Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 15
Það er mikilvcegt að átta sig á því að hvort sem um harða eða mjáka trávörn er að rceða þá er markmiðið það sama, að vinna fólk til fylgdar við Jesá Krist. Það getur vel verið að öllum spurningum viðmcelandans sé svarað en hann sé samt sem áður ekki reiðubáinn að taka skrefið til fulls og tráa og treysta Cuði fyrir lífi sínu. Guó til? Varjesús til? Erjesús Guó? Hvaó meó upprisuna? Hvað meó trúarupplifan- ir? Eru kraftaverk bull? Áreióanleiki heim- ilda og Kristni og önnur trúarbrögó. Mjúka trúvörnin fer einnig inn á svió framkvæmd- arinnar þar sem hún glímir í raun vió þaó hvernig á aó hafa samskipti vió hvern sem er hvenær sem er vegna þess aó hún er sett til höfuós misskilningi og algengustu for- dómum. Þaó er mikilvægt aó átta sig á því aó hvort sem um haróa eóa mjúka trúvörn er aó ræóa þá er markmióió þaó sama, aó vinna fólk til fýlgdar vió Jesú Krist. Þaó get- ur vel verið aó öllum spurningum viðmæl- andans sé svaraó en hann sé samt sem áóur ekki reióubúinn aó taka skrefið til fulls og trúa og treysta Guói fyrir lífi sínu. Paul Little, höfundur bókarinnar Know Why You Be- lieve, sem vió styójumst vió, segir frá því í henni að hann hafi eitt sinn verið með fyrirlestur í háskóla í Bandaríkj- unum um trúvörn. Aó loknum fyrirlestrin- um kemur einn nemandi til hans, þakkar honum fyrir og segir að honum hafi tekist aó svara á fullnægjandi hátt öllum þeim spurningum sem nemandinn hafói velt fyrir sér um kristna trú. Paul var að sjálfsögðu himinlifandi og spyr þá hvort hann sé reiðubúinn að taka á móti Jesú inn í sitt líf. Nemandinn svarar þá að bragði aó hann geti ekki gert það þar sem hann vilji ekki breyta lífstíl sínum. Trúvörn færir engum trú heldur færir hún einungis einstaklinginn nær því aó taka ákvöróun. Trúvörn er samofin sögu kristninnar. Trúvörn hefur fylgt kristindómnum alla tíó. Páll postuli nýtti sér aóferðarfræði trúvarn- ar á snilldarlegan hátt. Á annari öld var trúvörn áberandi þar sem kristnir menn þurftu að bera af sér alls konar ásakanir og leiórétta ýmsan leióan misskilning. Ágústínus kirkjufaóir hafði tón trúvarnar í verkum sínum. í gegnum kirkjusöguna á trúvörnin sér alltaf veróuga fulltrúa og á tuttugustu öldinni fær hún byr undir báóa vængi. C. S. Lewis og Francis Schaeffer táóa þar miklu um. Páll postuli varói fagn- aó arerindió af mikilli staðfestu. Hann hafói fengið gyóinglegt uppeldi og þekkti titningarnar vel. Þekking hans á Gamla testametinu gerir hann mjög hæfan til aó svara þeim gyðingum sem kröfóust raka fyrir voninni sem var í honum. Algeng mótrök gyóinga voru þau aó í Mósebókun- um (5. Mós. 21:13) var minnst á að hver sá sem hangi á tré sé bölvaóur. Þeir afneit- uóu því messíasartign Jesú Krists. Messías, sá sem þeir höfóu beðið eftir, gat ekki dáið sem glæpamaóur. Páll og þeir postular sem minnst er á í Postulasögunni gerðu ekki lítió úr þessari staóreynd. Þegar þeir prédikuðu minntust þeir á að Jesús hafi hangió á tré. í Galatabréfinu svarar Páll þessari gagnrýni með því að benda á að síðar í 5. Mós (27:26) stendur: Bölvaóur er sá, sem eigi heldur í gildi oróum þessa lög- máls meó því aó breyta eftir þeim.“ Það getur enginn staðió vió lögmálió, það brjóta allir gegn boóum Guós og því erum við öll bölvuð. „Kristur keypti oss undan bölvun lömálsins meó því að veróa bölvun fyrir oss, því ritaó er: „Bölvaður er hver sá, sem á tré hangir““ (Gal. 3:13). Lögmálið spyr ekki um trú og því mun hinn réttláti lifa fyrir trú. Þetta er skólabókar- dæmi um trúvörn. Þegar gyðingum var boðað fagnaðarer- indið var alltaf tekió mið af Gamla testa- mentinu en þegar Páll og Barnabas voru á feró í Lýstru og hittu þar fyrir lítt menntaóa heiðingja (þetta hljómar illa á þessum um- buróarlyndu tímum, en svona var staóan) þýddi ekki aó tala um lögmál Móse- bókanna. Páll gerói kraftaverk á lama manni þar og fólkió var þess fullvisst aó hér væru komnir Seifur og Hermes og köll- uðu: „Guðirnir eru í manna líki stignir nið- urtil vor“ (Post. 14). Postularnir voru fljót- ir að afþakka tignir og völd sem þessum óvænta guðdómi fylgdi. Páll talaði til þeirra og hvatti þá til aó hverfa frá fánýt- um goðum til lifanda Guós. Guó hafði um aldir veitt regn af himni og gefió uppskeru og fæðu. Páll vitnar hér til opinberunar Guðs í náttúrunni, þ.e.a.s. að vió getum þekkt Guð aó hluta til fyrir sjáanleg verk hans en ekki eingöngu í gegnum opinber- unina í orói hans. Þaó er athyglisvert aó bera þessi dæmi saman og draga af þeim lærdóm um trúvörn vió mismunandi aó- stæóur. Mikilvægi trúvarnar „Mikilvægi trúvarnar ræóst af því að margir á meðal okkar vita ekki hvaó kristindómur er og hafa ekki skilió hvaó sé heillandi vió hann. Mér finnst því trúvörn hafa lykilhlut- verki aó gegna í allri boóun í dag.” Þessi oró er aó finna í nýlegu viótali Bjarma vió Alister E. McGrath. Þau ítreka það sem áður er sagt. Ef kristindómurinn á aó ná til fleiri má ekki sniðganga aóferóar- fræói trúvarnarinnar. Breyttar aóstæóur í hinum vestræna heimi kalla hreinlega á aó allir kristnir menn íhugi vandlega hvernig best sé aó boóa trúna. Heimildir: Bruce, F. F. 1943. The NT documents, are they reliable? Leicester. Bruce, F. F. 1959. The apostolic defence of the Gospel. London. Bush, L. Russ/Editor. 1982. Classical Read- ings in Christian Apologetics. Grand Rapids. Geisler, Norman L.1976. Christian Apologet- ics. Grand Rapids. Green, Michael. 1995. One to one. Nashville. Green, Michael. 1992. Who is thisjesus? Nashville. Little, Paul E. Know whyyou belive. Leicester Little, Paul E. 1977. How to give away your faith. Leicester. McGrath, Alister E. 1995. Explaining your faith. Leicester McGrath, Alister E. 1992. Making sense of the cross. Leicester. McGrath, Alister E. og Green, Michael. 1995 How shall we reach them? Nashville. McGrath, Alister E. 1992. Bridge-building. Leicester. Mæland, Jens Olav. 1981. Ingen unnskyldn- ing. Oslo. ShaefFer, Francis. Francis Shaeflfer - Triology. Leicester. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.