Heima er bezt - 01.05.1952, Qupperneq 3
Nr. 5
Heima er bezt
131
Kímniská
ísleifur Gíslason er svo kunn-
ur maður, að óþarfi mun að
kynna hann lesendum, enda
mun ég aðeins drepa á fátt eitt.
Hann er fæddur 20. júní árið
1873 í Ráðagerði í Leiru. Gísli
Halldórsson, faðir hans, var
bóndi og útgerðarmaður þar, en
kona hans, og móðir ísleifs, hét
Elsa Dorothea Jónsdóttir. Bæði
voru þau hjón af merkisfólki
komin. Árið 1896 varð hann
gagnfræðingur frá Flensborg.
Eftir það gegndi hann barna-
og unglingakennslu, meðal ann-
ars kenndi um sinn í Leir-
unni, síðar á Stöðvarfirði og
loks á Sauðárkróki. Og kaup-
maður hefur hann verið á Sauð-
árkróki á fimmta tug ára. Kona
hans var Valgerður Jónasdóttir,
bónda í Keldudal í Hegranesi.
Þau hjón áttu eina dóttur, Elísa-
betu, sem gift er Kristjóni
Kristjónssyni, féhirði hjá S.Í.S.
ísleifur er þrátt fyrir háan
aldur hinn ernasti og ávallt glað-
ur og reifur, er komið er í búð-
ina til hans, og lætur þá betur,
V ihtaLsþáttur
eftir
Kristmund Bjarnason
eins og kunnugt er, að tala í
bundnu máli, og er þó ekki þar
með sagt, að hann sé klaufi að
koma fyrir sig orði, ef hann ekki
beitir fyrir sig rímleikninni. Síð-
ur en svo. — í bókinni Hver er
maðurinn? segir, að hann sá
einn af fyndnustu hagyrðingum.
á íslandi, og hygg ég, að satt sé.
Ég heimsótti hann hérna á dög-
unum, og mun nú sagt frá við-
ureign okkar, en lesendum gefst
þá kostur að kynnast kímnigáfu
hans. Ég hef setið inni hjá hon-
um og rabbað við hann stund-
arkorn um daginn og veginn,
áður en ég styn upp erindinu,
enda eru viðskiptavinir að koma
ldið ísleifur
og fara, en ég vil neyta góðs
færis. Og er hurðin skellur á
hæla síðasta viðskiptavininum,
ber ég upp erindi mitt og segi:
„Láttu mig nú hafa svolitlar
glefsur af endurminningum þín-
um, ísleifur?“
„Ég hef ósköp lítið að segja.“
„Getur þó alténd tínt í mig
einhver brot?“
„Jæja þá, þarna hefurðu
brot:
Brot úr sögu, brotið tól,
brot á sævargrunni.
Brot á lögum, brot á kjól,
brot af innstæðunni.
Ljósbrot hef ég líka séð;
labbað brot á fljótum.
Heilabrotin hrella geð,
— ég hætti og sting við fótum.
Nú heldur ísleifur líklega, að
hann hafi snúið mig af sér, en
þar skjátlast honum. Ég er
nefnilega, til að byrja með,
harðánægður með þessi brot,
sem sýna ljóslega, að hann hef-
ur mörgu kynnzt á langri ævi.
En eitthvað verð ég að toga út
úr honum, sem alvara fylgir.
Þess vegna set ég upp jarðar-
fararsvip, ef slíkt gæti haft ein-
hver áhrif á þenna kímnianda,
hugsa mig vel um og segi af
stundu:
„Pinnst þér ekki, ísleifur, að
siðferði hafi stórlega hrakað
síðustu 60 árin?“
„Jú, það kann nú að vera,
annars var saurlifnaður — eða
ein tegund hans að minnsta
kosti — stunduð með öllu meiri
ofurkappi í æsku minni en nú,
og þótti sá ætíð maður að
meiri, sem mest og bezt lagöi
sig fram. Ég gerði einu sinni
vísu um slíkan náunga, og hún
er svona:
Sorpþrær allar tæma tók,
taði karl á velli ók.
Þrífur allan þennan stað.
— Þetta kalla ég saurlifnað.
„Þú hefur hitt naglann á höf-
uðið, ísleifur. — En segðu mér
nú eitthvað af foreldrum þínum,
uppvaxtarárunum og öðru þess
háttar.“
Gíslason
ísleifur Gislason.
„Faðir minn var bóndi, en
lifði aðallega á útgerð. Efna-
hagur foreldra minna var sæmi-
legur þrátt fyrir barnafjöldann,
en við urðum 10 systkinin. Full-
orðinsárum náðu þó aðeins fimm
okkar. Og tvær systur á ég enn
á lífi. í heimili vorum þið þetta
12—16. Faðir minn gerði út sex
manna far og stundum fjögurra
manna far líka. — Þá var oft líf
í tuskunum í Leirunni, er vetr-
arvertíð hófst. Fjöldi manns
sótti til okkar af Innnesjunum.
Sumir þessara sjómanna áttu
þarna búðir, en aðrar skipshafn-
ir komu sér fyrir í hlöðum, ef
svo vildi verkast. Stórlaxarnir í
veiðistöðinni voru þeir Guð-
mundur í Nesi, Þórður, sem
kenndur var við Glasgow,
Brynjólfur í Engey og Jón í
Hlíðarhúsum. Allir voru þessir
karlar með áttæringa, en höfðu
auk þess menn á sexæringum.
Áuk þeirra má nefna Erlend Er-
lendsson frá Breiðabólsstöðum
á Álftanesi, sem var með áttær-
ing og Erlend Björnsson frá
sama bæ, sem var með sexær-
ing. En margir voru þeir fleiri
aðkomumennirnir, sem reru frá
þessum slóðum. — Ég fór að róa,
er ég gat haldið á ár, ef svo má
segja, og hef alltaf unnað sjón-
um, og enn á ég bát, hef átt