Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 16
Rjettlæti hjartans Henning E. Magnússon Fjallræóan, en svo eru nefndir kaflar fimm til sjö í Matteusarguóspjalli, er án efa einhver þekktasti kafli ritningarinnar. Þar eru sæluboðin, faðir vorió, gullna regl- an og oróin um salt og Ijós. Þar eru líka oróin um aó dæma ekki og einnig þau sem kveöa á um aö maóur eigi aó elska óvin sinn. Þar er talað um aó maóur eigi aó láta Ijós sitt skína en engu aó síóur fara huldu höfói viö bænagjöró og ölmusugjafir. Þar er líka sagt frá tveimur mönnum, annar byggöi á sandi en hinn á bjargi. Og enn er ekki allt talió. Allt í ræóunni er svo kunnug- legt og á sér svo ríka túlkunarsögu. Hluti af þeirri túlkunarsögu er þekkt bók Dietrich Bonhoeffer um eftirfylgdina. John Stott hefur líka skrifaó þekkta ritskýringu um Fjallræðuna en í þessari grein langar mig til aó fjalla um túlkun sr. Friðriks Frióriksson- ar eins og hún birtist í ræöum hans sem eru varóveittar í handrita- og skjalasafni hans í Frióriksstofu. I sumar var ég nefnilega svo lánsamur aó fá styrk úr Nýsköpunarsjóói námsmanna til aö rannsaka prédikarann sr. Friórik Friöriksson. I Þaó er talió að Agústínus kirkjufaóir hafi fyrstur nefnt kaflana þrjá úr Matteusarguó- spjalli Fjallræóuna. Þó svo að margir kann- ist vió afmarkaóa hluta hennar heyrist sjaldnar heilsteypt túlkun á henni. Margir heillast af þekktum setningum hennar eins og gullnu reglunni en íhuga síóur aóra hluta hennar sem eru alvarlegri og þyngri. Hvaó er þaó t.d. sem heldur henni saman og megnar aó halda öllum þessum hugsun- um innan sama ramma? Hvererkjarni ræð- unnar? Lúta allar þessar hugleióingar og boó aó einu og sama markmiói eða eru þærsafn afspakmælum sem lítið eiga sam- eiginlegt? Bæöi Bonhoeffer og Stott viróast sjá rauöan þráó sem gengur í gegnum ræó- una alla. En áóur en vió víkjum aó því skul- um vió spyrja okkur: „Hverjum er ræöan ætluó?“ Þessi spurning er lykilspurning aó öllum skilningi á ræóunni. Svariö viö henni er forsenda ræóunnar og af því ræðst hvernig hún er skilin og túlkuó. Bæói Stott og Bonhoeffer leggja áherslu á að ræóan er ætluð þeim sem fýlgjajesú, ætluö því fólki sem hefur svaraö kalli hans. Þess vegna dró hann sig frá fjöldanum. Bonhoeffer leggur áherslu á aójesús kallar lærisveinana afsíö- is því Fjallræðan eru ætluó þeim. Nú þegar leggur skuggann af krossinum yfir svióiö. Þeir eru blessaóir vegna þess aó þeir hafa svarað kallinu og eru tilbúnir aó þjást og taka þátt í þeirri afneitun sem Jesús mun hljóta. Mannfjöldinn ervitni eða áheyrend- ur en ekki hluti af hinum sælu. Lærisvein- arnir eiga síóan aó fara meö boóskapinn til þeirra. Þessi skilningur er afar mikilvægur og sr. Friórik er sammála: Hann hjelt fjallrœðu sína fyrír pá sem voru orðnir hans lœrísveinar. Hann segir við pá: Þjer, sem eruð lærisveinar mínir, pjer getið ekki pjónað Cuði og Mammoni, pjer getið ekki lengur sóst eptir gœðum veraldarinnar eins og pau sjeu hið æðsta og einasta. (209-11) Oró Fjallræóunnar eru því sérstaklega ætluó þeim sem trúa á Krist og hafa kosió aó fylgja honum. Þaö er einnig athyglisvert aó skoóa hvaóa kjarna þessir þrír menn álíta aó Fjallræóan geymi. Stott hefur sem undirtitil Christian Counter-Culture og vísar til þess aö kristin- dómurinn eigi aó vera ákveðió svar viö ríkj- andi menningu. Hann segir aó hinir kristnu eiga aó bera af í þeim skilningi að þeir séu öðruvísi og hafi eitthvaó aó bjóða sem greini sig frá ríkjandi menningu. I þessu samhengi setur Stott fram þá hugmynd að Mt 6.8 sé lykilvers: „Líkist þeim ekki“. Hann rifjar upp að lýður Guós í Gamla testa- mentinu hafi lagað sig aó nágrannaþjóó- unum og á þann hátt svikið köllun sína. Bonhoeffer talar um réttlæti, sem mótast af Kristi og ber af faríseunum og fræði- mönnunum, og er gríska oróið perisson lyk- iloró hjá honum. Þaó orö táknar þaó sem er umfram, það sem fer fram úr því sem bú- ist er viö, þaó fer þannig fram úr vonum aó þaó er tekió eftir því. Þetta er réttlætió sem lærisveinarnir eiga aó stunda. Þaó er athygl- isvert aó réttlætió er líka þungamiðjan hjá sr. Friðrik: Það má segja að fjallrceðan lýsi og framsetji rjettlceti guðsríkis ... Cuðsríki er ekki aðeins fögnuður, heldur llka rjettlceti... Hvaða rjett- lœti er pað pá sem Kristur heimtar af lceri- sveinum sínum?... Lögmálið verður að vera og verka í hjartanu, og hjartað verður að vera í samrœmi við lögmálið og vilja guðs, og pá um leið að hugsanir, orð oggjörðir ce meir og meir að nálgast að verða í samrœmi við guðs vilja ... Það er hjartafórnin sem sýnir afhvaða teg- und pað rjettlceti er, sem Kristur heimtar. (204-29) Um þaó sem gerist í framhaldi af því aó kynnast réttlæti hjartans segir sr. Friórik: Og við pað fengu peir (lœrisveinarnir) að pekkja teyndardóm syndafýrirgefningarinnar. Þeir komust að pví, að vegurinn til rjettlcetis er sá að trúa og taka á móti fýrirgefningu synd- anna. Og fýrir umgengni við Jesúm Krist I dag- legu samlifi og með gjöfog krapti heilags anda voru peir leiddir og bornir á peim vegi. (204-29) 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.