Bjarmi - 01.06.1997, Qupperneq 19
mótaði fyrsta námskeiðið. En það eru fá ár
síðan Alfa-námskeiðin urðu eins útbreidd
og nú er. Árið 1992 voru aðeins haldin
fimm námskeið en þá fór þeim að fjölga
ört; ári seinna urðu þau 200. Um þetta
leyti tók Nicky Gumbel við kennslunni hjá
HTB. Á öðru námskeiðinu, sem hann hélt,
kom upp sú óvænta staða að langflestir
þátttakendurnir voru fólk sem fór ekki
reglulega til kirkju og kom með margar
erfiðar spurningar. En þrátt fyrir það bar
námskeiðið árangur og allir gáfust Kristi á
helgarmóti.
Eftir þetta hefur verið lögð vinna í það
að gera námskeiðin aðlaðandi fyrir fólk
sem sækir ekki kirkju. Vinsældir þeirra
stafa meðal annars af því að þau geta
gagnast bæði byrjendum í trúnni og þeim
sem eru á báðum áttum um kristna trú.
Það andrúmsloft sem myndast á nám-
skeiðunum, þar sem allir mega bera fram
spurningar sínar, hefur líka mikið að
segja.
En væri ekki fróðlegt að kynna sér,
hvers vegna fólk hefur farið á Alfa-nám-
skeið? Bjarmi lagði þessa spumingu fyrir
þrjá af þátttakendum síðasta námskeiðs
og fylgja svör þeirra hér með til glöggvunar
fyrir lesendur.
Heimildir:
Biblíuskólinn viö Holtaveg — Fréttabréf,
janúar 1997.
„It’s based on friendship." Grein í Alpha
News, febrúar 1997, bls. 5. (Útg. Holy
Trinity Brompton.)
„Welcome to Alpha News.“ Dálkur í sama
blaði, bls. 1.
Auk þess samtöl við Ragnar Gunnarsson
sem hefur séð um Alfa-námskeiðin hér á
landi.
Hvers vegna fórstu
á Alfa-námskeið?
Kolbeinn
Kolbeinsson:
Ég fór á námskeiðið af því að mér
var bent á það. Það kom mér
skemmtilega á óvart hvað það var
sérstaklega gott og gagnlegt. Ég
mæli eindregið með því.
Snjólaug
Sturludóttir:
Ég hafði eiginlegan áhuga á að kynnast
Biblíunni betur; ég sá auglýsingu í
Morgunblaðinu og fór á námskeiðið í
framhaldi af því. Mér fannst virkilega
gaman að kynnast öllu þessu fólki og
ég held að þetta sé eitt af þvi betra sem
ég hef komist í kynni við af svona
námskeiðum. Mér finnst að þetta hafi gert
mér mjög mikið gott andlega.
Sævar Friðgeirsson:
Ég fór á Alfa-námskeið eftir að ég sá það auglýst á sjónvarpsstöð-
inni Ómega því mig langaði að þekkja betur boðskap Biblíunnar.
Svaraði það væntingum?
Fullkomlega, og miklu meira en það.
Það gaf mér mun meiri skilning á því
hvað Biblían boðar. Svona
námskeið er nauðsynlegt fyrir
hvern sem vill þroska þá trú,
sem hann á fyrir, og líka þann
sem er að leita að andlegum
styrk. Því það er byggt þannig
upp að rnaður er mjög mikill
þátttakandi í kennsluefninu, það
er kennsla að 1/3 hluta og um-
ræður að 2/3 hlutum. Þeir sem
sækja námskeiðið hafa fullt frelsi til að
tjá sig um kennsluefnið.
En rauði þráðurinn er samt sem áður boðskapur Bibliunnar. Og
námskeiðið varð til að styrkja mig í minni trú. Ég þroskaðist það
mikið í trúnni að boðskapur Biblíunnar varð mér sannur, þannig
að ég upplifi að Jesús Kristur er sá sem hann segist vera og að
Biblían er handbók lífsins.
Ég trúi því að allir sem fara á námskeiðið ættu að finna svör við
því sem þeir eru að velta fyrir sér í andlegum efnum. Að minnsta
kosti var það þannig með mig persónulega.