Heima er bezt - 01.05.1952, Síða 13

Heima er bezt - 01.05.1952, Síða 13
Nr. 5 Heima er bezt 141 virðist óþarfi, og getur þar að auki haft ýms vandkvæði í för með sér. Ættarnöfn virðast hér á landi ekki aðeins óþörf, heldur jafn- vel skaðleg, þar sem þau geta komið til leiðar misskilningi og réttaróvissu. Vilji menn samt taka upp slík nöfn, fyrir for- dildar sakir, virðist sanngjarnt, að menn borgi ríflegan nafn- bótarskatt, eins og einnig virð- ist ástæða til að selja leyfið til að taka upp ættarnöfn nokkuð dýrt.“ Flutningsmaður bendir einnig á það í greinargerð sinni, að sá siður sé forn og rótgróinn hér á landi, að kenna sig við föður sinn eða móður. Hafi hann áður verið algengur um öll Norður- lönd, en þó íslendingar einir hafi haldið honum eftir, eins og þeir einir hafi varðveitt þá tungu, sem áður var töluð um öll Norðurlönd, virðist engin ástæða til að leggja hann niður og taka upp ættarnöfn í stað- inn. Frumvarp þetta dagaði uppi og var aldrei borið fram aftur, enda sat flutningsmaður ekki á fleiri þingum. Var nú hljótt um ættarnafnamálið um skeið, en þó fjölgaði þeim smám saman, sem tóku upp ný ættarnöfn. Fór nú að brydda á því, að menn völdu sér ættarnöfn af íslenzk- um stofni, en misjafnlega ís- lenzk að blæ, og var stofninn ýmist heiti á manni, stað eða hugmynd. Oftast var gripið til staðarnafna. Menn kölluðu sig Arnfjörð, Borgfjörð, Eyfjörð, Hörgdal, Lyngdal, Reykdal og þar fram eftir götunum. Ekki komst þó ættarnafnamál ið verulega á dagskrá aftur fyrr en árið 1908, en þá hófust um það allmiklar og eftirminnileg- ar deilur, sem nú skulu raktar nokkuð. í öðru hefti Skírnis 1808 birt- ist ritgerð um ættarnöfn, sem vakti ekki alllitla athygli. Höf- undurinn var ungt skáld, Guð- mundur Jónsson, er nú tók sér ættarnafnið Kamban, eins og fram kemur að greinarlokum. Kamban var um þessar mundir kornungur maður, vart tvítugur, en kappsfullur, framgjarn og stórhuga. Hann kveður sér nú hljóðs, þar sem hann segist vera kominn að þeirri niðurstöðu, að almenn upptaka ættarnafna á íslandi sé ekki aðeins réttlæt- anleg, heldur eðlileg og sjálf- sögð. Hinn forni landssiður, að kenna mann til föður síns, verði að teljast algerlega úreltur og ljóst vitni þess, hve íslendingar hafi verið einangraðir og miklir kotungar. Nafngiftakerfið sé úr- elt og beri ekki vott um neitt annað en afdalahugsunarhátt og menningarskort. Túlkar hann skoðun sína af mikilli mælsku og færir fram allt það, er hann má, ættarnafnakerfinu til gild- is. Skal ég nú reyna að rekja höfuðröksemdir Kambans, en verð þó að fara mjög fljótt yfir sögu. Kamban segir í upphafi máls sins: „Flestir þeir menn, sem ég hef séð eða heyrt minnast á ættar- nöfn og eru þeim mótfallnir, hafa rennt þeirri meginstoð undir málstað sinh, að þau fari í bág við fornan landssið. Vér viljum halda því áfram, segja þeir, að kalla íslenzka syni og dætur föðurnafni sínu. Hér eft- ir eins og hingað til. Það og ekk- ert annað er þjóðlegt. Já, þjóðlegt er það. Ég er þeim alveg samdóma um það. Það er jafn þjóðlegt á íslandi nú eins og það hefur einu sinni verið í öllum löndum. Það er jafn ís- lenzkt í dag og það var enskt eða þýzkt fyrir mörgum öldum. En annað en ættarnöfn þekkist ekki nú orðið með öllum mennta- þjóðum heims, nema þá með þeim hluta þjóðar, sem skemmst er á veg kominn í menningar- áttina. Hún hefur hvergi stoð- að, mótbáran sú, að ættarnöfn væri ekki þjóðleg. Og hún stoð- ar ekki heldur hér.“ Eftir að höfundur hefur. bent á nokkur önnur atriði, sem hann telur ættarnöfnum til gildis, m. a. það, að þau útrými að mestu eða öllu leyti uppnefnum, neld- ur hann áfram máli sínu á þessa leið: „Ég býst ekki við, að allir þeir, sem verið hafa mótfallnir ætt- arnöfnum hingað til, láti nú af skoðun sinni fyrir þá sök, að hér hafi komið fram rök í málinu. — En ég býst við öðru. — Ég býst við því að allir sjái, að það 'er ekki til neins að spyrna lengur móti broddunum. Og það sjá þeir af allt öðru. Þeir sjá það af því, að þeim er óðum að fjölga, sem hér taka upp ættar- nöfn. Nærri því hver embættis- mannskona hér í bæ, og margar konur aðrar, hafa tekið upp nöfn manna sinna, ættarnöfn, ef þeir hafa átt sér þau, annars föðurnöfn þeirra . . . . Ég skal taka til dæmis allar danskar konur, sem hingað giftast. Það er farið svo með nöfn þeirra flestra, að þær eru nefndar „synir“ tengdafeðra sinna, — af því að engin ættarnöfn eru til. Og það er ekki nema von, mönn- um hefur ekki verið bent á ann- að ráð. Ég þekki fá óspillt íslenzku- eyru, sem það hneykslar ekki, þetta sonar-nafn kvenna. Það er að misþyrma tign og eðli hverr- ar tungu, að láta orð merkja allt annað eða gagnstætt því, sem þau merkja áður að allra vit- und. Ef fjölda af jafn rökröng- um orðum og sonar-nafnið er á konum, er leyfð landganga í málið, þá er það eitt kappnóg til að spilla því. Nú er sægur óskyldra karla og kvenna, sem nefna sig Jóns- son. Ef ekkert er að gert, verð- ur þá ekki farið t. d. að nefna konu einhvers Einars Jónssonar frú Einar Jónsson, að útlendum sið, til þess að menn viti við hverja frú Jónsson er átt? Sveitamenn, sem ekki þekktu til þess arna, mundu halda, að ver- ið væri að skopast að þessum vesalings Einari Jónssyni, það væri hann, sem væri kallaður frú! En úr því að sonarnafn kvenna er komið á, þá er ör- skammt á milli hins, að farið væri að nefna þær fullu nafni manna sinna. Og þá er smiðs- höggið rekið á. Mér koma í hug ráð til þess að varðveita tunguna frá þess- um nöfnum og öðrum eins; því er það, að ég rita þessar línur. Og fýrsta ráðið er þetta: Vér eigum að koma hér á ættarnöfn- um. Deilan á ekki að vera um það, hvort vér eigum að taka upp ættarnöfn. Hún á að vera um valið, ef hún er nokkur.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.