Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2000, Síða 5

Bjarmi - 01.03.2000, Síða 5
fólks. Grunnskólinn má hins vegar taka sig á í trúarbragóakennslu á öllum stigum og framfýlgja þannig námskrá. Það er einnig undarleg árátta að slík fræósla skuli varla vera nefnd á nafn í námskrá framhaldsskóla landsins og væri það verðugt verkefni fyrir blaðamanninn að beina athyglinni að því. Hvaó er fjölhyggja? Fjölhyggja felur i sér aó mörg ólík trúar- brögð, lífsviðhorf og tilveruskilningur lifa og dafna hlió við hlið í einu og sama sam- félaginu. Gildismat og sjónarmið fólks eru fjölbreytt og þaó aðhyllist það sem því vel líkar. Þróun í átt til fjölhyggju tengist þró- un vestrænna samfélaga almennt þar sem sérhæfing og fjölbreytileiki verður æ meiri og samfélagsgerðin flóknari. Eitt þeirra hugtaka sem notuó hafa verió til að greina þróun vestrænna samfélaga síðustu ára- tuga og alda er hugtakió „sekúlarisering" sem stundum hefur verið þýtt „afhelgun" á íslensku. Þá er um það að ræða að samfé- lagið og stofnanir þess hafi smám saman losnað undan valdi eða forsjá trúarbragða og trúarstofnana, svo sem kirkjunnar. Þetta á einnig vió um íslenskt samfélag. Eitt af því sem fjölhyggjcw leiðir af sér er sú skoóun að enginn endanlegur sannleikur sé til. Ahersla er lögð á að nokkurn sannleika hljóti að vera að finna í hinum ýmsu trúarhrögðum og það síðan notað sem rök fyrir umburðarlyndi. Segja má að „sekúlariseringin" hafi opnað fjölhyggjunni braut. Alþjóðavæóingin er einnig hluti af myndinni. Veröldin hefur „skroppiö saman" á síðustu áratugum vegna byltingar á sviði samgangna og fjöl- miðlunar. Fjölþætt menningaráhrif flæða því yfir og menningarlegur og trúarlegur margbreytileiki eykst. I þessu sambandi er mikilvægt aó greina á milli þess að tala um fjölhyggju sem menningarlegt eða félags- legt fyrirbæri og fjölhyggju sem lífsviðhorf. Þegar fjölhyggjan er orðin að lífsviðhorfi er ekki lengur um að ræða hugtak sem notað er til greiningar á tilteknum þjóðfélagsað- stæðum heldur er um aó ræða nokkurs konar „fjölhyggjutrú". Þá er í raun um aó ræða lífsskoðana- og trúarbragðablöndu (synkretisma) þar sem lífsvióhorf eða trú einstaklings er samofin úr hugmyndum, gildismati og viðhorfum ólíkra trúarbragóa og hugmyndakerfa. Til aðgreiningar mætti e.t.v. tala annars vegar um félagslega fjöl- hyggju og hins vegar um einstaklings- bundna. Eitt af því sem fjölhyggjan leióir af sér er sú skoðun að enginn endanlegur sannleik- ur sé til. Ahersla er lögð á að nokkurn sannleika hljóti að vera að finna í hinum ýmsu trúarbrögðum og það síðan notaó sem rök fyrir umburðarlyndi. Þetta leióir svo gjarnan til trúarlegrar afstæóishyggju ogjafnvel tómhyggju. Þá skortir öll svör við spurningum um merkingu eða tilgang lífs- ins því engin trúarbrögð eða heimspeki- kenningar geta gefió þau þar sem allt er af- stætt. Fólk verður því oft skeytingarlaust um grundvöll eóa forsendur lífsviðhorfs síns og gildismats þar sem slíkt skiptir litlu máli. Nautna- og tæknihyggja verður alls- ráóandi og áherslan fyrst og fremst lögð á það aó njóta líðandi stundar og alls þess sem heimurinn býóur upp á. Fjölhyggjusamfélagió Trúfrelsi er mikilvægur þáttur mannrétt- inda enda er það tryggt meó stjórnar- skránni (63.-64. gr.). í því felst aó fólk get- ur verió þeirrar trúar sem það kýs eða verið

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.