Heima er bezt - 01.05.1952, Síða 9
Nr. 5
Heima er bezt
137
Marsh ákvað því að gefa sér
tíma til að ganga vel frá hinum
dýrmætu beinum, þó að hættan
vofði yfir honum. Loks komst
leiðangurinn á stað, alveg mátu-
lega snemma, því að daginn eft-
ir komu Indíánar með ofurefli
liðs til að leita hans.
Enda þótt hætturnar væru
ekki slíkar á öðrum leiðangrum
Marshs, voru leiðangrar hans
erfiðir. Hann fór 27 sinnum yfir
Klettafjöllin og leiíaði á ótal
stöðum, áður en honum tókst að
finna þær beinagrindur, sem
prýða amerísk söfn í dag.
En hvað var það, sem hafði
kostað slíkt erfiði að finna? Það
var hvorki meira né minna en
nokkur af stærstu dýrum, sem
lifað hafa á jörðunni! Við gæt-
um kannske gert okkur ein-
hverja hugmynd um stærð þess-
ara dýra, ef við hugsuðum okk-
ur að stærstu hvalir fengju fæí-
ur og færu að vappa um á þurru
landi.
Og við það bætist — sem er
ekki síður einkennilegt — að
þessi útdauðu risadýr voru ekki
spendýr, eins og stærstu dýrin
eru nú á dögum, heldur skrið-
dýr — en þau eru — að frátekn-
um krókódílum og kyrkislöng-
um — í röð smádýra nú á dög-
um. Það er engu líkara en að
furðuskepnur ævintýranna séu
orðnar að veruleika.
Hér mætti ef til vill segja sem
svo: Það eru aðeins beinagrind-
ur, sem hafa fundist, og sumar
þeirra alls ekki heilar. En hvern-
ig er hægt að vita með vissu,
hvernig dýrin hafa litið út í
raun og veru? Það er ekki erfitt
að reikna það út.
Þeir dýrafræðingar, sem hafa
samanburðarlífeðlisfræði að sér-
grein, þekkja nákvæmlega hlut-
föllin milli hinna mjúku og
hörðu líkamshluta dýranna.
Lögun beinanna svarar til vöðva-
byggingarinnar og ákveður lög-
un dýrsins. Tennurnar gefa á-
kjósanlega vitneskju um lífs-
háttu þeirra. Vísindamenn eru
því nokkurn veginn vissir um
útlit dýrsins og lifnaðarháttu
þess, þó að ágreiningur geti orð-
ið um ýmis minniháttar atriði.
Vér skulum nú dvelja lítið eitt
við nokkra af þessum risum. Er
þá réttast að byrja með Bront-
osaurus, sem á íslenzku mætti
nefna Þrumue'öluna. Beinagrind
hennar er um það bil 20 metrar
á lengd. Hún fannst í Colorado
í nágrenni Canyon City, í jarð-
lagi frá Júratímabilinu. Það er
mjög þykkt og tekur yfir mörg
hundruð mílna svæði meðfram
Klettafjöllunum að austan.
Svæði þetta er ríkt af beina-
grindum skriðdýra og spendýra.
Beinagrindin gefur vitneskju um
að Þrumueðlan hefur haft síutt-
an og klunnalegan kropp og
fjóra, nærri jafn langa, sterk-
lega útlimi, er létu eftir sig spor
á stærð við tunnubotn! Hálsinn
var langur og sterklegur, en höf-
uðið einkennilega lítið. Halinn
var einnig digur og kröftugur.
