörg börn eiga ósýnilegan, ímyndaðan vin en þessi ósýnilegi vinur, sem ég fjalla um, er raunverulegur. Hann er ekki bara imyndun! segir Kari Vinje. - Mig langar að vekja meiri áhuga hjá börnum og fullorðnum á Jesú, að einhver fari að hugsa: Ég ætla að athuga hvort þetta standi svona í Biblíunni. Eða að þau segi eins og Palli Pimpen: „Hvað getur hann gert fleira? En spenn- andi! Hvað getur hann gert annað?“ H. D. Valen, Krigsropet. Þórunn Elídóttir þýddi. eigin borið 25

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.