Bjarmi - 01.06.1997, Síða 4
Hver
verður næsti
biskup yfir
íslandi?_________
Rætt við frambjóðendur um embættið,
trúna og kirkjuna
að þau gefi kost á sér til biskups-
embættisins. Hver eru þau? Hvers
vegna gefa þau kost á sér? Hvaða
málum telja þau brýnast að vinna að
ef þau hljóta kosningu? Hver eru
viðhorf þeirra? Hvernig rækta þau trú
sína?
Rætt var við þau öll og lagðar fyrir
þau sömu spumingar. Viðtölin fara hér
á eftir. Þau eru unnin af þeim Guð-
mundi Karli Brynjarssyni, Gunnari J.
Gunnarssyni og Kjartani Jónssyni.
Um áramót tekur nýr biskup við í íslensku þjóðkirkjunni. Kosningar fara
fram í ágúst og Qórir prestar hafa gefið til kynna að þeir gefi kost á sér
til embættisins. Það eru þau Auður Eir Vilhjámsdóttir, Gunnar
Kristjánsson, Karl Sigurbjörnsson og Sigurður Sigurðarson. Þrátt fyrir að
biskup sé ekki kosinn í almennum kosningum eru þeir margir sem velta
biskupskosningunum fyrir sér. Spurt er spurninga á borð við hvert sé hlutverk
biskups, hvaða hæfileikum hann þurfi helst að vera gæddur og hvaða
málefnum sé mikilvægast að hann vinni brautargengi á komandi árum.
í 1. tölublaði Bjarma á þessu ári var
dálítið fjallað um stöðu biskups-
embættisins og væntingar til þess og
því m.a. haldið fram að það stæði að
vissu leyti á tímamótum vegna
breyttra þjóðfélagsaðstæðna. Hið sama
má segja um þjóðkirkjuna sem slika,
hún stendur á tímamótum nú þegar
aldamót og þúsund ára kristnitöku-
afmæli nálgast. Nýr biskup mun leiða
■
W
kirkjuna inn í 21. öldina. Afhelgun og
fjölhyggja og öld fjölmiðla og
upplýsingatækni gerir nýjar kröfur til
biskups þótt þau viðfangsefni og
vandamál sem glímt er við í mann-
lífinu séu sambærileg og fyrr.
Biskupsembættið og biskupskjör er
aftur í brennidepli í þessu tölublaði
Bjarma. Að þessu sinni er athyglinni
beint að þeim sem hafa lýst því yfir