Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1996, Page 26

Bjarmi - 01.12.1996, Page 26
MENNING OG LISTIR GunnarJ. Gunnarsson á kvikmyndaháttð? Fáeinar hugsanir um Brimbrot Ein þeirra mynda sem vakti hvað mesta athygli á kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í lok október sl. var myndin Brimbrot eða Breaking the Waves eftir danska kvikmyndaleikstjórann Lars von Trier. Óhætt er að segja að þar er á ferð afar sérstæð og nærgöngul mynd sem lætur engan ósnortinn og leitar aftur og aftur á hugann. Ung og saklaus Sögusviðið er lítið, einangrað skoskt sjávarþorp á áttunda áratugnum þar sem kirkja af meiði Kalvíns er ráðandi afl. Karlarnir í öldungaráðinu fara með völdin og kærleikur þeirra til lögmálsins er jafn-óhagganlegur og sannfæring þeirra um að allt sem komi utanfrá hafi vandamál í för með sér. Aðalpersóna myndarinnar er ung og saklaus stúlka, Bess að nafni, sem Emily Watson leikur af hreinni snilld. Lrátt fyrir aðvaranir öldungaráðsins giftist hún Jan, verkamanni á olíuborpalli, sem Stellan Skarsgárd leikur. Eftir brúðkaupið eiga þau saman hamingjuríkar stundir en að lokum kemur að því að Jan þarf að halda á ný til starfa á olíuborpallinum. Þá er eins og eitthvað ógnvæn- legt liggi í loftinu. Slysið Bess á erfitt með að sjá á eftir Jan út á borpallinn. Og sökn- uður hennar verður óbærilegur þrátt fyrir að konurnar í fiskimannabænum hafi lært að bíða og sætta sig við hlut- skipti sitt. En Bess er ekki ein. Hún fer í kirkjuna til að þrífa og tala við Guð. Og Guð talar við hana með sömu ströngu röddinni og presturinn. Endurspeglast þar hið strang- kalvínska uppeldi. Að lokum þolir hún ekki biðina og biður Guð að senda Jan heim. Henni verður að ósk sinni og Jan kemur heim en lamaður eftir alvarlegt slys. Hún lítur á þetta bænasvar sem sönnun þess að hún geti haft áhrif á Guð en jafnframt að Guð krefjist mikilla fóma til að uppfylla bænir hennar. Viðbrögð hennar em þau að ef hún reyni að vera góð muni Guð bjarga hennar heitt elskaða. Ef hún hiki ekki við að gera jafnvel það hræðilegasta sem hún getur hugsað sér til að sýna kær- leika sinn muni Jan batna. Jan telur henni trú um að hún geti haldið honum á lífi með þvi að eiga i ástarsambönd- um sem hún lýsi síðan fyrir honum. Þar með em örlög hennar ráðin. Trú, von og kærleikur Brimbrot fjallar um marga þætti mann- legrar tilvem og tilfinninga en þó fyrst og fremst um trú, von og kærleika. Hún fjallar um mátt trúarinnar til að frelsa og kúga, um vonina um kraftaverkið ef öllu er fórnað og um takmarkalausan kær- leika og endimörk hans. Bess er barnslega einlæg í trú sinni og kærleika. Hún á erfitt með að skilja hvemig menn geta bundið kærleika sinn svo fast við orð og bókstaf eins og raunin var í öldungaráði kirkjunnar. Ef til vill er það vegna þess að hún er dálítið skrýtin 26

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.