Heima er bezt - 01.05.1952, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.05.1952, Qupperneq 22
150 Heima er bezt Nr. 5 Páll Patursson, kóngsbóndi: Frá Kirkjubæ í Færeyjum Telja má víst, að Kirkjubær sé meðal fyrstu byggðra bóla í Færeyjum og elztu minjar fyrri tíma og fornrar sögu, sem Fær- eyingar eiga, eru einmitt héðan komnar og tengdar þessum stað. Kirkjubær er syðst á vestur- strönd Straumeyj ar, stærstu eyjarinnar, um það bil 13 km. frá höfuðstað þeirra, Þórshöfn. Ókunnugt er með öllu, hve- nær fyrstu menn af norrænum uppruna festu byggð í Kirkjubæ. En þess má geta, að fyrir liðlega hundrað árum fannst þar rúna- steinn í gömlum rústum. Bugge, prófessor í Osló, leit svo á, að rúnirnar á honum væru eldri en frá því um 800. Samkvæmt góðum og gildum heimildum má telja víst, að Norðmenn hafi numið land og sezt að í Fæmyjum löngu áður en þeir fundu og byggðu ísland — sennilega allt að því hundrað árum áður, og eins og kunnugt er, höfðu Keltar fundið eyjarnar og haft þar aðsetur, áður en Norðmenn fóru að venja þangað komur sínar. Eru írskir munkar sér í lagi nefndir í því sambandi. Ein helzta sönnun þess, að Kelt- ar hafi dvalizt hér,er sú,að mörg örnefni hér í Færeyjum eru keltnesk að uppruna. Auk þess er hér að finna eldgamlar fræj- arrústir og tóftabrot, sem álitn- ar eru af bústöðúm íra. Að lík- indum fengist úr því skorið, hvort svo sé, m'eð því að grafa í rústimar og rannsaka þær til hlítar. Nyrzt í túnínu á Kirkju- bæ eru til dæmis örnefni: íra- tóftir, Penabær og Thúlhús. Vík ein fyrir sunnan Kirkjubæ heit- ir Brandansvík og dregur óefað nafn af írska dýrlingnum, Bran- danus helga, er lézt 16.. maí 578. Dánardagu'r hans var lengi haldinn heilagur í katólskum síð í Færeyj um. 'írski muSkurinri H Ducuill tók svo til orða í riti einu, 825, að írskir einsetumenn væru nú ekki framar í Færeyj- um, því að þeir hefðu ekki hald- izt þar við fyrir norskum vík- ingum. Árið 1420 hóf Jón biskup í Kirkjubæ smíði kirkju einnar, er skyldi verða helguð heilögum Brandanus. Hvort kirkja þessi varð fullgerð, vitum við ekki, né hvar hún stóð, og tvennt er til um það, hvað henni kann að hafa orðið að grandi. Annað er snjóflóð úr háu fjalli, sem gnæf- ir uppi yfir staðnum, hitt er sjórinn. Við vitum um önnur hús hér, sem sjórinn hefur tek- ið, því að landið hefur sokkið lítið eitt í sæ, eins og víðar hefur átt sér stað, til dæmis í Englandi. Leggi menn leið sína frá Þórs- höfn til Kirkjubæjar, sést heim á staðinn af hæð einni í norður frá honum. Þar mætir auga löng, tjöruborin bygging með rauðum gluggagrindum og torf- þaki. Það er gamia biskupssetr- ið, sem nú er bústaður kóngs- bóndans. Þegar heim á staðinn kemur, liggur vegurinn fyrst fram hjá nýtízku garðyrkju- stöð og fáeinum húsum með nú- tíðarsniði, síðan tekur biskups- hlaðið við. Fari menn inn til að skoða sig um, er fyrst komið inn í frem- ur lítinn gang og úr honum er gengið inn í reykstofuna. Hér hafði heimilisfólkið sinn sama- «tað fyrr á tímum. Hér sat það við vinnu sína, hér svaf það og hér var maturinn soðinn við eld- inn í stönni. Reykurinn leitaði upp undir rjáfrið og út gegn um ljórann í þakinu. Nú hefur ljór- anum verið lokað með stórum þakglugga. Gólfflötur reykstofunnar er 8X9 metrar og vegghæðin 3 metrar, en hæðin frá gólfi til mænis er 6 metrar. Veggirnir eru úr níu þumlunga þykkum trjá- bolúih. Þeir eru kolsvartir, eins og ibinviður, af reyknum úr stónni bæði að utan og innan. Reykurinn hefur smám saman síast gegn um viðinn, litað hann þannig innst sem yzt og varið hann svo vel fyrir fúa, að hann er óskemmdur enn, enda þótt stofan sé að líkindum orðin eitt- hvað um 900 ára gömul. Sagan segir, að efniviðinn í stofuna hafi rekið á land I Kirkjubæ, og að hann hafi ver- ið tilsniðinn og bundinn sam- an í fleka og merki á hverju tré, sem sýndu, hvað saman átti. Hefði því verið auðgert að setja stokkana saman og reisa húsið. Á þessu er gefin sú skýring, að norskur höfðingi hefði verið að flytja búferlum úr Noregi, en farizt í einhverri röstinni við eyjarnar. Trjáviðurinn, sem rak, var ekki nýr. Stofan mun því fyrst hafa verið reist á einhverju höfðingssetri í Noregi og staðið þar um tíma, en síðan verið tekin sundur til að flytja hana á annan stað. Og víst er um það, að grunnurinn undir henni, þar sem hún stendur nú, er ekki miðaður við stærð hennar, um- mál þeirra samsvara ekki hvort öðru. Hún stendur á kjallara- veggjum, sem eru um það bil faðm á þykkt, og þeir hljóta að hafa verið til staðar, þegar hún var sett upp að nýju í Kirkjubæ. Fyrr á tímum voru lokrekkjur með veggjum fram í reykstof- unni. Utan á þær hengdu þeir rokkana, þegar þeir voru að spinna á kvöldin — á kvöldvök- unni. Það voru karlmennirnir, sem spunnu, konur prjónuðu og ófu. Á þessum kvöldvökum voru sagðar gamlar sagnir eða kveðin gömul kvæði. Oftast var það húsbóndinn, sem stj órnaði söngnum. Austan við reykstofuna er önnur stofa úr trjástokkum. Hún er liðlega tveimur metrum lengri, en lítið eitt mjórri. Henni er skipt í tvennt með fjala-skilvegg, sem auðgert er að taka burt. Það er oft gert við meiri háttar veizl- ur og á hátíðum. f þessari stofu var prestaskólinn til húsa í þá tíð, er Kirkjubær var biskups- setur. Hér var það, sem Sverrir konungur Sigurðsson hlaut menntun sína, og hann hefur verið talinn kónga bezt að sér í Evrópu á sínum tíma — undir lok 12. aldar. Dyrastafirnir og bogamir yfir dyrum stofunnar eru fagurlega skreyttir með út-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.