Heima er bezt - 01.05.1952, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.05.1952, Qupperneq 26
154 Heima er bezt Nr. 5 í R Ó Ð R I Smásaga eftir Einar M. Jónsson Það var í birtingu. Langt í fjarska grámataði í jökulinn breiðan og bunguvaxinn, þar sem hann steig í tign sinni inn í morguninn og strauk nóttina af enni sér. Annars var ekkert sjáanlegt ennþá, nema sandhaf- ið, sem þeir sjómennirnir stóðu á, eyðilegt og svart eftir lang- varandi rigningarkrepjur, og út- hafið, sem þeir stóðu við, að því er virtist kyrrlátt og mókandi þessa stundina, eins og það væri ekki fyllilega vaknað eða lægi lémagna eftir stormana, sem nærfellt tvær vikur höfðu hald- ið því æstu. Brandur formaður hafði kom- ið fyrstur fram í sand og svo sjó- mennirnir hver af öðrum. Nú horfðu þeir á boðana, sem brotnuðu við sandinn, þessa sí- kviku slagæð hafsins. Af boða- fallinu gátu þeir séð, hvort „hliðið“ á sandrifjunum hafði flutzt í síðustu landsynnings- hrotunni. Fyrir tveim mánuðum höfðu þeir orðið að setja skipið lang- an veg eftir ströndinni að þessu „hliði“ og það hafði kostað þá mikið erfiði. „Þetta virðist allt vera í lagi, piltar,“ sagði Brandur. „Þá setj- um við skipið á flot. Erum við ekki allir komnir?“ Hann leit yfir mannskapinn. „Ekki Sveinki," gall einhver við. Það skrjáfaði í hörðum skinn- klæðum sjómannanna, þegar þeir hófu starf sitt með vask- legum átökum, kipptu hlunnun- um undan bátnum og köstuðu þeim á sandinn með jöfnu milli- bili. Það brakaði í sprekunum, er kjölurinn rann yfir þau í áttina til sjávar. í þessum svif- um kom Sveinki flengríðandi og barði mjög fótastokkinn. „Góð- an daginn,“ sagði hann stutt- aralega og snaraði sér af baki. „Seinn í sandinn, lagsmaður,“ sagði Brandur formaður. Það rumdi í Sveinka til samþykkis, um leið og hann skellti hryggn- um undir bátinn með tvöföldu afli, eins og til að bæta upp seinlæti sitt. Sveinki var unglingur, sem hafði byrjað sjómennsku sína þennan vetur, þá öllu óvanur. Hann var meðalmaður á hæð, með herðakistil, ófríður í and- liti, handstór og handsterkur, góður til átaka, en klaufskur. Hann var holgóma, og ef til vill var það þess vegna, að hann var fremur fámáll og einrænn, því hugsanir hans beindust mjög að honum sjálfum og ollu minni- máttarkennd. Sveinki gerði sér alltaf far um að koma vel fram og lagði sig mjög í líma við að leysa störf sín vel af hendi, þótt honum tækist það oft misjafn- lega, og átti fum hans og fljót- færni mesta sök á því. Allir báru góðan hug til Sveinka. En stundum var brosað að ófimi hans, og þótti honum það mið- ur. Báturinn fór á flot og sjó- mennirnir hentu sér inn fyrir borðstokkinn hver af öðrum. Það var róið knálega frá landi, og bráðlega hófst áttæringurinn hægt og rólega upp og niður á breiðum brjóstum Ránar. Á þessum áfanga leiðarinnar var það venja sjómannanna að líta heim til sveitarinnar og lág- reistu kotanna langt í fjarska, þar sem vinirnir höfðu enn á sér náðir. Og þeir hugsuðu til þess með gleði, er þeir kæmu heim frá róðri og lítil, góðlát- leg stúlka eða ungur sveinn biði þeirra í sandinum með reiðhest og áburðarhest, til að flytja afl- ann heim. Þetta var seint á níunda tug nítjándu aldar og þeirri venju var enn haldið af sjómönnum að lesa bæn og faðirvor áður en lengra væri haldið út á djúpið. Brandur formaður átti lund trölls og barns. Hann var forn í skapi, rammur að afli, harð- jaxl, ef því var að skipta, en átti það þó til að vera bljúgur, hjálpsamur og skilningsgóður á menn og málefni. Hann var trú- rækinn maður og sumir sögðu,. að hann væri skyggn. Aldrei reri hann eða vann á helgum dög- um, en var aflasælli en nokk- ur annar. Af þeim ástæðum sóttust allir eftir skiprúmi hjá honum, einkum ungir menn og vaskir, og Brandur hafði gam- an af gleðskap þeirra, þótt ekki væri hann margmáll sjálfur. Brandur tók ofan höfuðfatið. Skipverjar lögðu inn árarnar og fylgdu dæmi hans. En Sveinki gat ekki leyst af sér sjóhattinn. Hann hafði vaknað óvenju seint þennan morgun og fleygt sér í spjarirnar. í staðinn fyrir lykkjuhnútinn, sem hann var vanur að hnýta á hattböndin af mikilli nákvæmni, hafði hann nú í flýtinum rekið rembihnút fast upp að kverkunum. Hann hafði orðið þess var, að hatt- böndin hertu að í fastara lagi, en vegna áhugans að komast á- fram og gera skyldu sína hafði hann látið við það sitja. „í nafni Guðs föður, Sonar og Heilags anda,“ sagði Brandur og sló fyrir sig krossmarki. Háset- ar gerðu hið sama. Brandur las bænina, sem hann kunni utan að. „Almáttugi himnanna guð! Ég þakka þér náð þína og mis- kunnsemi, að þú hefur gefið mér líf og heilsu, svo ég hæfilegur er að leita mér atvinnu í sveita míns andlitis." Sveinki sperrti upp hökuna og reyndi að leysa hnútinn, en er það tókst ekki, gerðist hann órór. Hann gerði aðra atrennu, beit á jaxlinn, spennti olnbog- ana hátt upp og reri sér til beggja hliða. Honum varð allt í einu litið til Gvendar, sem sat við hlið hans og sá, að hann byrgði andlitið í sjóvettlingun- um, en gaut þó augunum skelmislega til félaga síns. Sveinki sat á austurrúmsþóftu og því næst formanni. Skipverj- ar sátu flestir að baki honum, og sá hann ekki í ásjónur þeirra. Brandur hélt áfram bæninni: „Drottinn minn og guð minn! Þegar ég nú ræ til fiskiveiða og finn vanmátt minn og veikleika ferjunnar gegn huldum kröftum lofts og lagar, bið ég þig, að þú

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.