Smæð höfuðsins er í fyllsta sam-
ræmi við lengdina á hálsinum,
því að stórt höfuð myndi krefj-
ast sterkari vöðva til þess að dýr-
ið gæti leitað fæðu. Þetta er
sameiginlegt með gíröffum og
strútum nútimans. Þar sem höf-
uðkúpan er svo lítil, verður heil-
inn það einnig, samanborið við
stærð dýrsins yfir höfuð. Setji
maður stærð höfuðsins í sam-
band við vitsmuni dýrsins, hljóta
þeir að hafa verið litlir. Já, það
lítur meira að segja út fyrir að
taugamiðstöð þessi hafi verið ó-
fullnægjandi til að stjórna
hreyfingum dýrsins og hafa á-
hrif á taugar þess, að minnsta
kosti sést á beinagrindunum
að mænugangurinn neðan til
myndar einskonar holrúm,
tvisvar til þrisvar sinnum stærra
en sjálfan heilann. Gæti þarna
hafa verið einskonar viðbótar-
heili, eða „lendaheili", eins og
sumir hafa nefnt þetta fyrir-
bæri.
Til þess að dýrið þyrfti ekki
að burðast með meiri líkams-
þunga en nauðsynlegt var — það
hefur vegið kringum 20,000 kg.
— eru mörg af beinunum hol að
innan, að svo miklu leyti, sem
það ekki kemur í bága við styrk-
leika þeirra.
Eins og áður er sagt, geta
menn nokkurn veginn reiknað
út útlit dýrsins eftir beinagrind-
inni. En þá er önnur spurning:
Er hægt að segja nokkuð með
vissu um, hvernig það hefur bor-
ið sig? Þá er menn byrjuðu á að
setja beinagrindurnar saman,
voru menn undir áhrifum af
líkamsgerð fíla og annarra
þekktra dýra nútímans, og létu
fæturna því vera beina og háls-
inn standa beint fram úr
kroppnum, en hann er 5. m. á
lengd. Halinn var látinn standa
aftur, eins og á þekktum land-
dýrum.
Og svo klæddu menn beina-
grindurnar holdi og blóði með
því að teikna þær samkvæmt
hugmyndum samtímans. Á sama
hátt fóru menn að við Diplo-
docus, en það er ættingi þrumu-
eðlunnar. Þannig litu menn á
þetta 1 Ameríku.
En nú víkur sögunni til Berlín-
ar. Frægur þýzkur lífeðlisfræð-
ingur setti beinagrindurnar
saman á mjög frábrugðinn hátt.
Hann rannsakaði nákvæmlega
útlimabeinin og liðamótin á
gipsafsteypu af beinagrind, og
komst svo að þeirri niðurstöðu,
að líkami dýrsins hefði ekki
hvílt á fjórum „spendýrsfótum“,
eins og komizt var að orði, held-
ur hefði bygging þess verið meira
í líkingu við eðlur — ef taka
mætti slík smádýr til saman-
burðar við þessa risa. Kroppur-
inn hefði verið festur milli lim-
anna, er hefðu verið mjög
krepptir og beinzt frá líkam-
anum, svo að búkur dýrsins
hefði numið við jörðina, eða því
sem næst. Til þess að jafnvægið
héldist, hefði hálsinn verið S-
myndaður. Hvor þessara skoð-
ana, um útlit dýranna, er hin
rétta, verður ekki sagt með vissu,
en því verður ekki neitað að síð-
ari skoðunin virðist sennilegri,
þar sem hún gerir dýrinu léttara
um vik í hreyfingum, og annað
varnarmeðal en flótta hefur það
sennilega ekki haft.
Brontosaurus og Diplodocus
mynda, ásamt hinu enn stærra,
en lítt þekkta dýri, Atlantosaur-
us, einn undirflokk af hinum
stóru útdauöu skriðdýrum, sem
einu nafni eru kölluð Dinosaurar.
Hræðileg ásýndum hafa dýr þessi
í sannleika verið, bæði vegna
stærðar og útlits. Kambeölurnar
og Stegosaurarnir voru stór, þó
að þær væru minni en þrumu-
eðlurnar, þar sem þær voru „að-
cins“ 10 metrar á lengd. Þær
höfðu undarlega lííið höfuð, en
hálsinn var mjög stuttur. Nafn