Bjarmi - 01.06.1997, Side 29
NNI í SUMAR • Á DÖFINNI í SUMAR • Á DÖFINNI í
Sæludagar
í Vatnaskógi
um verslunarmannahelgina
1.-4. ágúst
Margir hafa átt ógleymanlegar stundir á
námskeiðunum á undanförnum árum.
Námskeiðið í ár verður með svipuðu
sniði og verið hefur. Það hefst með
bænastund og hugvekju á flmmtudags-
kvöldið 21. ágúst. Reynt verður að
halda verði niðri eins og kostur er.
Innritun fer fram á aðalskrifstofu KFUM
& K og SÍK á Holtavegi 28. Sími: 588
8899. Dagskrá verður auglýst síðar.
Sæludagar eru vinaleg og heima-
bökuð fjölskylduhátíð sem inni-
heldur fjölbreytta blöndu af úti-
vist, skemmtun og kristinni boðun og
fræðslu.
Á undanfömum ámm hafa um 600 til
800 manns komið á hátíðina, sem hefur
náð því marki að höfða til breiðs hóps,
óháð því hvort fólk er virkt í kristilegu
starfi eða ekki.
Á Sæludögum hefur sannast að hægt
er að standa fyrir vímulausri fjölskyldu-
hátíð um mestu ferðahelgi íslendinga,
þar sem öll fjölskyldan getur notið
ánægjulegra samvista í fallegu og
ömggu umhverfi.
Á Sæludögum er notast við alla
þá góðu aðstöðu sem Vatnaskóg-
ur býður upp á. Skógurinn og
vatnið skapa eftirsóknarvert um-
hverfi þar sem allir njóta sín.
Börnin kunna að meta
leiktækin og bátana en
foreldrar sjá kaffihúsið
og góða hreinlætis-
aðstöðu sem mikinn kost.
Verðlagningu er stillt í hóf;
mótsgjaldið er kr. 2.700,-. Ókeypis er
fyrir börn yngri en 13 ára (miðað við
fermingu) og hjón með unglinga undir
16 ára aldri geta fengið fjölskyldupakka
á kr. 6.000,-. Dvöl á Sæludögum kostar
fjölskylduna því lítið meira en gisting á
hefðbundnu tjaldstæði.
Sæludagar í Vatnaskógi em með öllu
áfengislaus hátíð. Bömum yngri en 13
ára er ekki hleypt inn á svæðið nema i
fylgd með fullorðnum.
Það em Skógarmenn KFUM sem fara
fyrir Sæludögunum og njóta góðrar
samvinnu vlð einstaklinga og hópa inn-
an kirkjunnar.
Sæludagar í Vatnaskógi
um verslunarmannahelgina
Biblíu- og kristniboösnámskeiö
í Ölveri 21. - 24. ágúst