Heima er bezt - 01.05.1952, Page 5

Heima er bezt - 01.05.1952, Page 5
Nr. 5 Heima er bezt 133 við vorum líka nokkuð um kyrrt hjá kunnfólki okkar. — Oft voru þessar austurferðir heldur sukksamar, fólkinu kas- að niður í lest á döllunum, sum- ir voru sjóveikir, aðrir fullir, viðurværið hundafæði. „Og kvenfólk hefur verið með í þessum slarkferðum?“ „Já, oft var það.“ „Og þá hefur tízkunnar gœtt minna en nú?“ „Þá var það helzt í tízku að hafa enga tízku. Nú er annað upp á teningnum. „Ó, hvað mig tekur það sárt að sjá“ sumar af stúlkunum ganga þessum horngrýtis hælum á, sem hreykja þeim beinlínis upp á tá með afstöðu alla svo ranga. Vei ykkur, vei ykkur, hælar, ó, vesælir tízkunnar þrælar! Eða finnst þér nokkurt vit, að við norður undir heimskauts- baug, klæðum okkur eins og fólk í suðlægari löndum? Slíkt getur ekki gefizt vel, og skal ég segja þér sögu af því: Ég sá hana Sólarlags-Gunnu í svalviðri þorranum á í pilsi svo þrælslega þunnu, að því er ei segjandi frá; með armana bera og bláa, og brjóstinu skýldi’ ekki hót, og hæla svo ferlega háa, að hnjáliðabogin gekk snót. í húsaskúms-sokkunum háu, og hér og þar glytti í skinn, en píslarhárslokkarnir lágu, þeir lengstu, um gráföla kinn. í tízku frá tá að enni hún trítlaði götuna létt, því heilsan og pyngjan hjá henni þær höfðu’ ekki atkvæðisrétt. Og lömuð af tízkunni lézt hún, en lifði þó áður við þraut, því hamingjufleyið sitt festi’ húl við framtíðar norðurheims skaut. Það hefur margt breyzt til batnaðar frá því fyrrum, því neita ég ekki. Nú eru t. d. allir skólarnir; áður var flestum gáf- uðum unglingum fyrirmunað að læra; nú geta flestir þorskhaus- ar stundað nám, og gera þá ekki annað verra á meðan. Að loknu skyldunámi fara stúlkurnar á kvennaskóla og síðan á dans- skóla, og þá er fullkomnun náð. Menntun þráði og meiri arð — mörg eru ráð að henda. — Loksins þráða liljan varð lærð í báða enda.“ „Lofaðu mér nú að heyra vís- una um sprúttsalana og þá kunningja okkar, sem fóru í hár saman, enda þótt þú véfengir alltaf söguna.“ „Vísan um sprúttsalana er víst komin úr móð nú vegna dýrtíðarinnar, en hún er svona: Sprúttsalarnir girnast gull; gegndarlaust er þeirra brall. Nú fæst engin flaska full fyrir minna en 100-kall. Svo er það vísan um áflogin: Ekki skil ég atburð þann, en undur má það kalla, hafi þeir lent í hár saman, sem hafa báðir skalla. Eða finnst þér það ekki? — Og nú skal ég lofa þér að heyra vís- una um hann Magnús, sem var á fylliríi, eins og kallað er, á- samt kunningja okkar allra: Magnús glotti við mánanum, mæddur samvizku illri. Hann var að brjóta heilann um hvor þeirra væri fyllri. Um niðurstöðu þeirra rann- sókna veit ég aftur á móti ekki.“ „Hefur þú alltaf verið heilsu- hraustur um dagana?“ „Já, ég hef aldrei kvilla- sjúkur verið, en aldurinn er nú orðinn nokkuð hár, og ég má mín ekki við Elli kerlingu fremur en aðrir, ekki hefur hún þó hár- reytt mig eins og svo marga, en eins og þú sérð, er hausinn á mér hvítur eins og Tindastóll í vetrarskrúða, og það eru verk kerlingar. Hærur benda aldur á og elli- ga’\a, en heldur vil ég hafa grá m haus en skalla. Ég tr því ánægður með mitt hlutskipti.“ „Manstu ekki eftir mörgum góðum hagyrðingum frá dvöl þinni á Austfjörðum?“ „Nei, það held ég ekki . . . En eitt get ég þó sagt þér. Við bið- um einu sinni lengi eftir Vestu á Vopnafirði, og þegar skipið loks kemur, göngum við á skips- fjöl, nokkrir félagar. Hittum við þá tvo feðga, sem komnir voru lengra að með skipinu, og var eldri maðurinn, Guðmundur að nafni, nokkuð drukkinn. Ég tók karl tali og kvartaði sáran und- an biðinni eftir skipinu. Þá seg- ir karlinn: Er hún Vesta ekki bezt? Eg það hresstur sanna. Og þagnar svo við. En þá gellur í syni hans: Eykur mestan ferðafrest og fjölgar brestum manna. Og þótti okkur hann þar sneiða að karli föður sínum.“ „Hvaða Ijóðskáld eru þér kœr- ust?“ „Af ljóðskáldum held ég mest upp á þá Jónas, Matthías og Bólu-Hjálmar, og svo auðvitað Káinn. En af söguskáldum eru mér kærastir þeir gamli Jón Thoroddsen, Jón Trausti og Gunnar Gunnarsson.“ „Nú kemur síðasta spurning- in, ísleifur: Hefur þú ekki gert eitthvað af gátum, en mikið var sú íþrótt stunduð áður fyrr?“ „Ekki get ég sagt það, en ég skal lofa þér að heyra eina, en ráðninguna færðu ekki að svo stöddu. Gátan er svona: Oft ég fremdi axarskaft eða missti af fregnum, hefði ég ekki hjálparkjaít hangandi á veggnum.“ Og nú geta lesendur Heima er bezt ráðið gátuna. Kristmundur Bjarnason. 1 — — - — r- r f r j- f . Heima ER BEZT óskar öllum lesendum sinum GLEÐILEGS SUMARS!

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.