Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1996, Síða 27

Bjarmi - 01.12.1996, Síða 27
eða ekki alveg klár í kollinum eins og sagt er um hana. Eða vegna þess að hún er svolítið öðruvísi í veröld þar sem litir og sterkar tilfinningar hafa verið gerðar að synd og þar sem menn telja sig ekki þurfa á kirkjuklukkum að halda til að vegsama Guð. Bess er fordæmd og henni út- skúfað en það sem hún skilur hins vegar betur en aðrir er að það er einungis hægt að elska manneskjur og að kær- leikurinn getur gert hið ómögulega mögulegt. Óbærilega nærgöngul Brimbrot vekur ótal spurningar. Er það sem Bess gerir til að bjarga sínum heitt elskaða rétt eða rangt, sjúkt eða heil- brigt, vont eða gott? Er hún veik og haldin sjúklegri sektarkennd eða bara saklaus og góð? Myndin fylgir spurn- ingunum vel eftir en gefur þó ekkert endanlegt svar. Þetta kemur m.a. fram í kvikmyndatökunni. Allan tlmann er haldið á tökuvélinni og persónunum fylgt eftir. Myndin er því stöðugt á hreyfingu og áhorfandinn verður nánast eins og þátttakandi. I einu vetfangi er myndatakan nálæg og ágeng. Þannig afhjúpar hún tilfinningar Bess, sakleysi hennar, gleði og sorg, sársauka og örvæntingu. í næstu andrá er myndatakan fjarlæg og snýst að einhverju öðru. Myndin er þannig nærgöngul við aðalpersónumar en um leið gengur hún einnig svo nærri áhorfandanum að hann þolir vart við. Kristur í myndinni? Hjá því verður ekki komist að leiða hugann að því hvernig Kristur birtist í myndinni Brimbrot. Myndin segir sér- stæða píslarsögu sem hefur áhorfandann algjörlega á valdi sinu, tekur hann tilfinningatökum og skilur hann eftir með óþægilegar spurningar og hugsanir. Um leið vísar myndin til píslarsögu Krists. Bess, hin saklausa og góða, gefur sig viðbjóði á vald og færir þá mestu fóm sem unnt er að færa til að sá sem hún elskar fái lifað. Jesús Kristur gengur af takmarkalausum kærleika sínum inn i kjör syndugra manna og gefur sjálfan sig til að frelsa þá. „Þann sem þekkti ekki synd, gjörði hann að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum“ (2. Kor. 5:21). MENNING OG LISTIR Ertu kominn í jólaskap? Nokkur orð umjóhlög og annan iðnað Ertu kominn í jólaskap? Þessa spurningu kannast flestir við. Hún bergmálar í eymnum mánuðinn fyrir jól. Margir þurfa að finna ákveðna lykt, sjá tiltekinn hlut eða heyra vissa tegund af tónlist til að komast í jólaskap. Aðrir bíða eftir jólamjöllinni. „Oh, ég fer alltaf í svo mikið jólaskap þegar ég heyri þetta lag,“ eru kunnugleg viðbrögð við jólaskapi. Hvers konar jólalög era þetta? Skyld'ðað vera jólahjól? Stefán „Snigill“ Hilmarsson hefur oft fengið að spyrja þessarar spumingar á öldum ljósvakans. „Það verður rokkað út jólin,“ fullyrti annar. .Jólagjöfin er ég og þú,“ sungu Halla og Eiki. Djordsj Mækol og Andijúv Ridglei kyrjuðu angurvært um stúlkuna sem gaf þeim hjarta sitt í skíðaferðalaginu um síðustu jól, líklega hefur það ævintýri hafist á kæruleysislegu hvísli líkt og önnur ævintýri þeirra félaga í Whamdúettnum. Þessi jólalög, sem eru svo vel til þess falin að orsaka jólaskap, eru oftar en ekki „í léttari kantinum“ og fjalla um flest annað en kjarna jólanna. Mörg laganna ala á ranghugmyndum og draga athyglina frá hinni sönnu jólagleði. Þau fjalla um jólagjafir, allar nema þá einu sönnu, jólastuð og jóladaður.1 Hvernig stendur á því að við heyram svona mikið af hismi ár hvert? Hjáguðinn Jól Hjáguðinn Jól er dýrkaður einu sinni á ári, mánuð í senn. Hann á sér marga fylgjendur, ekki síst í röðum kaupmanna og iðnaðarmanna hvort sem þeir fást við framleiðslu matvæla, leikfanga, fatnaðar eða tónlistar. Hann gegnir nafninu Mammón aðra mánuði ársins. Ef fylgjendur Jóls gæfu sig allir fram og stofnuðu formlegan söfnuð ætti þjóðkirkjan undir högg að sækja, (einkum mánuðinn fyrir jól). Jesús, þú ert mitt jólaskap. Enginn getur þjónað tveimur herrum (Matt. 6:24). Svar kristinnar kirkju við lymskulegum árásurn hjáguðsins Jóls á jötu- barnið felst í því að taka ekki þátt í leiknum en með fordæmi sínu benda á hina sönnu jólagleði. Þeir mega ekki láta Jól henda sér homa á milli eða fylla sálartetur sitt af áhyggjum. Bamið í fjárhúsinu er vegurinn sannleikurinn og lífið 0óh.l4:6) og þess vegna getur hver kristinn maður sungið, fullur sannfæringar og gleði: ,Jesús, þú ert mitt jólaskap." H.E.M. 1 T.d. lagið „Last Christmas" með Whambræðram, „Nú á ég jólin með \>éf með Björgvini Halldórssyni og Rut Reginalds. „Ég sá mömmu kyssa jólasvein" er erfiðara að fást við.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.