Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 21
mótið en þegar 34 þúsund höfðu boðað komu sína urðum við að hætta skrán- ingu. Yfirskrift mótsins var: „Kom og íylg Jesú.“ Áhersla var lögð á hver Jesús er og hvað felst í að fylgja honum. Fólk- inu var skipt í tvö þúsund biblíuleshópa sem hvern morgun fengu fræðslu í Lúkasarguðspjalli og ræddu saman um efnið. Fræðsluefni íyrir átta biblíulestra hafði verið útbúið. Farið var yfir helm- inginn á mótinu en hina lestarana tóku þátttakendur með sér heim til þess að nota þar. Rúmlega 200 kristniboðsfélög og biblíuskólar voru með kynningarbása á mótinu. Mótsgestir fóru í hópum á milli básanna og fengu fræðslu um tækifæri til þess að fræðast og starfa fyrir fyrir Drottin bæði heima og úti. í Dresden eiga heima um 650 þúsund manns. Einn eftirmiðdag fóru móts- gestir út til að vitna um trú sína. Þeir höfðu með sér sérstakt blað með grein- um um höfðuðatriði kristinnar trúar og vitnisburðum manna sem eignast höfðu trúna á Jesú. Það tókst að heimsækja 220 þúsund heimili þennan eina dag. Ráðgert er að halda sams konar ráð- stefnu að nýju árið 2002 og bjóða þá ungu fólki bæði frá Austur- og Vestur- Evrópu. í leit að öryggi Nú starfar þú aðallega að kristinni boðun á meðal ungsfólks í Þýskalandi. Hvemig gengur? Menn eru mjög fúsir að hlusta á boðun Guðs orðs nú á dögum. Unglingar eru leitandi. Margir eru óöryggir. Þeir koma oft frá heimilum sem hafa verið leyst upp. Spurningin um tilgang lífsins og hvort til sé einhver framtíð er ofarlega í huga þeirra. Flestir sækjast eftir að komast í hóp sem hefur tryggari stoðir en fjölskyldumar sem brugðust. Það má segja að þetta fólk sé að leita að von í vonlausri stöðu. Þetta getum við veitt þeim. Fagnaðarerindið er um örugga von fyrir alla. Hvemig náið þið til unglinganna? Sérstakar unglingasamkomur, þar sem unglingamir gera eitthvað sjálfir, hafa gefist vel. í Marburg emm við með sam- komur í stórri kirkju og setjum upp hljóðnema víðsvegar í kirkjunni svo að samkomugestir þurfi ekki að ganga fram ef þeim liggur eitthvað á hjarta sem þeir vilja deila með öðmm. Flestir, sem taka til máls, lesa ritningarvers eða biðja. Það er mjög mikilvægt að ungt fólk geti komið saman til þess uppörva og styrkja hvert annað. Áherslur í prédikun Á hvað leggur þú áherslu í boðun þinni? Það er þrennt sem ég vil nefna: 1. í fjölhyggjuþjóðfélagi okkar er rétt að leggja þunga áherslu á að Jesús einn frelsar. 2. Þú mátt koma til Jesú eins og þú ert. 3. Jesús kallar þig til að fylgja sér, þ.e. hann vill gera þig að lærsveini sem hann notar til að ávinna aðra fyrir sig. ísland og íslendingar Að lokum, hvaðfinnst þér um ísland? Landið er fallegt. Ég var undrandi á öllu kristilega starfinu sem unnið er hér. Þið hafið gott fólk með ykkur í starfinu. Einnig gladdi mig að sjá að þið eruð með réttar áherslur og vinnið að þvi að fagnaðarerindið nái tif aflra. Það eru merk tímamót framundan hjá ykkur. Þar á ég við Í000 ára kristnitökuafmæiið. Biðjið um vakningu. Hver ný kynslóð þarf að vakna til lifandi trúar á Jesú.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.