Heima er bezt - 01.05.1952, Side 8

Heima er bezt - 01.05.1952, Side 8
136 Heima er bezt Nr. 5 RISASKRIÐDYR — Dýralíf á forsögutímunum — „Beinaveiðahöfðinginn mikli“ var nafn Indíánanna á hinum fræga ameríska prófessor, O. C. Marsh. Hann hefur ritað bók um þær hættur og ævintýri, sem hann rataði í á ferðum sínum í leit að steingervingum fornald- ardýra, en beinagrindur þeirra vekja einna mesta furðu gesta í hinum miklu söfnum erlendis. í október 1874 fékk Marsh fregnir um að likindi væru til að steingervingar myndu finnast í Dakótaríkinu. Til þess að koma í veg fyrir, að Indíánar skemmdu staðinn með því að taka bein- flísar á brott, en þeir notuðu þær oft sem verndargripi (amu- letter), var nauðsynlegt að rannsaka staðinn sem fyrst. En það var ýmsum erfiðleikum bundið að komast þangað, því að leiðin var löng og ekki fær öðru- vísi en á hestum, og auk þess var staðurinn mitt inni í frið- lýstu svæði, sem Indíánar höfðu fengið að halda eftir nýafstaðna styrjöld við hvíta menn. Og Sioux-Indíánarnir voru ekki lömb að leika við, ef þeim bauð svo við að horfa. Fólkið var þreytt eftir borgarastyrjöldina, en er það fréttist, að gull myndi vera á þessum stað, kveikti það í mönnum, og gullæði greip fólk- ið. En hinir réttu eigendur „svörtu hæðanna“, en svo nefndist staðurinn, höfðu var- ið eignarrétt sinn hreystilega, enda þótt sótt væri að úr ýms- um áttum. Það var því ekki að undra, þótt þeir yrðu tortryggn- ir, er Marsh kom með heilan her með sér. Þeir gátu ekki trú- að því, að nokkur maður legði slíkt erfiði á sig í því skyni einu, að leita að eldgömlum, hálffún- um beinum. Eftir langvarandi samningatilraunir fékk Marsh loks leyfi höfðingjans, „Rauða skýið“ var nafn hans, til þess að grafa eftir beinagrindum. Það leyfi var ekki veitt með neinni ánægju. Þar sem alls kyns lýður hafði safnazt saman kringum aðsetursstað Marsh, fékk hann lífvörð hraustra Indíána. For- ingi þeirra var „Sitting Bull“, er seinna varð frægur höfðingi. Hann var drepinn árið 1890. Til- gangur lífvarðar þessa var ekki fyrst og fremst að vernda líf Ameríkumannanna, heldur að vaka yfir þvi, að þeir héldu samninginn. Þriggja daga snjókoma seink- aði ferðinni, og Indíánarnir urðu efablandnir um hvort þeir ættu ekki að afturkalla leyfið til rannsóknanna, en það var eftir að búið var að greiða þeim fé fyrir það. Þeim fannst tilgang- ur leiðangursins vera allt of á- kveðinn, og grunaði, að hann ætti að leita að gulli. Þegar Marsh og fylgdarlið hans kom til ákvörðunarstaðarins, urðu þeir meira en lítið hissa, er Indíánalífvörðurinn sást hvergi, en í þess stað voru þeir um- kringdir af allskonar óþjóðalýð, er beindi vopnum sínum ógnandi að þeim. Allt í einu gall við að- vörunarhróp, og konur og börn flýðu sem fætur toguðu. Indí- anskir riddarar þustu á brott til að sækja liðsauka. Þar sem þrjá- tíu Indíánar voru á móti einum Ameríkumanni, var bardagi vonlaus, og það var ekkert ann- að að gera fyrir Marsh en að láta undan og snúa við, þó að honum þætti það hart. En Marsh var samt ekki af baki dottinn. Eitthvað varð að gerast. Hann bauð helztu Indí- ánaforingjunum til veizlu og skýrði þeim nákvæmlega frá til- gangi leiðangurs síns, og svo fór, að þeir létu tilleiðast að leyfa honum að fara gegnum lands- svæði sín, en sögðu þó, að pró- fessorinn myndi sennilega verða drepinn, ef hann færi norður yfir White River. Lofuðu þeir að láta hann fá njósnara með sér. Nú var um að gera að láta hendur standa fram úr ermum, áður en Indíánarnir sneru aftur við blaðinu og bönnuðu ferðina enn á ný. Meðan á veizlunni stóð, sendi hann boð til leiðang- ursstjóra sinna um að vera til- búnir til brottfarar snemma næsta morgun, en þeir neituðu að hlýða. Marsh ákvað þá að fara án þeirra, og næstu nótt fór leiðangurinn af stað og læddist að stað, þar sem unnt var að komast yfir White River. Þó að hundar Indíánanna geltu eins og óðir, vöknuðu húsbændur þeirra ekki, enda höfðu þeir drukkið duglega. Leiðangurinn komst klakklaust yfir ána og þangað, sem beinagrindanna var að leita. Þar bjó hann um sig í eins konar vígi. Loks var hægt . að byrja á verkinu. Beinunum var safnað í stóra hauga jafn- óðum og þau voru grafin upp. Garðar úr grjóti voru hlaðnir umhverfis þau, svo að þau fynd- ust þótt snjókoma yrði. Það var kalt í veðri og varðmennirnir þjáðust af kulda, en vörður var haldinn dag og nótt. Sioux-Indíánarnir fylgdu störf- um leiðangursmanna með at- hygli og sannfærðust brátt um að takmark þeirra væri raun- verulega að safna þessum ó- merkilegu beinum. Spádómur þeirra um árás frá norðri reynd- ist vera réttur, því að fregnir bárust um, að ættflokkar nokkr- ir væru að undirbúa hana. Nú voru góð ráð dýr. Það var enginn hægðarleikur að leggja strax af stað, því að nauðsynlegt var að setja beinin í traustar umbúðir til að verja þau skemmdum á langri leið yfir slæma vegi.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.