Bjarmi - 01.11.2002, Qupperneq 9
i
irbæna, en það var eitthvað nýtt fyrir mér.
Eg fór upp til fyrirbæna og var orðinn veru-
lega þyrstur. Eg bara varð að fá þessa full-
vissu sem Kjartan hafói talaó um. Skyndi-
lega kemur nærvera Guðs yfir líf mitt og
breytir því. Ég vissi frá og meó þeirri stundu
aó ég hafði öólast fullvissuna."
Læknisfræóin sett á hakann
Þegar þetta gerðist var Halldór að lesa
efna- og eðlisfræði því hann hugðist hefja
nám í læknisfræói árið eftir. „En nú varó
námið aó bíóa. Ég bara varð að komast á
biblíuskóla. Ég fór á þriggja mánaða nám-
skeið á biblíuskóla Ungdom i Oppdrag í
Noregi og ætlaói svo aó halda áfram í Há-
skólanum eftir að heim væri komið. En þeg-
ar ég kom heim var ég oróinn ennþá þyrst-
ari. Mér var bent á framhaldsnámskeið á
biblíuskóla í Sviss og fór þangað, hafði
reyndar gift mig í millitíóinni. Eftir námið í
Sviss var okkur hjónunum boðió að taka
þátt í trúboðsstarfi. Þaðan fórum við til
Englands og vorum þar í eitt ár.“
Eftir að hafa tekið þátt í starfi Ungs fólks
meó hlutverk í nokkur ár tók Halldór þátt í
að stofna söfnuðinn Trú og líf árió 1982.
Sá söfnuður starfaði til 1989. 1991 fluttu
Halldór og Árný til Bandaríkjanna og störf-
uðu þar í um tíu ár, m.a. sem safnaðarleió-
togar.
Nýr söfnuóur?
Árin í Hlutverkinu, eins og Halldór kallar
Ungt fólk með hlutverk, voru mjög viöburó-
arrík. „Hlutverkió virkaði. Það virkaói mjög
vel. Ástæðan var sú aó þeir sem tóku þátt
höföu einlægan og brennandi áhuga á að
boóa fagnaðarerindió. Vió vissum ekki
hvernig ætti aó skipuleggja hlutina og fram-
kvæma þá, við þráðum bara að boða trúna
- og gerðum það. Við vorum ekki aó huga
að stofnun safnaóar, heldur aðeins boðun
orósins. Allir höfóu brennandi áhuga og
eldur heilags anda logaði innra með hverj-
um og einum, enda hafói starfið geysileg
áhrif. Ég er enn í dag aó hitta fólk sem var
snert af starfi Hlutverksins."
En nú eru árin í KFUM, KSS, UFMH, Trú oglífi
og Bandaríkjunum aö baki. Hvað er framundan?
Er Halldór farinn að huga að stofnun nýs safnað-
ar?
,Já, það er stefnan. Það er spurning
hvort það verður strax í vetur eða hvort við
einbeitum okkur að trúboði áður en við
stofnum söfnuð."
Hverjir eru að vinna að pessu með pe'r?
„Við hjónin og lítill hópur í kringum okk-
ur. Þetta eru 15 til 20 manns, nokkrir úrTrú
og lífi, fólk sem hvergi er virkt í safnaðar-
starfi, þjóókirkjufólk sem ekki finnur útrás
fyrir sína löngun til starfa og fleiri. Allir eiga
það þó sameiginlegt aó þrá trúboð. Og
þessi söfnuóur mun einbeita sér að trú-
boði. Stundum vill það þó gerast að stofn-
un safnaóa hægir á boðuninni. Hvað þá?
Vill Guð ekki hvort tveggja? Þetta er spurn-
ing um samstillingu safnaðar og trúboós -
hernaður og fjölskyldulíf. Við erum nefni-
lega fjölskylda í stríði. Þetta hvílir mjög
þungt á mér að trúboðið geti verið stór
þáttur í söfnuóinum."
Tæknin og trúboóió
Nú stóðst pú á Lcekjartorgi á áttunda áratugnum
ásamt vinum pínum úr Ungu fólki með hlutverk
með spjöld oggítara að boða trú. Eru sömu trú-
boðsleiðir fcerar í dag?
„Ég veit ekki hvort slíkt myndi ganga í
dag. Hitt er annað mál að ég tel það mjög
heilbrigt og gott aó fólk játi trú sína opin-
berlega. Kannski myndu einhverjir snertast
af því í dag, ég veit það ekki. En nú höfum
vió hins vegar námskeió, alls konar nám-
skeið. Fjölskyldunámskeið, fjármálanám-
skeið, Alfanámskeió o.s.frv. Kristnir söfn-
uðir ættu aó nýta sér þessi tækifæri betur.
Menn eru tilbúnir til að borga jafnvel tugi
þúsunda fýrirgóð helgarnámskeió. Við get-
um einnig nýtt okkur tæknina. Við erum
t.d. aó skoða möguleika á framleiðslu sjón-
9