Bjarmi - 01.06.1997, Page 20
Skúli Svavarsson
í kristilegu æskulýðsstarfi
Roland Werner er einn fremsti leiðtogi í kristilegu unglingastarfi í
Þýskalandi nú á dögum. Hann kom hingað til íslands í apríl á vegum
Biblíuskólans við Holtaveg og kenndi þar á námskeiði um samkyn-
hneigð og kristna trú og talaði á þrem samkomum í Reykjavík. Auk
alls þessa báðu margir einstaklingar um að fá að ræða við hann svo hann hafði
nóg að gera meðan hann dvaldist á íslandi. Tíðindamaður Bjarma náði tali af
Roland nóttina áður en hann fór heim.
Persónuleg afstaða
Roland Wemer, huemig eignaðist þú
tríina á Jesú Krist?
Foreldrar mínir ólu okkur bræðurna
upp í trú á Jesú og kenndu okkur að
fylgja honum. Þegar ég var táningur fór
ég í kristilegar sumarbúðir. Fræðslan
þar kom mér í skilning um að ég varð
að taka persónulega afstöðu til þess
hvort ég vildi lifa með Jesú eða ekki. Ég
tók ákvörðun um að fylgja honum.
Síðan hef ég vaxið og þroskast í trúnni.
Ég verð stöðugt að endumýja samband
mitt við hann. Daglega þarf ég að koma
fram fyrir hann með iðrun í hjarta og
biðja hann að hreinsa mig af allri synd.
Kristniboði og
fræðimaður
Huað kefur þú verið að starfa?
Þegar ég var sautján ára hlustaði ég á
kristniboða sem vann á meðal Araba.
Hann talaði þannig að ég fékk köllun til
þess að fara til Araba sem kristniboði.
Eftir menntaskólanám fór ég að búa
mig undir kristniboðið. Ég las bæði guð-
fræði og arabísku. Síðan fór ég í ferð til
Egyptalands og þar beindist hugur minn
að starfi á meðal Núbíumanna en þeir
búa í suðurhluta Egyptalands og Norður-
Súdan. Núbíumenn voru þá múhameðs-
trúar. Ég sá að þörf var á að koma Guðs
orði til þeirra. Ég lauk síðan náminu
sem ég hafði byijað á og fór í doktorsnám
í afrískum málvísindum. Samtimis því
tók ég virkan þátt í kristilegu starfi
meðal stúdenta.
Vegna heilsubrests eiginkonu minnar
urðum við að sætta okkur við að geta
ekki dvalið langdvölum á kristniboðs-
akrinum í Suður-Súdan. Við fórum
þangað á hverju ári og ég vann aðallega
við að skrá tungumál Núbíumanna og
þýða hluta Biblíunnar og annað fræðslu-
efni á málið. Eins kenndum við fólki að
lesa Núbíutungumálið og gáfum út
lestrarefni í þeim tilgangi.
Doktorsritgerð mín fólst í að búa til
málfræði á Nílar-Núbíumáli. Seinna hef
ég einnig samið málfræði Darfur-Núbíu-
máls. Kristniboðsfélagið, sem við hjónin
störfum fyrir, hóf kristniboð í Egypta-
landi árið 1900 og í Suður-Súdan 1979.
Við hjónin störfum enn fyrir þetta félag
að hluta til og förum reglulega til Suður-
Súdan. Ég hef líka kennt hebresku og
gamlatestamentisfræði við biblíuskóla
þýska heimatrúboðsins í Marburg þar
sem við búum. Árin 1990-1992 starfaði
ég á vegum þýska, kristilega stúdenta-
félagsins við boðun í háskólum og fór
einnig í kristniboðsferðir til Austur-
Evrópu.
Hefur þú ekki líka uerið að skrifa
kirkjusögu?
Jú, ég er að ljúka við kirkjusögu Núbíu.
Vitað er að kristin trú breiddist mjög út
í Norður-Afríku á fyrstu öldunum eftir
Krists burð. Talið er að Núbíumenn hafi
orðið kristnir kringum árið 500 e. Kr. og
hafi verið það fram undir aldamótin
1500 þegar múhameðstrú náði undir-
tökunum í Núbíu. Þegar verið var að
undirbúa að koma upp Assvanstíílunni
í Nílardalnum komu í ljós forminjar sem
sýndu að blómleg kristni hafði verið á
svæðinu. Menn fundu rústir eftir marg-
ar kirkjur. Einnig fundust mörg fom rit,
þar á meðal kristilegar bækur, guðspjöll
og helgisiðabækur á Núbíumáli, skrifað-
ar með grískum bókstöfum. Þetta eru
elstu ritaðar heimildir um kristni meðal
dökkra Afríkubúa fyrir utan heimildir á
geez frá Eþíópíu. Ég hef rannsakað öll
þessi rit. Þau em mikilvæg heimild um
kristna menningu Núbíumanna.
34 þúsund manna
æskulýðsmót
Þú uarst skipuleggjandi og stjómandi
„ChristiuaV'-ráðstefnunnar í Dresden á
sl. ári. Huers konar ráðstefna uar það?
Eftir að múrinn milli Austur- og Vestur-
Þýskalands var rifinn árið 1989 kom
upp hugmynd um að halda kristilegt
mót fyrir ungt fólk frá báðum hlutum
Þýskalands. Akveðið var að mótið yrði í
Dresden í fyrrverandi Austur-Þýska-
landi. Bjartsýnustu menn gerðu ráð fyr-
ir að um 20 þúsund manns kæmu á
Bjartsýnustu menn gerðu ráð fyrir að um 20
púsund manns kæmu á mótið en þegar 34 púsund
höfðu boðað komu sína urðum við að hætta skrán-
ingu. Yfirskrift mótsins var: „Kom ogfylg Jesú."